Innlent

Dómari fellst ekki á kröfu Baldurs

Héraðsdómur Reykjavíkur fellst ekki á kröfu Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, þess efnis að rannsókn sérstaks saksóknara á honum verði hætt. Baldur, sem sætir rannsókn hjá sérstökum saksóknara hafði krafist þess að rannsókninni yrði hætt og kyrrsetningu á eignum hans aflétt. Lögmaður Baldurs sagði eftir úrskurðinn að honum yrði áfrýjað til Hæstaréttar.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum rannsakar sérstakur saksóknari hvort Baldur Guðlaugsson hafi gerst sekur um innherjasvik þegar að hann seldi eigin hlutabréf í Landsbanka Íslands í aðdraganda bankahrunsins í fyrra. Þá var hann ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Í þágu rannsóknarhagsmuna fékk sérstakur saksóknari eigur Baldurs kyrrsettar.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.