Þorvaldur Gylfason sýknaður í meiðyrðamáli Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2014 10:54 visir/gva (samsett mynd) Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Þorvald Gylfason prófessor af öllum kröfum Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrrverandi hæstaréttardómara í meiðyrðamáli. Vísir hefur greint ítarlega frá málinu. Jón Steinar telur að með dómi þessum geti menn að ósekju dylgjað um refsiverða háttsemi tiltekinna dómara við dómsýslu þeirra. Hann hefur af því tilefni sent frá sér tilkynningu þar sem segir: „Tilefni málsins voru ummæli Þorvaldar sem fólu í sér dylgjur um að Jón Steinar hefði með leynd samið kæru til Hæstaréttar vegna stjórnlagaþingskosninga og stjórnað afgreiðslu hennar. Með ummælunum dylgjaði Þorvaldur þannig um alvarleg brot Jóns Steinars í embætti sem dómari. Myndu þau hafa varðað hann starfsmissi og refsingu ef sönn væru. Ef þessi dómur fær að standa geta menn framvegis án ábyrgðar og að ósekju dylgjað um refsiverða háttsemi tiltekinna dómara við dómsýslu þeirra. Sé þetta gildandi réttur í landinu er nauðsynlegt að almenningur fái vitneskju þar um. Dóminum verður áfrýjað til Hæstaréttar.“Fór fram á 2,5 milljónir í miskabætur Í dómsorði kemur fram að Jón Steinar fer fram á það að Þorvaldur verði dæmdur til refsingar fyrir ýmis ummæli sem fram koma í grein þess síðarnefnda „From Collapse to Constitution: The Case of Iceland“ í ritröðinni „CESifo Working Paper“ og þau dæmd dauð og ómerk. Jón Steinar fer fram á miskabætur sem nema 2,5 milljónum auk 500 þúsunda og dráttarvaxta til að standa straum af kostnaði vegna birtingar dómsins í tveimur dagblöðum. Þá fer Jón Steinar fram á að Þorvaldur greiði málskostnað. Jón Steinar, eða Reimar Snæfells Pétursson lögmaður í hans nafni, telur að ummælin feli í sér ærumeiðingar og aðdróttanir; að hann hafi unnið verk sem varðar embættismissi ef satt reynist. Sú ærumeiðing sé til þess fallin að rýra traust til hans í þeirri viðkvæmu stöðu sem hann gegndi. Ummælin sem Jón Steinar reisir kæru sína á eru einkum þessi: „Þá gengur sá orðrómur meðal lögfræðinga, sem teljast til sérfræðinga í greiningu á lögfræðitextum hvers annars, að einn af dómurum Hæstaréttar, staðfastur flokksmaður áður en hann var skipaður dómari og þá tekinn fram fyrir þrjá hæfari umsækjendur samkvæmt áliti nefndar sem mat umsækjendur, hafi lagt drög að einni af kærunum sem Hæstiréttur, undir forystu sama dómara, nýtti sem átyllu til að ógilda kosningarnar. Ekki hafa þó verið færðar sönnur á þetta.“Ummælin liður í umræðu um efnahagshrunið Þorvaldur segir á móti að ummæli hans séu vernduð með tjáningarfrelsisákvæði 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. greinar mannréttindasáttmála Evrópu. Engar kringumstæður réttlæti takmarkanir á tjáningarfrelsi hans. Ummælin og greinin í heild hafi verið liður í áralangri opinberri umræðu um ástæður efnahagshrunsins, um dvínandi traust á stofnunum þjóðfélagsins og loks um vinnu við nýtt frumvarp. Lögmaður Þorvaldar, Sigríður Rut Júlíusdóttir, benti jafnframt á að stjórnmálaumræða og umræða um þjóðfélagsleg málefni og almannahagsmuni njóti sérstakrar verndar. Bent er á að Þorvaldur sé fræðimaður og samfélagsrýnir, setið í stjórnlagaráði og einatt birt pistla um þjóðfélagsmál. Hann telur sig bera sömu skyldur og réttindi og fjölmiðlar til að upplýsa almenning um málefni sem eigi erindi til almennings og hafi frelsi eins og þeir til að tjá sig um slík málefni.Dómsorð Jón Finnbjörnsson héraðsdómari felldi dóminn. Hann gerir að umræðuefni að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvenær ummælin birtust né hversu lengi þau voru á vefnum. Ekki liggi fyrir þýðing löggilts skjalaþýðanda á umræddum texta. Þá segir: „Í orðum stefnanda felst ekki fullyrðing um að stefnandi hafi skrifað eina af kærunum og síðan úrskurðað um hana. Hann segir að orðrómur sé á kreiki um að svo hafi verið, en að það sé ósannað.“ Jón telur ekki óeðlilegt að sagt sé frá slíkum orðrómi í grein sem um ræðir. Ekki verður talið að stefndi hafi í grein sinni viðhaft refsiverða móðgun eða aðdróttun í garð stefnanda né borið slíka aðdráttun út og því verði að sýkna Þorvald af öllum kröfum. