Aron: Dæmigerður leikur fyrir Króatana Henry Birgir Gunnarsson í Vrsac skrifar 17. janúar 2012 08:00 Aron Pálmarsson Skoraði 5 mörk á móti Króatíu í gær en þurfti til þess 14 skot. Mynd/Vilhelm Aron Pálmarsson tók mikið af skarið í sóknarleik Íslands á móti Króatíu í gær en skotin gengu ekki nógu vel hjá honum. Hann var súr í leikslok eftir naumt tap. „Þetta er svona dæmigerður leikur fyrir Króatana. Við erum að berjast í þeim í 55 mínútur og erum yfir nánast allan leikinn. Svo ákveða þeir að setja í fimmta gírinn og klára þetta í lokin," sagði Aron Pálmarsson eftir leikinn. „Hann setti reyndar í lás í markinu hjá þeim en það var ekki eins og þetta væru einhverjar frábærar markvörslur því við skutum bara illa og hann var að lesa okkur vel. Hann kláraði eiginlega leikinn fyrir þá á síðustu fimm mínútunum," sagði Aron um markvörðinn öfluga Mirko Alilovic. En fóru íslensku strákarnir á taugum á lokakaflanum? „Ef ég tala út frá sjálfum mér þá var ég sallarólegur. Hann var því miður að lesa okkur mjög vel. Hann ákvað að giska á réttu hornin á síðustu fimm mínútunum en svo telur það líka að við vorum mikið einum manni færri auk þess að við spiluðum ekki heldur nægilega vel manni fleiri," sagði Aron. Leikur Íslands í 57 mínútur í þessum leik lofar samt vissulega góðu fyrir framhaldið. „Við vitum alveg hvað við getum og fórum í þennan leik til að vinna hann. Við spiluðum mjög vel bæði í vörn og sókn. Ef við hefðum fengið markvörsluna öflugri þá hefðum við unnið þetta nokkuð þægilega að mínu mati," sagði Aron og hann vill líka fá fleiri hraðaupphlaupsmörk. „Við þurfum að fá hraðaupphlaupin meira inn í þetta. Við ætluðum að vera svolítið hraðaupphlaupslið en ég held að við höfum ekki skorað nógu mikið úr þeim í dag," sagði Aron. En hversu grátlegt var þetta tap eftir góða frammistöðu? „Það þýðir ekki að væla um það að við höfum verið grátlega nálægt þessu. Nú þurfum við bara að einbeita okkur að næstu tveimur leikjum og fá vonandi einhver stig með okkur í milliriðilinn ef við klárum þá," sagði Aron. Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Aron Pálmarsson tók mikið af skarið í sóknarleik Íslands á móti Króatíu í gær en skotin gengu ekki nógu vel hjá honum. Hann var súr í leikslok eftir naumt tap. „Þetta er svona dæmigerður leikur fyrir Króatana. Við erum að berjast í þeim í 55 mínútur og erum yfir nánast allan leikinn. Svo ákveða þeir að setja í fimmta gírinn og klára þetta í lokin," sagði Aron Pálmarsson eftir leikinn. „Hann setti reyndar í lás í markinu hjá þeim en það var ekki eins og þetta væru einhverjar frábærar markvörslur því við skutum bara illa og hann var að lesa okkur vel. Hann kláraði eiginlega leikinn fyrir þá á síðustu fimm mínútunum," sagði Aron um markvörðinn öfluga Mirko Alilovic. En fóru íslensku strákarnir á taugum á lokakaflanum? „Ef ég tala út frá sjálfum mér þá var ég sallarólegur. Hann var því miður að lesa okkur mjög vel. Hann ákvað að giska á réttu hornin á síðustu fimm mínútunum en svo telur það líka að við vorum mikið einum manni færri auk þess að við spiluðum ekki heldur nægilega vel manni fleiri," sagði Aron. Leikur Íslands í 57 mínútur í þessum leik lofar samt vissulega góðu fyrir framhaldið. „Við vitum alveg hvað við getum og fórum í þennan leik til að vinna hann. Við spiluðum mjög vel bæði í vörn og sókn. Ef við hefðum fengið markvörsluna öflugri þá hefðum við unnið þetta nokkuð þægilega að mínu mati," sagði Aron og hann vill líka fá fleiri hraðaupphlaupsmörk. „Við þurfum að fá hraðaupphlaupin meira inn í þetta. Við ætluðum að vera svolítið hraðaupphlaupslið en ég held að við höfum ekki skorað nógu mikið úr þeim í dag," sagði Aron. En hversu grátlegt var þetta tap eftir góða frammistöðu? „Það þýðir ekki að væla um það að við höfum verið grátlega nálægt þessu. Nú þurfum við bara að einbeita okkur að næstu tveimur leikjum og fá vonandi einhver stig með okkur í milliriðilinn ef við klárum þá," sagði Aron.
Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira