Magnaður endurkomusigur West Ham | Staða Newcastle versnar enn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. mars 2016 17:15 Leikmenn West Ham fagna Dimitri Payet sem skoraði sigurmark liðsins gegn Everton. Vísir/Getty Sjö leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni.Tottenham og Arsenal skildu jöfn, 2-2, í fyrsta leik dagsins. Chelsea og Stoke gerðu einnig jafntefli, Manchester City rústaði Aston Villa og Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Swansea gegn Norwich. West Ham vann ótrúlegan endurkomusigur á Everton á útivelli, 2-3. Romelu Lukaku kom Everton yfir á 13. mínútu með sínu 18. deildarmarki. Aðeins þremur mínútum síðar urðu heimamenn fyrir áfalli þegar Kevin Mirallas fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Everton virtist eflast við þetta mótlæti og Aaron Lennon kom liðinu í 2-0 á 56. mínútu. Lukaku fékk svo upplagt tækifæri til að ganga frá leiknum en Adrian varði vítaspyrnu hans á 69. mínútu. Heimamönnum hefndist fyrir þetta því West Ham skoraði þrjú mörk á síðustu 12 mínútum leiksins. Michail Antonio og Diafra Sakho jöfnuðu metin og það var svo Dimitri Payet sem tryggði Hömrunum öll stigin þrjú þegar hann skoraði sigurmarkið á lokamínútunni. Þetta var þriðji sigur West Ham í röð en liðið er í 5. sæti deildarinnar með 49 stig. Everton er hins vegar með 38 stig í 11. sæti. Staða Newcastle United versnar enn en lærisveinar Steve McClaren töpuðu 1-3 fyrir nýliðum Bournemouth á heimavelli. Bournemouth komst yfir með sjálfsmarki Steven Taylor á 28. mínútu. Staðan var 0-1 í hálfleik en á 70. mínútu tvöfaldaði Joshua King forystu nýliðanna. Ayoze Perez hleypti spennu í leikinn þegar hann minnkaði muninn í 1-2 á 80. mínútu en Charlie Daniels gulltryggði sigur Bournemouth með marki í uppbótartíma. Virgil van Dijk bjargaði stigi fyrir Southampton þegar liðið fékk Sunderland í heimsókn á St. Mary's Stadium í dag. Fátt markvert gerðist í leiknum fyrr en á 79. mínútu þegar Jose Fonte, fyrirliði Southampton, fékk að líta rauða spjaldið. Jermain Defoe kom Sunderland í 0-1 sex mínútum síðar og sigurinn virtist í höfn. En Van Dijk var á öðru máli og jafnaði metin með góðu skoti á þriðju mínútu í uppbótartíma og þar við sat.Úrslit dagsins:Tottenham 2-2 Arsenal 0-1 Aaron Ramsey (39.), 1-1 Toby Alderweireld (60.), 2-1 Harry Kane (62.), 2-2 Alexis Sánchez (76.). Rautt spjald: Francis Coquelin, Arsenal (55.).Chelsea 1-1 Stoke 1-0 Bertrand Traoré (39.), 1-1 Mame Biram Diouf (85.).Man City 4-0 Aston Villa 1-0 Yaya Touré (48.), 2-0 Sergio Agüero (50.), 3-0 Agüero (60.), 4-0 Raheem Sterling (66.).Swansea 1-0 Norwich 1-0 Gylfi Þór Sigurðsson (61.).Everton 2-3 West Ham 1-0 Romelu Lukaku (13.), 2-0 Aaron Lennon (56.), 2-1 Michail Antonio (79.), 2-2 Diafra Sakho (81.), 2-3 Dimitri Payet (90). Rautt spjald: Kevin Mirallas, Everton (34.).Newcastle 1-3 Bournemouth 0-1 Steven Taylor, sjálfsmark (28.), 0-2 Joshua King (71.), 1-2 Ayoze Perez (81.), 1-3 Charlie Daniels (90+2).Southampton 1-1 Sunderland 0-1 Jermain Defoe (85.), 1-1 Virgil van Dijk (90+3). Rautt spjald: Jose Fonte, Southampton (79.). Enski boltinn Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Sjö leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni.Tottenham og Arsenal skildu jöfn, 2-2, í fyrsta leik dagsins. Chelsea og Stoke gerðu einnig jafntefli, Manchester City rústaði Aston Villa og Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Swansea gegn Norwich. West Ham vann ótrúlegan endurkomusigur á Everton á útivelli, 2-3. Romelu Lukaku kom Everton yfir á 13. mínútu með sínu 18. deildarmarki. Aðeins þremur mínútum síðar urðu heimamenn fyrir áfalli þegar Kevin Mirallas fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Everton virtist eflast við þetta mótlæti og Aaron Lennon kom liðinu í 2-0 á 56. mínútu. Lukaku fékk svo upplagt tækifæri til að ganga frá leiknum en Adrian varði vítaspyrnu hans á 69. mínútu. Heimamönnum hefndist fyrir þetta því West Ham skoraði þrjú mörk á síðustu 12 mínútum leiksins. Michail Antonio og Diafra Sakho jöfnuðu metin og það var svo Dimitri Payet sem tryggði Hömrunum öll stigin þrjú þegar hann skoraði sigurmarkið á lokamínútunni. Þetta var þriðji sigur West Ham í röð en liðið er í 5. sæti deildarinnar með 49 stig. Everton er hins vegar með 38 stig í 11. sæti. Staða Newcastle United versnar enn en lærisveinar Steve McClaren töpuðu 1-3 fyrir nýliðum Bournemouth á heimavelli. Bournemouth komst yfir með sjálfsmarki Steven Taylor á 28. mínútu. Staðan var 0-1 í hálfleik en á 70. mínútu tvöfaldaði Joshua King forystu nýliðanna. Ayoze Perez hleypti spennu í leikinn þegar hann minnkaði muninn í 1-2 á 80. mínútu en Charlie Daniels gulltryggði sigur Bournemouth með marki í uppbótartíma. Virgil van Dijk bjargaði stigi fyrir Southampton þegar liðið fékk Sunderland í heimsókn á St. Mary's Stadium í dag. Fátt markvert gerðist í leiknum fyrr en á 79. mínútu þegar Jose Fonte, fyrirliði Southampton, fékk að líta rauða spjaldið. Jermain Defoe kom Sunderland í 0-1 sex mínútum síðar og sigurinn virtist í höfn. En Van Dijk var á öðru máli og jafnaði metin með góðu skoti á þriðju mínútu í uppbótartíma og þar við sat.Úrslit dagsins:Tottenham 2-2 Arsenal 0-1 Aaron Ramsey (39.), 1-1 Toby Alderweireld (60.), 2-1 Harry Kane (62.), 2-2 Alexis Sánchez (76.). Rautt spjald: Francis Coquelin, Arsenal (55.).Chelsea 1-1 Stoke 1-0 Bertrand Traoré (39.), 1-1 Mame Biram Diouf (85.).Man City 4-0 Aston Villa 1-0 Yaya Touré (48.), 2-0 Sergio Agüero (50.), 3-0 Agüero (60.), 4-0 Raheem Sterling (66.).Swansea 1-0 Norwich 1-0 Gylfi Þór Sigurðsson (61.).Everton 2-3 West Ham 1-0 Romelu Lukaku (13.), 2-0 Aaron Lennon (56.), 2-1 Michail Antonio (79.), 2-2 Diafra Sakho (81.), 2-3 Dimitri Payet (90). Rautt spjald: Kevin Mirallas, Everton (34.).Newcastle 1-3 Bournemouth 0-1 Steven Taylor, sjálfsmark (28.), 0-2 Joshua King (71.), 1-2 Ayoze Perez (81.), 1-3 Charlie Daniels (90+2).Southampton 1-1 Sunderland 0-1 Jermain Defoe (85.), 1-1 Virgil van Dijk (90+3). Rautt spjald: Jose Fonte, Southampton (79.).
Enski boltinn Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira