Sport Tindastóll aftur á sigurbraut | öll úrslit kvöldsins Tindastóll vann í kvöld sigur á Njarðvík á útivelli, 85-93 en það er fimmti sigur liðsins í síðustu sex leikjum sínum. Þór og Keflavík unnu einnig sína leiki í kvöld. Körfubolti 12.1.2012 20:52 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-Grindavík 67-75 Grindvíkingar hristu af sér bikartapið gegn KR í Garðabænum í kvöld. Þeir unnu þá öruggan sigur á Stjörnunni, 67-75, en Stjörnumenn eru ekki að leika vel þessa dagana. Körfubolti 12.1.2012 20:41 Birkir orðaður við Brann Norska sjónvarpsstöðin TV2 greindi frá því í dag að landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason sé mögulega á leið til Brann. Umboðsmaður hans vildi ekkert útiloka. Fótbolti 12.1.2012 19:51 Balic og Vukovic tæpir vegna meiðsla | EM í hættu Þetta verða að teljast fín tíðindi fyrir strákana okkar í íslenska landsliðinu - Króatarnir Ivano Balic og Drago Vukovic eru báðir tæpir fyrir EM í handbolta vegna meiðsla. Handbolti 12.1.2012 19:36 Jewell þvertekur fyrir að vera karlremba Paul Jewell segir að hann hafi ekki verið að gera lítið úr konum þegar hann var í viðtali við fjölmiðla eftir 2-1 tap sinna manna í Ipswich fyrir Birmingham á dögunum. Enski boltinn 12.1.2012 19:30 Blackburn hafnaði tveimur tilboðum í Samba Steve Kean, stjóri Blackburn, hefur staðfest að félagið hafi hafnað tveimur tilboðum sem bárust í varnarmanninn Chris Samba um helgina. Enski boltinn 12.1.2012 18:45 Svíar líka með sitt Snorra-mál Sænsku landsliðsþjálfararnir hafa verið að glíma við sama vandamál og Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins. Aðalleikstjórnendur beggja þjóða hafa ekki geta tekið þátt í undirbúningnum fyrir EM í Serbíu þar sem að konur þeirra voru að eignast barn. Handbolti 12.1.2012 18:00 Samningar tókust ekki á milli City og Milan Samkvæmt enskum fjölmiðlum báru viðræður AC Milan og Manchester City um kaup fyrrnefnda félagsins á Carlos Tevez ekki tilætlaðan árangur. Enski boltinn 12.1.2012 17:31 QPR vill fá Alex Samkvæmt heimildum Sky Sports þá hefur QPR, lið Heiðars Helgusonar, gert Chelsea tilboð í brasilíska varnarmanninn Alex. Enski boltinn 12.1.2012 17:15 Moratti: Inter búið að missa af Tevez Massimo Moratti, forseti ítalska úrvalsdeildarfélagsins Inter, segir að félagið sé búið að missa Carlos Tevez úr greipunum en hann vilji frekar ganga til liðs við erkifjendurna í AC Milan. Enski boltinn 12.1.2012 16:45 Gerrard búinn að framlengja samning sinn við Liverpool Steven Gerrard hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Liverpool en það var tilkynnt á heimasíðu félagsins í dag. Enski boltinn 12.1.2012 16:22 Liðsfélagi Rúriks hjá OB fær 428 milljóna tilboð frá Kína Peter Utaka, liðsfélagi Rúriks Gíslasonar hjá danska félaginu Odense Boldklub er væntanlega að förum frá félaginu enda búinn að fá mjög freistandi tilboð frá Kína. Danskir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að OB sé búið búið að samþykkja tilboð kínverska liðsins. Fótbolti 12.1.2012 15:45 Lagerbäck fór yfir málin með þjálfurum í efstu tveimur deildunum Lars Lagerbäck, nýr landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hefur hafið störf og 30 manna úrtakshópur æfir nú undir hans stjórn fram á laugardag. KSÍ segir frá því í dag að Lars Lagerbäck hafi í gær fundað með þjálfurum og aðstoðarþjálfurum í efstu tveimur deildum karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 12.1.2012 15:00 Kakuta lánaður til Dijon Chelsea er búið að lána vængmanninn Gael Kakuta til franska liðsins Dijon út þessa leiktíð. Enski boltinn 12.1.2012 14:15 Toppliðin mætast í kvöld í Ásgarði | fjórir leikir á dagskrá Fjórir leikir fara fram í Iceland Express deild karla í kvöld í körfuknattleik. Tvö efstu lið deildarinnar mætast í Ásgarði í Garðabæ þar sem Stjarnan tekur á móti toppliði Grindavíkur. Stjarnan er með 16 stig, tveimur stigum á eftir Grindavík þegar 10 umferðum er lokið. Körfubolti 12.1.2012 13:30 Jesper Nielsen vill selja Rhein Neckar Löwen Eigandi danska handboltaliðsins AG frá Kaupmannahöfn, Jesper "Kasi" Nielsen, segir í viðtali við danska dagblaðið Jyllands-Posten að hann ætli að selja þýska handboltaliðið Rhein-Neckar Löwen. Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins er þjálfari Löwen og Róbert Gunnarsson landsliðsmaður er leikmaður hjá þýska liðinu. Handbolti 12.1.2012 12:45 Sportveiðiblaðið komið út Sportveiðiblaðið er komið út. Að þessu sinni er blaðið stútfullt af efni eða 146 blaðsíður, allt frá veiðistaðalýsingum til viðtala við hina ýmsu skot- og stangaveiðimenn. Veiði 12.1.2012 12:43 Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Starir ehf er nýr leigutaki veiðiréttar Þverár og Kjarrár í Borgarfirði. Samningur þess efnis var undirritaður í eftirmiðdaginn. Veiði 12.1.2012 12:41 Knattspyrnumaður rekinn fyrir vafasama Twitterfærslu Lee Steele er nafn sem fáir könnuðust við en hann hefur vakið athygli á Englandi og víðar eftir að hann var rekinn frá knattspyrnuliðinu Oxford City sem leikur í ensku 2. deildinni sem áður var 4. deild. Enski boltinn 12.1.2012 12:15 Snorri Steinn kemur ekki í leikinn gegn Finnum | óvissa með EM Snorri Steinn Guðjónsson, handknattleiksmaður úr danska meistaraliðinu AG í Kaupmannahöfn, kemur ekki til með að leika æfingaleikinn gegn Finnum á föstudagskvöld með íslenska landsliðinu. Óvissa ríkir með þátttöku Snorra á Evrópumeistaramótinu í Serbíu en Snorri og sambýliskona hans eignuðust sitt annað barn um s.l. helgi. Handbolti 12.1.2012 11:15 Redknapp trúir því að Tottenham geti unnið deildina Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að leikmenn liðsins trúi því að liðið geti unnið ensku úrvalsdeildina. Tottenham er með 45 stig í þriðja sæti deildarinnar eftir 2-0 sigur gegn Everton í gær en liðið er með 45 stig, jafnmörg stig og Englandsmeistaralið Manchester United sem er í öðru sæti. Manchester City er efst með 48 stig þegar 20 umferðir eru búnar. Enski boltinn 12.1.2012 10:45 Robbie Keane samdi við Aston Villa Robbie Keane, hefur komist að samkomulagi við enska úrvalsdeildarliði Aston Villa. Írski framherjinn leika sem lánsmaður með Birminghamliðinu fram til 25. febrúar en Keane er samningsbundinn bandaríska meistaraliðinu LA Galaxy. Aðeins á eftir að fá formlega staðfestingu á félagaskiptunum hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA. Enski boltinn 12.1.2012 10:41 Mancini og Gerrard rifust harkalega Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City reifst harkalega við Steven Gerrard fyrirliða Liverpool í gær. Gerrard skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum deildabikarkeppninnar en síðari leikurinn fer fram á Anfield heimavelli Liverpool. Enski boltinn 12.1.2012 10:15 EM í Serbíu í beinni á Youtube Góðar fréttir fyrir Íslendinga erlendis sem vilja fylgjast með íslenska handboltalandsliðinu á EM í Serbíu. Leikir keppninnar verða allir sýndir í beinni útsendingu á YouTube en aðeins í ákveðnum löndum. Handbolti 12.1.2012 09:45 NBA: Kobe Bryant skoraði 40 stig | Miami tapaði