Sport

Birkir orðaður við Brann

Norska sjónvarpsstöðin TV2 greindi frá því í dag að landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason sé mögulega á leið til Brann. Umboðsmaður hans vildi ekkert útiloka.

Fótbolti

Svíar líka með sitt Snorra-mál

Sænsku landsliðsþjálfararnir hafa verið að glíma við sama vandamál og Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins. Aðalleikstjórnendur beggja þjóða hafa ekki geta tekið þátt í undirbúningnum fyrir EM í Serbíu þar sem að konur þeirra voru að eignast barn.

Handbolti

QPR vill fá Alex

Samkvæmt heimildum Sky Sports þá hefur QPR, lið Heiðars Helgusonar, gert Chelsea tilboð í brasilíska varnarmanninn Alex.

Enski boltinn

Liðsfélagi Rúriks hjá OB fær 428 milljóna tilboð frá Kína

Peter Utaka, liðsfélagi Rúriks Gíslasonar hjá danska félaginu Odense Boldklub er væntanlega að förum frá félaginu enda búinn að fá mjög freistandi tilboð frá Kína. Danskir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að OB sé búið búið að samþykkja tilboð kínverska liðsins.

Fótbolti

Jesper Nielsen vill selja Rhein Neckar Löwen

Eigandi danska handboltaliðsins AG frá Kaupmannahöfn, Jesper "Kasi" Nielsen, segir í viðtali við danska dagblaðið Jyllands-Posten að hann ætli að selja þýska handboltaliðið Rhein-Neckar Löwen. Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins er þjálfari Löwen og Róbert Gunnarsson landsliðsmaður er leikmaður hjá þýska liðinu.

Handbolti

Sportveiðiblaðið komið út

Sportveiðiblaðið er komið út. Að þessu sinni er blaðið stútfullt af efni eða 146 blaðsíður, allt frá veiðistaðalýsingum til viðtala við hina ýmsu skot- og stangaveiðimenn.

Veiði

Snorri Steinn kemur ekki í leikinn gegn Finnum | óvissa með EM

Snorri Steinn Guðjónsson, handknattleiksmaður úr danska meistaraliðinu AG í Kaupmannahöfn, kemur ekki til með að leika æfingaleikinn gegn Finnum á föstudagskvöld með íslenska landsliðinu. Óvissa ríkir með þátttöku Snorra á Evrópumeistaramótinu í Serbíu en Snorri og sambýliskona hans eignuðust sitt annað barn um s.l. helgi.

Handbolti

Redknapp trúir því að Tottenham geti unnið deildina

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að leikmenn liðsins trúi því að liðið geti unnið ensku úrvalsdeildina. Tottenham er með 45 stig í þriðja sæti deildarinnar eftir 2-0 sigur gegn Everton í gær en liðið er með 45 stig, jafnmörg stig og Englandsmeistaralið Manchester United sem er í öðru sæti. Manchester City er efst með 48 stig þegar 20 umferðir eru búnar.

Enski boltinn

Robbie Keane samdi við Aston Villa

Robbie Keane, hefur komist að samkomulagi við enska úrvalsdeildarliði Aston Villa. Írski framherjinn leika sem lánsmaður með Birminghamliðinu fram til 25. febrúar en Keane er samningsbundinn bandaríska meistaraliðinu LA Galaxy. Aðeins á eftir að fá formlega staðfestingu á félagaskiptunum hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA.

Enski boltinn

Mancini og Gerrard rifust harkalega

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City reifst harkalega við Steven Gerrard fyrirliða Liverpool í gær. Gerrard skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum deildabikarkeppninnar en síðari leikurinn fer fram á Anfield heimavelli Liverpool.

Enski boltinn

EM í Serbíu í beinni á Youtube

Góðar fréttir fyrir Íslendinga erlendis sem vilja fylgjast með íslenska handboltalandsliðinu á EM í Serbíu. Leikir keppninnar verða allir sýndir í beinni útsendingu á YouTube en aðeins í ákveðnum löndum.

Handbolti

NBA: Kobe Bryant skoraði 40 stig | Miami tapaði á ný

Að venju var mikið um að vera í NBA deildinni í körfubolta í nótt en 11 leikir fóru fram. Kobe Bryant leikmaður LA Lakers er í miklu stuði þessa dagana en hann skoraði 40 stig í 90-87 sigri liðsins í framlengdum leik gegn Utah. Þetta er fyrsti tapleikur Utah á heimavelli í vetur. Bryant skoraði 48 stig í síðasta leik Lakers og alls hefur hann skorað 40 stig eða meira í 109 leikjum.

Körfubolti

Verður afar erfið ákvörðun

Snorri Steinn Guðjónsson á bókað flugfar heim til Íslands í dag en óvíst er hvort hann verði með um borð. Hann þarf að velja á milli þess að vera konu sinni og nýfæddri dóttur innan handar eða missa af stórmóti með íslenska landsliðinu.

Handbolti

Vitum ekki hvort að hann geti harkað af sér

Stjarnan verður enn á ný án Jovans Zdravevski þegar liðið mætir Grindavík í toppslag Iceland Express-deildar karla í kvöld. Jovan hefur verið einn allra besti leikmaður Stjörnuliðsins undanfarin tímabil en hann hefur nánast ekkert verið með í vetur vegna meiðsla.

Körfubolti