Sport

Strákarnir mæta sjóðheitu liði Ungverja á sunndaginn

Íslenska handboltalandsliðið komst áfram í milliriðil á EM í handbolta í Serbíu í kvöld þrátt fyrir tap á móti Slóveníu. Króatar og Slóvenar hjálpuðu strákunum upp úr riðlinum, Króatar með því að vinna Norðmenn í lokaleik riðilsins og Slóvenar með því að gefa íslenska liðinu tvö mörk í lok leik liðanna í dag sem Slóvenar unnu 34-32.

Handbolti

Gríðarleg vonbrigði gegn Slóveníu - myndir

Strákarnir okkar sýndu allt annað en sparihliðarnar gegn Slóveníu í kvöld. Þeir voru algjörlega heillum horfnir og töpuðu með tveimur mörkum, 32-34. Þeir halda því stigalausir í milliriðilinn í Novi Sad.

Handbolti

Kári: Hefðum getað nýtt færin okkar betur

"Þeir vinna okkur einn á einn í sóknarleiknum allan leikinn. Zorman dregur í sig mann og opnar fyrir hina. Boltinn endar svo oft niður í vinstra horni þar sem nýtingin hjá þeim er frábær í dag," sagði línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson sem átti fína innkomu í íslenska liðið í dag en því miður dugði það ekki til.

Handbolti

Íslenska liðið lék sama leik og Slóvenar á HM 2007

Íslenska handboltalandsliðið lék sama leik og Slóvenar gerðu í kvöld þegar strákarnir okkar mættu Frökkum í lokaleik riðlakeppninni á HM í Þýskalandi 2007. Slóvenar gáfu íslenska liðinu tvö mörk í lokin til þess að sjá til þess að þeir tækju stigin úr leiknum með sér inn í milliriðlinn.

Handbolti

Spánverjar sendu Rússana heim

Spánn tryggði sér sigur í C-riðli með því að vinna Rússland með þriggja marka mun, 30-27, í lokaleik liðanna í riðlakeppninni á EM í handbolta í Serbíu í dag. Spánverjar töpuðu óvænt stigi á móti Ungverjum í leiknum á undan eftir að hafa unnið Heims- og Evrópumeistara Frakka i fyrsta leik.

Handbolti