á ný Að venju var mikið um að vera í NBA deildinni í körfubolta í nótt en 11 leikir fóru fram. Kobe Bryant leikmaður LA Lakers er í miklu stuði þessa dagana en hann skoraði 40 stig í 90-87 sigri liðsins í framlengdum leik gegn Utah. Þetta er fyrsti tapleikur Utah á heimavelli í vetur. Bryant skoraði 48 stig í síðasta leik Lakers og alls hefur hann skorað 40 stig eða meira í 109 leikjum. Körfubolti 12.1.2012 09:00 Verður afar erfið ákvörðun Snorri Steinn Guðjónsson á bókað flugfar heim til Íslands í dag en óvíst er hvort hann verði með um borð. Hann þarf að velja á milli þess að vera konu sinni og nýfæddri dóttur innan handar eða missa af stórmóti með íslenska landsliðinu. Handbolti 12.1.2012 08:00 Einar um Sijan: Þetta er bara brandari Serbneski handboltamarkvörðurinn Dane Sijan hélt því fram í viðtali við TV2 í Danmörku um helgina að Ísland hefði reynt að kaupa sig fyrir 2-3 árum. Handbolti 12.1.2012 07:00 Vitum ekki hvort að hann geti harkað af sér Stjarnan verður enn á ný án Jovans Zdravevski þegar liðið mætir Grindavík í toppslag Iceland Express-deildar karla í kvöld. Jovan hefur verið einn allra besti leikmaður Stjörnuliðsins undanfarin tímabil en hann hefur nánast ekkert verið með í vetur vegna meiðsla. Körfubolti 12.1.2012 06:00 Einn af kokkum Rios með fullan skáp af kannabisi Rio Ferdinand er búinn að reka einn af kokkunum sínum á hinum vinsæla veitingastað, Rosso. Rio hafði góða ástæðu til en hinn 55 ára kokkur var með fataskápinn sinn fullan af kannabis. Enski boltinn 11.1.2012 23:30 Íþróttastjóri Bayern: Eigendur Man. City og Chelsea eins og börn Christian Nerlinger, íþróttastjóri Bayern Munchen, er alls ekki hrifinn af eigendum Man. City og Chelsea sem hann líkir við börn. Fótbolti 11.1.2012 22:45 « ‹ ›
Tindastóll aftur á sigurbraut | öll úrslit kvöldsins Tindastóll vann í kvöld sigur á Njarðvík á útivelli, 85-93 en það er fimmti sigur liðsins í síðustu sex leikjum sínum. Þór og Keflavík unnu einnig sína leiki í kvöld. Körfubolti 12.1.2012 20:52
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-Grindavík 67-75 Grindvíkingar hristu af sér bikartapið gegn KR í Garðabænum í kvöld. Þeir unnu þá öruggan sigur á Stjörnunni, 67-75, en Stjörnumenn eru ekki að leika vel þessa dagana. Körfubolti 12.1.2012 20:41
Birkir orðaður við Brann Norska sjónvarpsstöðin TV2 greindi frá því í dag að landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason sé mögulega á leið til Brann. Umboðsmaður hans vildi ekkert útiloka. Fótbolti 12.1.2012 19:51
Balic og Vukovic tæpir vegna meiðsla | EM í hættu Þetta verða að teljast fín tíðindi fyrir strákana okkar í íslenska landsliðinu - Króatarnir Ivano Balic og Drago Vukovic eru báðir tæpir fyrir EM í handbolta vegna meiðsla. Handbolti 12.1.2012 19:36
Jewell þvertekur fyrir að vera karlremba Paul Jewell segir að hann hafi ekki verið að gera lítið úr konum þegar hann var í viðtali við fjölmiðla eftir 2-1 tap sinna manna í Ipswich fyrir Birmingham á dögunum. Enski boltinn 12.1.2012 19:30
Blackburn hafnaði tveimur tilboðum í Samba Steve Kean, stjóri Blackburn, hefur staðfest að félagið hafi hafnað tveimur tilboðum sem bárust í varnarmanninn Chris Samba um helgina. Enski boltinn 12.1.2012 18:45
Svíar líka með sitt Snorra-mál Sænsku landsliðsþjálfararnir hafa verið að glíma við sama vandamál og Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins. Aðalleikstjórnendur beggja þjóða hafa ekki geta tekið þátt í undirbúningnum fyrir EM í Serbíu þar sem að konur þeirra voru að eignast barn. Handbolti 12.1.2012 18:00
Samningar tókust ekki á milli City og Milan Samkvæmt enskum fjölmiðlum báru viðræður AC Milan og Manchester City um kaup fyrrnefnda félagsins á Carlos Tevez ekki tilætlaðan árangur. Enski boltinn 12.1.2012 17:31
QPR vill fá Alex Samkvæmt heimildum Sky Sports þá hefur QPR, lið Heiðars Helgusonar, gert Chelsea tilboð í brasilíska varnarmanninn Alex. Enski boltinn 12.1.2012 17:15
Moratti: Inter búið að missa af Tevez Massimo Moratti, forseti ítalska úrvalsdeildarfélagsins Inter, segir að félagið sé búið að missa Carlos Tevez úr greipunum en hann vilji frekar ganga til liðs við erkifjendurna í AC Milan. Enski boltinn 12.1.2012 16:45
Gerrard búinn að framlengja samning sinn við Liverpool Steven Gerrard hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Liverpool en það var tilkynnt á heimasíðu félagsins í dag. Enski boltinn 12.1.2012 16:22
Liðsfélagi Rúriks hjá OB fær 428 milljóna tilboð frá Kína Peter Utaka, liðsfélagi Rúriks Gíslasonar hjá danska félaginu Odense Boldklub er væntanlega að förum frá félaginu enda búinn að fá mjög freistandi tilboð frá Kína. Danskir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að OB sé búið búið að samþykkja tilboð kínverska liðsins. Fótbolti 12.1.2012 15:45
Lagerbäck fór yfir málin með þjálfurum í efstu tveimur deildunum Lars Lagerbäck, nýr landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hefur hafið störf og 30 manna úrtakshópur æfir nú undir hans stjórn fram á laugardag. KSÍ segir frá því í dag að Lars Lagerbäck hafi í gær fundað með þjálfurum og aðstoðarþjálfurum í efstu tveimur deildum karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 12.1.2012 15:00
Kakuta lánaður til Dijon Chelsea er búið að lána vængmanninn Gael Kakuta til franska liðsins Dijon út þessa leiktíð. Enski boltinn 12.1.2012 14:15
Toppliðin mætast í kvöld í Ásgarði | fjórir leikir á dagskrá Fjórir leikir fara fram í Iceland Express deild karla í kvöld í körfuknattleik. Tvö efstu lið deildarinnar mætast í Ásgarði í Garðabæ þar sem Stjarnan tekur á móti toppliði Grindavíkur. Stjarnan er með 16 stig, tveimur stigum á eftir Grindavík þegar 10 umferðum er lokið. Körfubolti 12.1.2012 13:30
Jesper Nielsen vill selja Rhein Neckar Löwen Eigandi danska handboltaliðsins AG frá Kaupmannahöfn, Jesper "Kasi" Nielsen, segir í viðtali við danska dagblaðið Jyllands-Posten að hann ætli að selja þýska handboltaliðið Rhein-Neckar Löwen. Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins er þjálfari Löwen og Róbert Gunnarsson landsliðsmaður er leikmaður hjá þýska liðinu. Handbolti 12.1.2012 12:45
Sportveiðiblaðið komið út Sportveiðiblaðið er komið út. Að þessu sinni er blaðið stútfullt af efni eða 146 blaðsíður, allt frá veiðistaðalýsingum til viðtala við hina ýmsu skot- og stangaveiðimenn. Veiði 12.1.2012 12:43
Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Starir ehf er nýr leigutaki veiðiréttar Þverár og Kjarrár í Borgarfirði. Samningur þess efnis var undirritaður í eftirmiðdaginn. Veiði 12.1.2012 12:41
Knattspyrnumaður rekinn fyrir vafasama Twitterfærslu Lee Steele er nafn sem fáir könnuðust við en hann hefur vakið athygli á Englandi og víðar eftir að hann var rekinn frá knattspyrnuliðinu Oxford City sem leikur í ensku 2. deildinni sem áður var 4. deild. Enski boltinn 12.1.2012 12:15
