Spennandi verkefni í Austurríki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. febrúar 2012 07:00 Patrekur þjálfaði Stjörnuna hér á landi áður en hann hélt utan til Þýskalands. Hann er nú kominn aftur heim en þjálfar nú austurríska landsliðið.nordic photos/getty Patrekur Jóhannesson tók í haust við starfi landsliðsþjálfara Austurríkis og kom liðinu yfir sína fyrstu hindrun á leið á HM í handbolta sem fer fram á Spáni á næsta ári. Hann segir starfið gott og metnaðinn mikinn hjá austurríska landsliðinu. Patrekur er ekki fyrsti Íslendingurinn sem sinnir þessu starfi en Dagur Sigurðsson gerði það með góðum árangri frá 2008 til 2010. Hann náði níunda sæti á EM þar í landi árið 2010 og kom svo liðinu á HM í Svíþjóð áður en hann lét af störfum. Patrekur tók við af Svíanum Magnus Andersson sem átti ekki jafn góðu gengi að fagna. En forráðamenn austurríska landsliðsins ætla sér að festa liðið í sessi á alþjóðlegum vettvangi. Austurríki fór nokkuð létt í gegnum riðil sinn í forkeppninni í síðasta mánuði og spilaði þar gegn Ísrael og Bretlandi. Unnið sjö af níu leikjum„Fyrsta markmiðið var að komast í gegnum þennan riðil og gerðum við það nokkuð sannfærandi," segir Patrekur. „Erfiðasti leikurinn var útileikurinn í Ísrael en við unnum þann leik með níu mörkum. Ég er því mjög sáttur við þessa byrjun. Alls höfum við spilað níu leiki og þar af unnið sjö." Patrekur hefur verið óhræddur við að tefla fram ungum og óreyndum leikmönnum og stefnir að því að byggja upp sterkt lið til frambúðar. „Ég hef verið að gefa ungum leikmönnum stærra hlutverk og er það nauðsynlegt. Það hafa nokkrir lykilmenn gengið úr skaftinu á síðustu árum og því hefur þurft að endurnýja liðið að stóru leyti. Það hefur gengið mjög vel og við erum ánægðir með þeirra framgöngu," segir hann. „Ég er líka með eldri leikmenn sem þekkja þetta allt og þetta er því ágæt blanda." Sinnir starfinu frá ÍslandiPatrekur þekkir vel til í Þýskalandi þar sem hann spilaði lengi og fyrir skömmu þjálfaði hann lið Emsdetten í B-deildinni. Hann var þó fluttur til Íslands þegar hann tók við starfinu og er enn búsettur hér á landi. „Ég þekkti ekki mikið til austurrísku deildarinnar og var nokkuð duglegur að fara út fyrstu mánuðina. Ég hef svo góðan aðgang að leikjum í gegnum netið og verið nokkur upplýstur um gang mála í deildinni," segir Patrekur. Handboltaíþróttin hefur tekið nokkurn kipp eftir að Evrópumeistaramótið var haldið þar í landi og segir Patrekur það augljóst að það sé uppgangur þar um þessar mundir. „Það er mjög vel haldið utan um landsliðið og umgjörðin um liðið afar fagmannleg. Ég er með mjög öflugt starfsteymi í kringum liðið sem sér um að leikmenn séu vel þjálfaðir." Patrekur starfaði áður sem íþróttafulltrúi Garðabæjar en fékk ekki leyfi til að sinna þjálfarastarfinu samhliða því. Hann ákvað því að hætta og leitar sér nú að starfi sem hann getur sinnt með. Hann segist þó ekki vera að sækjast eftir því að komast í þjálfun hjá félagsliði í Evrópu. „Mér stóð til boða að vera áfram hjá Emsdetten en við í fjölskyldunni ákváðum að flytja heim. Það er því ekki á stefnuskránni að flytja aftur út í bráð. Það berast svo sem fyrirspurnir reglulega frá öðrum liðum en ég er mjög ánægður þar sem ég er og spennandi tímar fram undan í Austurríki."Erfitt verkefni gegn Makedóníu Austurríki dróst gegn Makedóníu í umspilinu fyrir HM á Spáni en leikirnir fara fram í byrjun júní. „Þetta verða auðvitað erfiðir leikir en það skipti í raun engu hvaða lið við hefðum fengið – þau voru öll sterk sem stóðu okkur til boða,“ sagði Patrekur. Makedónía sló í gegn á EM í Serbíu og endaði í fimmta sæti. Stórskyttan Kiril Lazarov varð markahæsti leikmaður mótsins og bætti um leið markamet Ólafs Stefánssonar frá EM 2002. „En við stefnum auðvitað á að fara áfram eins og öll lið. Annars væru þau ekki að standa í þessari baráttu. Þetta er bara verkefni sem við fáum að takast á við og ég er ánægður með það,“ bætir Patrekur við. Handbolti Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Sjá meira
