Handbolti

Þjálfari Norðmanna: Rétt hjá Slóvenum að gefa Íslendingum mörk

Henry Birgir Gunnarsson í Vrsac skrifar
Robert Hedin, þjálfari Norðmanna.
Robert Hedin, þjálfari Norðmanna. mynd/vilhelm
Norðmenn voru að vonum sárir og svekktir eftir tapið gegn Króatíu í kvöld. Þar sem Slóvenar leyfðu Íslandi að skora undir lok leiksins fer Ísland áfram stigalaust en Noregur þarf að fara heim.

Vísir náði tali af Robert Hedin, þjálfara Noregs, á blaðamannafundinum eftir leikinn og spurði hann að því hvað honum finndist um þetta útspil Slóvena.

"Þeir fengu tækifæri til þess að komast áfram með tvö stig og þeir nýttu sér það. Þetta er kannski ekki mjög heiðarlegt en um þetta snýst leikurinn og ég skil það. Ég tel að það hafi verið rétt hjá þeim að gera þetta," sagði Hedin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×