Handbolti

EM í Serbíu í beinni á Youtube

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Pjetur
Góðar fréttir fyrir Íslendinga erlendis sem vilja fylgjast með íslenska handboltalandsliðinu á EM í Serbíu. Leikir keppninnar verða allir sýndir í beinni útsendingu á YouTube en aðeins í ákveðnum löndum.

Þetta var tilkynnt á heimasíðu Evrópska handknattleikssambandsins í gær. Beinu útsendingarnar verða ekki í boði í þeim löndum þar sem sjónvarpsréttur hefur verið seldur. Þetta á því við Ísland, Norðurlöndin, Þýskaland og fleiri lönd. Heildarlista má sjá hér neðst í fréttinni.

Leikirnir verða þó aðgengilegir fyrir alla að þeim loknum og verður í boði að horfa á upptökur af þeim sem og samantektarmyndband í lok hvers dags. Þá mun Adolf Ingi Erlingsson, fréttamaður Rúv, flytja fréttir á Youtube-síðu EHF líkt og hann gerði á EM kvenna í Danmörku árið 2010.

Hérna má lesa frétt á heimasíðu EHF og hér er Youtube-síða EHF.

Beinar útsendingar verða ekki í þessum löndum: Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Þýskaland, Frakkland, Hvíta-Rússland, Rússland, Ísrael, Króatía, Ísland, Slóvakía, Búlgaría, Tékkland, Rúmenía og Spánn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×