Snorri Steinn kemur ekki í leikinn gegn Finnum | óvissa með EM Snorri Steinn Guðjónsson, handknattleiksmaður úr danska meistaraliðinu AG í Kaupmannahöfn, kemur ekki til með að leika æfingaleikinn gegn Finnum á föstudagskvöld með íslenska landsliðinu. Óvissa ríkir með þátttöku Snorra á Evrópumeistaramótinu í Serbíu en Snorri og sambýliskona hans eignuðust sitt annað barn um s.l. helgi. Handbolti 12.1.2012 11:15
Redknapp trúir því að Tottenham geti unnið deildina Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að leikmenn liðsins trúi því að liðið geti unnið ensku úrvalsdeildina. Tottenham er með 45 stig í þriðja sæti deildarinnar eftir 2-0 sigur gegn Everton í gær en liðið er með 45 stig, jafnmörg stig og Englandsmeistaralið Manchester United sem er í öðru sæti. Manchester City er efst með 48 stig þegar 20 umferðir eru búnar. Enski boltinn 12.1.2012 10:45
Robbie Keane samdi við Aston Villa Robbie Keane, hefur komist að samkomulagi við enska úrvalsdeildarliði Aston Villa. Írski framherjinn leika sem lánsmaður með Birminghamliðinu fram til 25. febrúar en Keane er samningsbundinn bandaríska meistaraliðinu LA Galaxy. Aðeins á eftir að fá formlega staðfestingu á félagaskiptunum hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA. Enski boltinn 12.1.2012 10:41
Mancini og Gerrard rifust harkalega Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City reifst harkalega við Steven Gerrard fyrirliða Liverpool í gær. Gerrard skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum deildabikarkeppninnar en síðari leikurinn fer fram á Anfield heimavelli Liverpool. Enski boltinn 12.1.2012 10:15
EM í Serbíu í beinni á Youtube Góðar fréttir fyrir Íslendinga erlendis sem vilja fylgjast með íslenska handboltalandsliðinu á EM í Serbíu. Leikir keppninnar verða allir sýndir í beinni útsendingu á YouTube en aðeins í ákveðnum löndum. Handbolti 12.1.2012 09:45
NBA: Kobe Bryant skoraði 40 stig | Miami tapaði á ný Að venju var mikið um að vera í NBA deildinni í körfubolta í nótt en 11 leikir fóru fram. Kobe Bryant leikmaður LA Lakers er í miklu stuði þessa dagana en hann skoraði 40 stig í 90-87 sigri liðsins í framlengdum leik gegn Utah. Þetta er fyrsti tapleikur Utah á heimavelli í vetur. Bryant skoraði 48 stig í síðasta leik Lakers og alls hefur hann skorað 40 stig eða meira í 109 leikjum. Körfubolti 12.1.2012 09:00
Verður afar erfið ákvörðun Snorri Steinn Guðjónsson á bókað flugfar heim til Íslands í dag en óvíst er hvort hann verði með um borð. Hann þarf að velja á milli þess að vera konu sinni og nýfæddri dóttur innan handar eða missa af stórmóti með íslenska landsliðinu. Handbolti 12.1.2012 08:00
Einar um Sijan: Þetta er bara brandari Serbneski handboltamarkvörðurinn Dane Sijan hélt því fram í viðtali við TV2 í Danmörku um helgina að Ísland hefði reynt að kaupa sig fyrir 2-3 árum. Handbolti 12.1.2012 07:00
Vitum ekki hvort að hann geti harkað af sér Stjarnan verður enn á ný án Jovans Zdravevski þegar liðið mætir Grindavík í toppslag Iceland Express-deildar karla í kvöld. Jovan hefur verið einn allra besti leikmaður Stjörnuliðsins undanfarin tímabil en hann hefur nánast ekkert verið með í vetur vegna meiðsla. Körfubolti 12.1.2012 06:00
Einn af kokkum Rios með fullan skáp af kannabisi Rio Ferdinand er búinn að reka einn af kokkunum sínum á hinum vinsæla veitingastað, Rosso. Rio hafði góða ástæðu til en hinn 55 ára kokkur var með fataskápinn sinn fullan af kannabis. Enski boltinn 11.1.2012 23:30
Íþróttastjóri Bayern: Eigendur Man. City og Chelsea eins og börn Christian Nerlinger, íþróttastjóri Bayern Munchen, er alls ekki hrifinn af eigendum Man. City og Chelsea sem hann líkir við börn. Fótbolti 11.1.2012 22:45