„Það er alltaf eitthvað verið að krota og krassa á hana“ Birgir Olgeirsson skrifar 19. júní 2015 09:10 Þessi mynd af flaki Douglas-vélarinnar var birt á Facebook-síðunni Baklandi ferðaþjónustunnar í gær. Mynd/Facebook „Það er alltaf eitthvað verið að krota og krassa á hana. Það er búið að kveikja í henni og gera allskonar kúnstir,“ segir Benedikt Bragason, ábúandi á Ytri-Sólheimum, um flak Douglas-vélarinnar á Sólheimasandi en búið er að mála stærðarinnar merki á vélina sem blasir við þeim ferðamönnum sem hana skoða um þessar mundir. Mynd af merkingunni var birt á Facebook-síðu Baklands ferðaþjónustunnar.Sjá einnig:Ofurfyrirsæta kveikti í Douglas-vélinni á Sólheimasandi Benedikt segir ekki óalgengt að krotað sé á vélina en þessi merking sé með heldur stærra móti. „Okkur kemur þetta eiginlega bara ekkert við en þetta er leiðinlegt fyrir túristana sem skoða þetta. Draslaralegt fyrir þá. Annars er okkur alveg sama hvað er með þessa flugvél. En þetta er orðinn svolítið mikill áfangastaður í sveitinni þannig að það er leiðinlegt fyrir þær sakir,“ segir Benedikt. Hann segir þessa merkingu eiga eftir að mást af með sandblæstri. „Það fer enginn af stað til að þrífa þetta.“Sjá einnig:Republik segir að ekki hafi verið kveikt í Douglas-vélinni Hann segir vélina kæra þeim sem þekkja sögu hennar. Vélin var af gerðinni Douglas Dakota DC-3 C 117 og í eigu Bandaríkjahers en hún brotlenti á Sólheimasandi árið 1977. „Ég á vélina persónulega. Vélin lendir þarna á miðvikudegi og það vill þannig til að alla miðvikudaga þá á ég reka á fjöru. Þannig að vélin telst vera mín eign. Okkur þykir vænt um hana en ekkert er eilíft og það þýðir ekki að vera að pirra sig á öllu.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Sjá meira
„Það er alltaf eitthvað verið að krota og krassa á hana. Það er búið að kveikja í henni og gera allskonar kúnstir,“ segir Benedikt Bragason, ábúandi á Ytri-Sólheimum, um flak Douglas-vélarinnar á Sólheimasandi en búið er að mála stærðarinnar merki á vélina sem blasir við þeim ferðamönnum sem hana skoða um þessar mundir. Mynd af merkingunni var birt á Facebook-síðu Baklands ferðaþjónustunnar.Sjá einnig:Ofurfyrirsæta kveikti í Douglas-vélinni á Sólheimasandi Benedikt segir ekki óalgengt að krotað sé á vélina en þessi merking sé með heldur stærra móti. „Okkur kemur þetta eiginlega bara ekkert við en þetta er leiðinlegt fyrir túristana sem skoða þetta. Draslaralegt fyrir þá. Annars er okkur alveg sama hvað er með þessa flugvél. En þetta er orðinn svolítið mikill áfangastaður í sveitinni þannig að það er leiðinlegt fyrir þær sakir,“ segir Benedikt. Hann segir þessa merkingu eiga eftir að mást af með sandblæstri. „Það fer enginn af stað til að þrífa þetta.“Sjá einnig:Republik segir að ekki hafi verið kveikt í Douglas-vélinni Hann segir vélina kæra þeim sem þekkja sögu hennar. Vélin var af gerðinni Douglas Dakota DC-3 C 117 og í eigu Bandaríkjahers en hún brotlenti á Sólheimasandi árið 1977. „Ég á vélina persónulega. Vélin lendir þarna á miðvikudegi og það vill þannig til að alla miðvikudaga þá á ég reka á fjöru. Þannig að vélin telst vera mín eign. Okkur þykir vænt um hana en ekkert er eilíft og það þýðir ekki að vera að pirra sig á öllu.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Sjá meira