Handbolti

Allir leikir Íslands í milliriðlinum byrja klukkan 15.10

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Evrópska handboltasambandið hefur nú birt leikjaniðurröðunina í milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu en íslenska landsliðið tryggði sér sæti í milliriðli í kvöld þrátt fyrir tap á móti Slóvenum.

Það vekur vissa athygli að allir þrír leikir íslenska liðsins í milliriðlinum hefjast klukkan 15.10 að íslenskum tíma og íslensku strákarnir spila því alltaf fyrsta leikinn.

Ísland mætir Ungverjum klukkan 15.10 á sunnudaginn, Spánverjum klukkan 15.10 á þriðjudaginn og loks Frökkum klukkan 15.10 á miðvikudaginn.

Leikirnir í milliriðli tvö

Sunnudagur 22. janúar 2012

15.10 Ungverjaland-Ísland

17.10 Frakkland-Slóvenía

19.10 Spánn-Króatía

Þriðjudagur 24. janúar 2012

15.10 Spánn-Ísland

17.10 Frakkland-Króatía

19.10 Ungverjaland-Slóvenía

Miðvikudagur 25. janúar 2012

15.10 Frakkland-Ísland

17.10 Spánn-Slóvenía

19.10 Ungverjaland-Króatía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×