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Þorvald Gylfason prófessor af öllum kröfum Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrrverandi hæstaréttardómara í meiðyrðamáli. Vísir hefur greint ítarlega frá málinu. Jón Steinar telur að með dómi þessum geti menn að ósekju dylgjað um refsiverða háttsemi tiltekinna dómara við dómsýslu þeirra. Hann hefur af því tilefni sent frá sér tilkynningu þar sem segir: „Tilefni málsins voru ummæli Þorvaldar sem fólu í sér dylgjur um að Jón Steinar hefði með leynd samið kæru til Hæstaréttar vegna stjórnlagaþingskosninga og stjórnað afgreiðslu hennar. Með ummælunum dylgjaði Þorvaldur þannig um alvarleg brot Jóns Steinars í embætti sem dómari. Myndu þau hafa varðað hann starfsmissi og refsingu ef sönn væru. Ef þessi dómur fær að standa geta menn framvegis án ábyrgðar og að ósekju dylgjað um refsiverða háttsemi tiltekinna dómara við dómsýslu þeirra. Sé þetta gildandi réttur í landinu er nauðsynlegt að almenningur fái vitneskju þar um. Dóminum verður áfrýjað til Hæstaréttar.“Fór fram á 2,5 milljónir í miskabætur Í dómsorði kemur fram að Jón Steinar fer fram á það að Þorvaldur verði dæmdur til refsingar fyrir ýmis ummæli sem fram koma í grein þess síðarnefnda „From Collapse to Constitution: The Case of Iceland“ í ritröðinni „CESifo Working Paper“ og þau dæmd dauð og ómerk. Jón Steinar fer fram á miskabætur sem nema 2,5 milljónum auk 500 þúsunda og dráttarvaxta til að standa straum af kostnaði vegna birtingar dómsins í tveimur dagblöðum. Þá fer Jón Steinar fram á að Þorvaldur greiði málskostnað. Jón Steinar, eða Reimar Snæfells Pétursson lögmaður í hans nafni, telur að ummælin feli í sér ærumeiðingar og aðdróttanir; að hann hafi unnið verk sem varðar embættismissi ef satt reynist. Sú ærumeiðing sé til þess fallin að rýra traust til hans í þeirri viðkvæmu stöðu sem hann gegndi. Ummælin sem Jón Steinar reisir kæru sína á eru einkum þessi: „Þá gengur sá orðrómur meðal lögfræðinga, sem teljast til sérfræðinga í greiningu á lögfræðitextum hvers annars, að einn af dómurum Hæstaréttar, staðfastur flokksmaður áður en hann var skipaður dómari og þá tekinn fram fyrir þrjá hæfari umsækjendur samkvæmt áliti nefndar sem mat umsækjendur, hafi lagt drög að einni af kærunum sem Hæstiréttur, undir forystu sama dómara, nýtti sem átyllu til að ógilda kosningarnar. Ekki hafa þó verið færðar sönnur á þetta.“Ummælin liður í umræðu um efnahagshrunið Þorvaldur segir á móti að ummæli hans séu vernduð með tjáningarfrelsisákvæði 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. greinar mannréttindasáttmála Evrópu. Engar kringumstæður réttlæti takmarkanir á tjáningarfrelsi hans. Ummælin og greinin í heild hafi verið liður í áralangri opinberri umræðu um ástæður efnahagshrunsins, um dvínandi traust á stofnunum þjóðfélagsins og loks um vinnu við nýtt frumvarp. Lögmaður Þorvaldar, Sigríður Rut Júlíusdóttir, benti jafnframt á að stjórnmálaumræða og umræða um þjóðfélagsleg málefni og almannahagsmuni njóti sérstakrar verndar. Bent er á að Þorvaldur sé fræðimaður og samfélagsrýnir, setið í stjórnlagaráði og einatt birt pistla um þjóðfélagsmál. Hann telur sig bera sömu skyldur og réttindi og fjölmiðlar til að upplýsa almenning um málefni sem eigi erindi til almennings og hafi frelsi eins og þeir til að tjá sig um slík málefni.Dómsorð Jón Finnbjörnsson héraðsdómari felldi dóminn. Hann gerir að umræðuefni að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvenær ummælin birtust né hversu lengi þau voru á vefnum. Ekki liggi fyrir þýðing löggilts skjalaþýðanda á umræddum texta. Þá segir: „Í orðum stefnanda felst ekki fullyrðing um að stefnandi hafi skrifað eina af kærunum og síðan úrskurðað um hana. Hann segir að orðrómur sé á kreiki um að svo hafi verið, en að það sé ósannað.“ Jón telur ekki óeðlilegt að sagt sé frá slíkum orðrómi í grein sem um ræðir. Ekki verður talið að stefndi hafi í grein sinni viðhaft refsiverða móðgun eða aðdróttun í garð stefnanda né borið slíka aðdráttun út og því verði að sýkna Þorvald af öllum kröfum.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira