Fótbolti

Blatter: Platini yrði flottur forseti FIFA

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nítján ára aldursmunur er á forsetunum.
Nítján ára aldursmunur er á forsetunum. Nordic Photos / Getty Images
Svisslendingurinn Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins. segir að Michel Platini yrði góður kostur sem eftirmaður sinn þegar hann lætur af embætti árið 2015. Platini gegnir nú stöðu forseta UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu.

„Michel Platini er tilbúinn, ef hann vill vera það. Hann segist ekki vera viss en innst inni veit ég að hann vill embættið," sagði Blatter við tímaritið France Football.

Svisslendingurinn sem er á 75 aldursári hefur tröllatrú á Frakkanum.

„Auðvitað yrði hann góður forseti. Hann verður öðruvísi forseti en ég enda eru allir ólíkir en ég tel að hann yrði góður forseti," sagði Blatter sem staðfesti um leið að yfirstandandi kjörtímabil yrði hans síðasta. Hann sagðist ennfremur vilja hjálpa til við að mynda næstu stjórn hjá sambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×