Handbolti

Guðjón Valur varð markahæsti leikmaður riðlakeppninnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/Vilhelm
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, varð markahæsti leikmaður riðlakeppninnar á EM í Serbíu en Guðjón Valur skoraði 25 mörk í leikjum þremur eða 8,3 mörk að meðaltali í leik.

Guðjón Valur skoraði 9 mörk í tapinu á móti Slóveníu í kvöld en hafði gert átta mörk í fyrstu tveimur leikjunum á móti Króatíu og Noregi. Guðjón Valur hefur aðeins þurft 32 skot til þess að skora þessi 25 mörk og er því með 78 prósent skotnýtingu.

Guðjón Valur skoraði þremur mörkum meira en Norðmaðurinn Erlend Mamelund sem kom honum næstur með 22 mörk. Makedóninn Kiril Lazarov er síðan í þriðja sætinu með 21 mark. Mamelund hefur spilað sinn síðasta leik á EM.

Næstu Íslendingar á listanum eru þeir Aron Pálmarsson og Alexander Petersson sem skoruðu báðir þrettán mörk og eru í 20. til 26. sæti.

Markahæstu leikmenn í riðlakeppninni:

1. Guðjón Valur Sigurðsson, Íslandi 25/12

2. Erlend Mamelund, Noregi 22/3

3. Kiril Lazarov, Makedóníu 21/7

4. Ivan Čupić, Króatíu 20/13

4. Dragan Gajic, Slóveníu 20/8

4. Niclas Ekberg, Svíþjóð 20/8

7. Filip Jícha, Tékklandi 19/3

8. Gábor Császár, Ungverjalandi 17/7

9. Grzegorz Tkaczyk, Póllandi 16/2

9. Momir Ilić, Serbíu 16/7




Fleiri fréttir

Sjá meira


×