Patrekur Jóhannesson tók í haust við starfi landsliðsþjálfara Austurríkis og kom liðinu yfir sína fyrstu hindrun á leið á HM í handbolta sem fer fram á Spáni á næsta ári. Hann segir starfið gott og metnaðinn mikinn hjá austurríska landsliðinu. Patrekur er ekki fyrsti Íslendingurinn sem sinnir þessu starfi en Dagur Sigurðsson gerði það með góðum árangri frá 2008 til 2010. Hann náði níunda sæti á EM þar í landi árið 2010 og kom svo liðinu á HM í Svíþjóð áður en hann lét af störfum. Patrekur tók við af Svíanum Magnus Andersson sem átti ekki jafn góðu gengi að fagna. En forráðamenn austurríska landsliðsins ætla sér að festa liðið í sessi á alþjóðlegum vettvangi. Austurríki fór nokkuð létt í gegnum riðil sinn í forkeppninni í síðasta mánuði og spilaði þar gegn Ísrael og Bretlandi. Unnið sjö af níu leikjum„Fyrsta markmiðið var að komast í gegnum þennan riðil og gerðum við það nokkuð sannfærandi," segir Patrekur. „Erfiðasti leikurinn var útileikurinn í Ísrael en við unnum þann leik með níu mörkum. Ég er því mjög sáttur við þessa byrjun. Alls höfum við spilað níu leiki og þar af unnið sjö." Patrekur hefur verið óhræddur við að tefla fram ungum og óreyndum leikmönnum og stefnir að því að byggja upp sterkt lið til frambúðar. „Ég hef verið að gefa ungum leikmönnum stærra hlutverk og er það nauðsynlegt. Það hafa nokkrir lykilmenn gengið úr skaftinu á síðustu árum og því hefur þurft að endurnýja liðið að stóru leyti. Það hefur gengið mjög vel og við erum ánægðir með þeirra framgöngu," segir hann. „Ég er líka með eldri leikmenn sem þekkja þetta allt og þetta er því ágæt blanda." Sinnir starfinu frá ÍslandiPatrekur þekkir vel til í Þýskalandi þar sem hann spilaði lengi og fyrir skömmu þjálfaði hann lið Emsdetten í B-deildinni. Hann var þó fluttur til Íslands þegar hann tók við starfinu og er enn búsettur hér á landi. „Ég þekkti ekki mikið til austurrísku deildarinnar og var nokkuð duglegur að fara út fyrstu mánuðina. Ég hef svo góðan aðgang að leikjum í gegnum netið og verið nokkur upplýstur um gang mála í deildinni," segir Patrekur. Handboltaíþróttin hefur tekið nokkurn kipp eftir að Evrópumeistaramótið var haldið þar í landi og segir Patrekur það augljóst að það sé uppgangur þar um þessar mundir. „Það er mjög vel haldið utan um landsliðið og umgjörðin um liðið afar fagmannleg. Ég er með mjög öflugt starfsteymi í kringum liðið sem sér um að leikmenn séu vel þjálfaðir." Patrekur starfaði áður sem íþróttafulltrúi Garðabæjar en fékk ekki leyfi til að sinna þjálfarastarfinu samhliða því. Hann ákvað því að hætta og leitar sér nú að starfi sem hann getur sinnt með. Hann segist þó ekki vera að sækjast eftir því að komast í þjálfun hjá félagsliði í Evrópu. „Mér stóð til boða að vera áfram hjá Emsdetten en við í fjölskyldunni ákváðum að flytja heim. Það er því ekki á stefnuskránni að flytja aftur út í bráð. Það berast svo sem fyrirspurnir reglulega frá öðrum liðum en ég er mjög ánægður þar sem ég er og spennandi tímar fram undan í Austurríki."Erfitt verkefni gegn Makedóníu Austurríki dróst gegn Makedóníu í umspilinu fyrir HM á Spáni en leikirnir fara fram í byrjun júní. „Þetta verða auðvitað erfiðir leikir en það skipti í raun engu hvaða lið við hefðum fengið – þau voru öll sterk sem stóðu okkur til boða,“ sagði Patrekur. Makedónía sló í gegn á EM í Serbíu og endaði í fimmta sæti. Stórskyttan Kiril Lazarov varð markahæsti leikmaður mótsins og bætti um leið markamet Ólafs Stefánssonar frá EM 2002. „En við stefnum auðvitað á að fara áfram eins og öll lið. Annars væru þau ekki að standa í þessari baráttu. Þetta er bara verkefni sem við fáum að takast á við og ég er ánægður með það,“ bætir Patrekur við.
Handbolti Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Sjá meira