Sport

Íslandsbaninn ekki með Norðmönnum á móti Kýpur

Mohammed Abdellaoue, framherji Hannover og norska landsliðsins, verður ekki með liðinu á móti Kýpur í undankeppni EM á þriðjudaginn kemur. Moa eins og hann er jafnan kallaður tryggði norska landsliðinu mikilvægan 1-0 sigur á Íslandi á dögunum. Norðmenn eru í mikilli baráttu við Portúgali og Dani um sæti í úrslitakeppni EM á næsta ári.

Fótbolti

Tvær skyndisóknir skiluðu Norðmönnum sigri í Aserbaídsjan

Norska 21 árs landsliðið vann 2-0 sigur í Aserbaídsjan í undankeppni EM 2013 en þessi lið eru í sama riðli og Ísland sem mætir Englandi á Laugardalsvellinum seinna í kvöld. Norðmenn eru því með fullt hús á toppi riðilsins eftir að hafa unnið 2-0 sigur á Íslandi á dögunum.

Fótbolti

Tevez á innkaupalistanum hjá Anzhi í Rússlandi

Forráðamenn rússneska liðsins Anzhi Makhachkala ætla sér að reyna að kaupa vandræðabarnið Carlos Tevez frá Manchester City og vilja tefla Argentínumanninum fram við hlið Samuel Eto'o sem félagið keypti frá Inter Milan í ágúst.

Fótbolti

Jones byrjar mögulega á föstudaginn

Enskir fjölmiðlar fjalla mikið um leik Englands og Svartfjallalands í undankeppni EM 2012 á föstudaginn og telja líklegt að Phil Jones, leikmaður Manchester United, verði í byrjunarliði enska liðsins.

Enski boltinn

Pabbi Wayne Rooney einn þeirra sem voru handteknir

Pabbi Wayne Rooney er einn þeirra níu sem voru handteknir í gær grunaðir um að hafa tekið þátt í veðmálasvindli í kringum leik Motherwell og Hearts í skosku úrvalsdeildinni þann 14. desember síðastliðinn. Steve Jennings, leikmaður skoska úrvalsdeildarfélagsins Motherwell, er líka í þessum hópi.

Enski boltinn

Þjálfari AEK fékk milljón evra fyrir starfslokin

Þó svo að gríska félagið AEK Aþena eigi í miklum fjárhagslegum erfiðleikum var engu að síður ákveðið að reka þjálfarann Manuel Jimenez og borga honum eina milljón evra í starfslokagreiðslu, eftir því sem kemur fram í grískum fjölmiðlum.

Fótbolti

Umfjöllun: Oxlade-Chamberlain afgreiddi íslenska EM-drauminn útaf borðinu

Íslenska 21 árs landsliðið er í allt annað en góðri stöðu í undankeppni EM 2013 eftir að það tapaði sínum öðrum heimaleik í röð í Laugardalnum í kvöld. Englendingar unnu þá auðveldan 3-0 sigur og strákarnir hans Stuart Pearce eru líklegir til afreka í keppninni á meðan íslenska liðið gerir líklega ekki mikið í þessari undankeppni.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Valsstúlkur úr leik eftir tap gegn Glasgow City

Glasgow City FC flugu áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Val að Hlíðarenda í kvöld. Valsstúlkur náðu sér aldrei á strik í leiknum og voru úrslitin svo sannarlega sanngjörn. Hallbera Guðný Gísladóttir skoraði sjálfsmark í upphafi leiksins en Lisa Evans bætti síðan tveim mörkum við í síðari hálfleik fyrir gestina.

Íslenski boltinn

Innsent bréf varðandi ástandið á rjúpnastofninum

Við höfum fengið þó nokkuð af pósti þar sem menn eru með gott innleg í umræðuna varðandi ástandið á rjúpnastofninum og orsakir þess, hverjar svo sem þær kunna að vera. Margir eru þó á sama máli um að refurinn eigi stærri sök í máli en talið hefur verið.

Veiði

Boltar í hamslausu Tungufljóti

Vötn og Veiði greindu frá góðu skoti í Tungufljóti fyrr í vikunni og getum nú bætt við smá viðbót. Greinilegt er að vatnshæð hefur verið afar óstöðug í fljótinu og sum flóðin nálægt því mest var í fyrra. Og enn eru risafiskar að veiðast.

Veiði

Lokatalan í Straumunum

Lokatalan í Straumunum þetta sumarið er 333 laxar og 284 sjóbirtingar. Um er að ræða ágætis veiði á dagsstangirnar tvær.

Veiði

Þetta lofar góðu fyrir framhaldið

Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, er leikmaður ársins í Pepsi-deildinni að mati Fréttablaðsins, en hann var efstur í einkunnagjöf okkar í sumar. Daníel segir að leikmenn Stjörnuliðsins hafi bara hlegið að slæmum spám fyrir mót og verið jafnframt staðr

Íslenski boltinn

Pearce: Reynslan sem fæst í U-21 landsliðinu vanmetin

„Ég er 100 prósent klár á því að það sú reynsla sem leikmenn öðlast með því að spila með U-21 landsliðinu sé vanmetin," sagði Pearce á blaðamannafundi enska U-21 landsliðsins á Laugardalsvellinum í gær. U-21 lið Íslands og Englands mætast klukkan 18.45 í kvöld.

Íslenski boltinn

Andri Berg: Leikurinn gegn Fram vakti okkur

"Mér fannst við vera sterkari aðilinn, við vorum bara ekki að nýta dauðafæri í fyrri hálfleik,“ sagði Andri Berg Haraldsson, leikmaður FH, eftir nauman sigur liðsins á Val í kvöld 29-27.

Handbolti