Sport

Pólverjar fóru illa með Slóvaka

Pólland er komið á blað í A-riðli eftir að hafa tapað fyrir heimamönnum í Serbíu á sunnudaginn á EM í handbolta. Pólverjar gerðu sér lítið fyrir í dag og unnu lið Slóvakíu með sautján marka mun.

Handbolti

Brasilíumaðurinn Henrique á leið til QPR

Heiðar Helguson fær aukna samkeppni í framlínu QPR á næstunni en enska félagið hefur komist að samkomulagi við Sao Paulo í Brasilíu um félagaskipti framherjans Henrique. Óvíst er hvort Henrique komi til liðsins á láni eða verði keyptur til félagsins.

Enski boltinn

FIFA rekur á eftir Brasilíu vegna HM 2014

Forsvarsmenn Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, eru ósáttir með hve langan tíma tekur að samþykkja HM-frumvarpið svonefnda úr smiðju FIFA í brasilíska þinginu. Meðal þess sem Brasilíumennirnir eru ósáttir við er að leyfa áfengissölu á leikjum keppninnar auk þess sem fólk eldra en 65 ára fær ekki ódýrari miða á leiki keppninnar samkvæmt reglunum.

Fótbolti

Henry biðst afsökunar á óvönduðu orðavali

Thierry Henry, sóknarmaður Arsenal, hefur beðist afsökunar á að blóta stuðningsmanni að loknu 3-2 tapi gegn Swansea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Henry, sem gekk til liðs við Arsenal á tveggja mánaða lánssamningi fyrr í mánuðinum, viðurkenndi að hafa misst stjórn á skapi sínu þegar stuðningsmaður móðgaði hann.

Enski boltinn

Erfitt hjá Tinnu á Spáni

Tinna Jóhannsdóttir, kylfingur úr GK, er meðal neðstu keppenda í lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi eftir fyrstu þrjá keppnishringina.

Golf

Mikil hækkun í Skjálfandafljóti

Fréttir berast norðan heiða um að útboð á veiðirétti í A-deild Skjálfandafljóts sé yfirstaðið. Tilboð barst frá óstofnuðu félagi sem hækkar leigugreiðsluna um rúmlega 100%.

Veiði

Blatter: Platini yrði flottur forseti FIFA

Svisslendingurinn Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins. segir að Michel Platini yrði góður kostur sem eftirmaður sinn þegar hann lætur af embætti árið 2015. Platini gegnir nú stöðu forseta UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu.

Fótbolti

Lackovic: Við spiluðum illa

Skyttan Blaženko Lackovic reyndist íslenska liðinu erfiður í gær en hann segir að þrátt fyrir sigur hafi Króatía ekki spilað vel í gær.

Handbolti

Króatarnir enn ósigraðir - myndir

Íslenska handboltalandsliðið tapaði 29-31 á móti Króatíu í fyrsta leik sínum á EM í Serbíu. Íslenska liðið átti fínan leik en gaf eftir á lokakaflanum og Króatar tryggðu sér sigur þrátt fyrir að vera aðeins yfir í 5 mínútur og 11 sekúndur í leiknum.

Handbolti

Endurtekið efni gegn Króötum

Þrátt fyrir að hafa leitt nánast allan leikinn gegn Króatíu urðu strákarnir okkar að sætta sig við tap, 31-29. Leikur íslenska liðsins lofar þó góðu fyrir framhaldið en Ísland mætir Noregi í næsta leik á morgun.

Handbolti

Maradona skorinn upp vegna nýrnasteina

Diego Maradona hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Dubai eftir að hafa verið skorinn upp vegna nýrnasteina. Í yfirlýsingu frá Al Wasl, félaginu sem Maradona stýrir, kemur fram að hann hafi fengið að yfirgefa sjúkrahúsið og safna kröftum á heimili sínu.

Fótbolti

Yao Ming kominn á kaf í stjórnmálin í Kína

Körfuboltaferillinn hjá kínverska miðherjanum Yao Ming er á enda en stjórnmálferill þessa vinsælasta íþróttamanns Kínverja er rétt að byrja. Yao Ming varð að leggja skóna á hilluna í júlí vegna þráðlátra meiðsla en hann er aðeins 31 árs gamall.

Körfubolti