Fótbolti

Giggs og Beckham vilja spila á Ólympíuleikunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ryan Giggs og David Beckham eru meðal þeirra leikmanna sem hafa staðfest við enska knattspyrnusambandið að þeir hafi áhuga á að spila á Ólympíuleikunum í Lundúnum á næsta ári.

Alls var haft samband við 191 leikmann til að kanna áhuga þeirra á Ólympíuleikunum. Aðeins sjö gáfu skýrt afsvar.

Knattspyrna á Ólympíuleikunum er fyrir landslið skipuð leikmönnum 23 ára og yngri en hverju liði er þó heimilt að velja þrjá eldri leikmenn.

Giggs kemur frá Wales en mikil andstaða hefur ríkt þar, sem og í Skotlandi og Norður-Írlandi, um að tefla fram sameiginlegu liði Bretlands á Ólympíuleikunum. Finnst forráðamönnum knattspyrnusambanda þeirra landa það ógna sjálfstæði þeirra - þó svo að bæði FIFA og UEFA hafi fullvissað þá um annað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×