Handbolti

Guðjón Valur sá eini sem spilaði allan leikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur í leiknum í gær.
Guðjón Valur í leiknum í gær. Mynd/Vilhelm
Guðjón Valur Sigurðsson var eini leikmaður íslenska landsliðsins sem spilaði allar 60 mínúturnar í tapleiknum gegn Króatíu í gærkvöldi.

Guðjón Valur var aldrei tekinn af velli en markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hvíldi í aðeins tólf sekúndur. Hreiðar Levý Guðmundsson fór þá í markið í einu vítakasti.

Hinn hornamaður íslenska liðsins, Þórir Ólafsson, kom svo næstur með tæpar 52 mínútur en þar á eftir komu Aron Pálmarsson, Arnór Atlason og Alexander Petersson.

Þessir sex voru í nokkrum sérflokki og spiluðu langmest í íslenska liðinu.

Hér má sjá spiltíma íslensku leikmannanna:

Guðjón Valur Siguðrsson 60:00

Björgvin Páll Gústavsson 59:48

Þórir Ólafsson 51:42

Aron Pálmarsson 46:33

Arnór Atlason 44:52

Alexander Petersson 44:36

Vignir Svavarsson 25:06

Ásgeir Örn Hallgrímsson 23:44

Róbert Gunnarsson 22:23

Sverre Jakobsson 21:28

Ingimundur Ingimundarson 16:02

Kári Kristján Kristjánsson 3:34

Hreiðar Levý Guðmundsson 0:12




Fleiri fréttir

Sjá meira


×