Sport

Töluvert af laxi í Langá

Á annan tug laxa höfðu gengið laxastigann í Skuggafossi í Langá á Mýrum í fyrradag. Fyrir neðan fossinn má nú sjá þó nokkuð af laxi og útlitið gott fyrir opnun árinnar. Þetta kemur fram á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR).

Veiði

Ronaldo fór ekki í fýlu

Paulo Bento, landsliðsþjálfari Portúgals, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að ósætti hafi ríkt á milli hans og Cristiano Ronaldo eftir tapið gegn Þýskalandi á EM á dögunum.

Fótbolti

Zlatan gat lítið æft í dag

Zlatan Ibrahimovic tók lítinn þátt í æfingu sænska landsliðsins í Kænugarði í Úkraínu í dag. Fulltrúar liðsins segja hins vegar að hann verði klár fyrir leikinn gegn Englandi á föstudaginn.

Fótbolti

Gomez sá um Hollendinga

Þjóðverjar eru svo gott sem komnir áfram í átta liða úrslit á EM. Þýskaland lagði Holland í kvöld, 2-1, og þeir skildu Hollendinga eftir stigalausa á botni riðilsins. Von þeirra um að komast áfram er lítil. Tvö mörk frá Mario Gomez dugðu Þjóðverjum til sigurs..

Fótbolti

Portúgal enn á lífi | Varela með dramatískt sigurmark

Varamaðurinn Varela var hetja Portúgal í dag er hann tryggði þeim dramatískan sigur á Dönum, 3-2, með marki þrem mínútum fyrir leikslok. Portúgal og Danmörk bæði með þrjú stig eftir leikinn og eiga enn möguleika á því að komast upp úr riðlinum.

Fótbolti

Cassano baðst afsökunar á ummælum

Ummæli sem sóknarmaðurinn Antonio Cassano lét falla í gær hefur valdið mikilli reiði á Ítalíu og reyndar víðar. Sagði hann þá að það væru engir hommar í ítalska landsliðinu.

Fótbolti

NBA í nótt: Oklahoma tók forystu gegn Miami

Oklahoma City Thunder er komið í 1-0 forystu gegn Miami Heat í einvígi liðanna í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City, fór á kostum í 105-94 sigri sinna manna í nótt.

Körfubolti

Ramune: Nýtt upphaf fyrir mig

Handboltakonan Ramune Pekarskyte fær á næstunni íslenskan ríkisborgararétt og verður hún gjaldgeng í íslenska landsliðið síðar á árinu. Hún er 31 árs gömul og stefnir á að setjast að á Íslandi eftir að handboltaferlinum lýkur.

Handbolti

Mikilvægt fyrir þjóðina að sagan sé skráð

„Það er ekki bara mikilvægt fyrir HSÍ heldur fyrir Ísland sem þjóð að skrá þessa merku sögu. Handboltinn er svo greiptur í þjóðarsálina hjá okkur og gaman að geta gengið að sögunni frá upphafi fram á síðustu daga sem eru glæstir," segir Knútur Hauksson formaður Handknattleikssambands Íslands en saga íþróttarinnar á Íslandi síðustu 90 árin er komin á prent.

Handbolti

Hamilton fær ekki góðærissamning aftur

Lewis Hamilton, ökumaður McLaren, er á ofurlaunum hjá liðinu en samningur hans rennur út í lok árs. Þá vandast málið fyrir McLaren sem hefur ekki efni á að bjóða honum sömu laun og hann samdi um árið 2007.

Formúla 1

Laudrup að taka við Swansea

Samkvæmt heimildum Sky Sports þá verður Daninn Michael Laudrup næsti stjóri Swansea. Félagið hefur verið í stjóraleit síðan Brendan Rodgers fór til Liverpool.

Enski boltinn

Er lukka Schumacher á þrotum?

Mercedes-liðið í Formúlu 1 nýtir nú allar stundir í að reyna að leysa vandamál Michael Schumacher. Heimsmeistarinn sjöfaldi hefur átt gríðarlega erfitt tímabil þrátt fyrir að hafa samkeppnishæfa græju í höndunum.

Formúla 1

Shevchenko lenti í árekstri

Hetja Úkraínu, Andriy Shevchenko, átti heldur betur eftirminnilegt kvöld er hann tryggði Úkraínu sigur á Svíum á EM. Hann lenti svo í árekstri eftir leikinn.

Fótbolti

Prandelli íhugar breytingar

Casare Prandelli, landsliðsþjálfari Ítalíu, segir að það sé möguleiki á því að hann breyti liði sínu fyrir leikinn gegn Króatíu á fimmtudaginn.

Fótbolti