Körfubolti

Pettinella aftur í Grindavík?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Pettinella.
Ryan Pettinella.

Bandaríkjamaðurinn Ryan Pettinella er mögulega aftur á leið til Grindavíkur en hann var valinn besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð.

Magnús Andri Helgason, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, vildi þó ekki staðfesta þetta í samtali við Vísi en sagði þó að ýmsir möguleikar væru í skoðun.

Pettinella er öflugur miðherji sem er með tvöfalt ríkisfang en hvert lið má vera með tvo Bandaríkjamenn. Fyrir hjá Grindavík eru þeir J'Nathan Bullock og Giordan Watson.

Grindavík er í efsta sæti Iceland Express-deildar karla og hefur aðeins tapað einum leik til þessa í deildinni. Liðið féll þó úr leik í 16-liða úrslitum Powerade-bikarkeppninnar á dögunum er Grindvíkingar töpuðu fyrir KR-ingum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.