Enski boltinn

Diouf tryggði Stoke stig á Brúnni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mame Biram Diouf tryggði Stoke City stig gegn Englandsmeisturum Chelsea þegar hann jafnaði metin í 1-1 á 85. mínútu í leik liðanna á Brúnni í dag.

Leikurinn var fínasta skemmtun en jafntefli var líklega sanngjörn niðurstaða.

Betrand Traoré kom Chelsea í 1-0 með glæsilegu marki á 39. mínútu og þannig var staðan allt þar til Diouf jafnaði metin fimm mínútum fyrir leikslok eftir mistök Thibaut Courtois í marki Chelsea.

Englandsmeistararnir eru enn ósigraðir í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Guus Hiddink en þeir eru í 10. sæti með 40 stig.

Stoke er hins vegar í 7. sæti deildarinnar með 43 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×