Sport

Liverpool með Keita í sigtinu

Enska götublaðið The Sun fullyrðir í dag að Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hafi áhuga á að fá miðjumanninn Seydou Keita hjá Barcelona í sínar raðir í sumar.

Enski boltinn

Veðmál og svindl til umfjöllunnar í boltaþættinum á X-inu 977 í dag

Íþróttafréttamennirnir Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson stjórna boltaþættinum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Gestur þáttarins er Magnús Sigurbjörnsson veðmálasérfræðingur Þeir munu ræða um skýrslu sem fjallar um veðmálasvind í íþróttum og hversu mikið veðmálaheimurinn er farinn að sækja í íslenska boltann.

Fótbolti

Brynjar Björn spilar með KR í sumar

Brynjar Björn Gunnarsson, atvinnumaður í knattspyrnu hjá Reading í Englandi, hefur ákveðið að leika með Íslands- og bikarmeisturum KR í sumar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Samningur Brynjars Björns við Reading rennur út í vor.

Íslenski boltinn

NBA í nótt: Pierce tók fram úr Bird

Paul Pierce er orðinn næst stigahæsti leikmaður Boston Celtics frá upphafi en hann skoraði fimmtán stig þegar að liðið vann Charlotte Bobcats, 94-84, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Körfubolti

Spennandi verkefni í Austurríki

Patrekur Jóhannesson tók í haust við starfi landsliðsþjálfara Austurríkis og kom liðinu yfir sína fyrstu hindrun á leið á HM í handbolta sem fer fram á Spáni á næsta ári. Hann segir starfið gott og metnaðinn mikinn hjá austurríska landsliðinu.

Handbolti

Svíinn Du Rietz á leið til Löwen

Þýska liðið Rhein Neckar-Löwen tilkynnti í gær um enn frekari breytingar sem verða á liðinu í sumar. Pólverjarnir Karol Bielecki og Krzysztof Lijewski hverfa á braut til félags Þóris Ólafssonar í Póllandi, Kielce, en sænska skyttan Kim Ekdahl Du Rietz kemur til Löwen frá franska félaginu Nantes.

Handbolti

Huth þarf að taka út þriggja leikja bann

Áfrýjun Stoke City vegna rauða spjaldsins sem Robert Huth fékk í leik liðsins gegn Sunderland um helgina hefur verið tekin fyrir af aganefnd enska knattspyrnusambandsins. Var henni hafnað og þarf því Huth að taka út hefðbundið þriggja leikja bann.

Enski boltinn

Engin niðurstaða í máli Redknapp

Kviðdómurinn í skattamáli Harry Redknapp, stjóra Spurs, komst ekki að neinni niðurstöðu í dag og var að lokum sendur heim eftir fjögurra tíma fundarsetu. Það fæst því ekki niðurstaða í málið fyrr en í fyrsta lagi á morgun.

Enski boltinn

Mata: Villas-Boas var brjálaður

Juan Mata, Spánverjinn öflugi í liði Chelsea, segir að knattspyrnustjórinn Andre Villas-Boas hafi verið bálreiður eftir að hans menn misstu niður 3-0 forystu gegn Manchster United í jafntefli um helgina.

Enski boltinn

Gylfi í liði vikunnar

Það kemur kannski ekki á óvart en Gylfi Þór Sigurðsson var valinn í lið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni eftir góða frammistöðu hans með Swansea gegn West Brom um helgina.

Enski boltinn