Sport

Falur: Þetta hljómar mjög vel

Falur Harðarson, þjálfari Keflavíkur, gerði liðið að deildarmeisturum á sínu fyrsta ári með liðið en Keflavík tók við bikarnum eftir sannfærandi sigur á KR í DHL-höllinni í gær. Falur var aðstoðarþjálfari þegar Keflavík varð Íslandsmeistari í fyrra en þá endaði liði í 2. sæti í deildinni.

Körfubolti

Barcelona taplaust í síðustu 50 leikjum Iniesta

Andres Iniesta jafnaði met Emilio Butragueno í gær þegar hann hjálpaði Barcelona að vinna 2-0 sigur á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni. Iniesta, sem lagði upp seinna mark liðsins fyrir Lionel Messi, hefur nefnilega ekki tapað í síðustu 50 deildarleikjum sínum með Barca.

Fótbolti

NBA: Lin stigaghæstur í þriðja sigri New York í röð undir stjórn nýja þjálfarans

New York Knicks er komið á mikla sigurgöngu í NBA-deildinni í körfubolta undir stjórn Mike Woodson því liðið hefur unnið alla þrjá leiki sína síðan að Woodson tók við liðinu af Mike D'Antoni. Dallas vann San Antonio í nótt, Chicago vann Philadelphia án Derrick Rose og Chris Paul skoraði 12 stig á síðustu þremur mínútum til að tryggja Los Angeles Clippers sigur á Houston.

Körfubolti

Gylfi bara búinn að skora í útileikjum

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Swansea City í ensku úrvalsdeildinni í gær en með því hjálpaði hann sínu liði að vinna þriðja leikinn í röð og komast upp í áttunda sæti deildarinnar.

Enski boltinn

"Golfdagur í skammdeginu" á morgun á Korpúlfsstöðum

"Golfdagur í skammdeginu" verður haldinn á morgun á Korpúlfsstöðum en um hefðbundið sýningarform að ræða með vörukynningum, fyrirlestrum og veitingarsölu. Um miðjan mars eru flestir golfarar farnir að iða í skinninu eftir að komast í golf.

Golf

Rodgers um Gylfa: Okkur vantaði markaskorara af miðjunni

Brendan Rodgers, stjóri Swansea, var að sjálfsögðu ánægður með Gylfa Þór Sigurðsson sem skoraði tvö fyrstu mörk liðsins í 3-0 útisigri á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylgfi hefur nú skorað 5 mörk í 9 leikjum í ensku úrvalsdeildinni þar af fjögur mörk í síðustu þremur leikjum liðsins. Swansea komst upp í áttunda sætið með þessum sigri.

Enski boltinn

Bayern skoraði "bara" sex mörk í kvöld

Bayern München hélt markaveislu sinni áfram í dag þegar liðið vann 6-0 stórsigur á útivelli á móti Hertha Berlin í þýsku úrvalsdeildinni. Bayern hafði skorað sjö mörk í síðustu tveimur leikjum á undan, á móti Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni (7-1) og í seinni leiknum á móti Basel (7-0) í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti

Owen Coyle og Kevin Davies fóru með Muamba í sjúkrabílnum

Bikarleikur Tottenham og Bolton var flautaður af í kvöld eftir að Fabrice Muamba, leikmaður Bolton hneig niður í lok fyrri hálfleiks. Lífgunartilraunir hófust strax á vellinum og héldu áfram ú sjúkrabílnum á leið upp á spítala. Nýjustu fréttir af Bolton-menninum er að hann sé að berjast fyrir lífi sínu.

Enski boltinn

Snæfell hélt 3. sætinu | Úrslitin í kvennakörfunni

Lokaumferð Iceland Express deildar kvenna í körfubolta fór fram í dag og nú er orðið ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Snæfell og Haukar unnu bæði leiki sína í dag og staðan breyttist þvi ekki. Snæfell endar í 3. sætinu og mætir Njarðvík en Haukar urðu í 4. sæti og mæta deildarmeisturum Keflavíkur.

Körfubolti