Sport

Leikmenn Aston Villa í herþjálfun

Það er mikið lagt upp úr því í herbúðum Aston Villa að leikmenn liðsins séu í formi. Því fengu leikmenn að kennast þegar hermenn tóku leikmenn liðsins í almennilega Boot Camp-æfingu.

Enski boltinn

Arshavin hótar að yfirgefa Arsenal

Þó svo Rússinn Andrei Arshavin hafi viðurkennt að spilamennskan sé ekki upp á það besta hjá sér þá er hann samt ósáttur við að vera á bekknum. Rússinn hefur hótað því að yfirgefa Arsenal ef hann verður áfram límdur á bekknum.

Enski boltinn

Valur Fannar til Hauka

Valur Fannar Gíslason hefur ákveðið að ganga til liðs við Hauka í 1. deildinni. Þá staðfesti félagið í dag að Magnús Páll Gunnarsson muni leika með liðinu næsta sumar.

Íslenski boltinn

Þorgerður Anna aftur inn í landsliðið - HM-æfingahópurinn valinn

Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna hefur valið 21 leikmann til undirbúnings fyrir HM í handbolta í Brasilíu sem fram fer nú í desember. Spilaðir verða tveir æfingaleikir við landslið Tékka 25. og 26. nóvember í Vodafone höllinni. Eftir þá leikir verða valdir þeir 16 leikmenn sem fara til Brasilíu.

Handbolti

Tevez stakk af til Argentínu í leyfisleysi

Carlos Tevez á von á frekari sektum frá Manchester City eftir að hann stakk af til Argentínu í leyfisleysi. Tevez flaug til Argentínu í gær eftir að hafa ákveðið að sætta sig við sekt upp á tveggja vikna laun fyrir að neita að hita upp í Meistaradeildarleik í München.

Enski boltinn