Lögfræðikostnaður Hannesar um 30 milljónir 3. apríl 2008 19:55 Hannes Hólmsteinn Gissurarason rauf í kvöld þagnarbindindi sem hann hefur verið í síðan Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxness í fyrsta bindi ævisögu sem Hannes skrifaði um nóbelskáldið. Hannes ræddi dóminn og viðbrögð rektors Háskóla Íslands við honum við Sigmar Guðmundsson í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. Þar kom fram að Hannes hyggist gefa út hið umdeilda fyrsta bindi aftur. Það sé gallað og að hann hafi farið of nálægt texta Laxness. "Ég vill vera löghlýðinn borgari og vandaður akdemískur fræðimaður," sagði Hannes fullur iðrunar. Hannes segist taka mark á þeirri gagnrýni sem hann hefur fengið á sig í málinu. "Ég mun gera mitt besta til þess að læra af þessu," bætti hann við. Hannes greindi frá því kvöld að lögfræðikostnaður vegna málaferla sem hann hefur staðið í undanfarin ár, annars vegar vegna ævisögunnar um Laxness og hins vegar vegna ummæla hans um Jón Ólafsson, sé um 30 milljónir. "Ég hef þegar greitt 23 milljónir og skulda sjö til viðbótar...Yfirdráttarheimildin mín er í botni," sagði Hannes en hann hefur selt hús sitt við Hringbraut til félags í eigu Kjartans Gunnarssonar félaga síns til þess að fjármagna þennan kostnað. Hannes tók það hins vegar fram að hann væri afar þakklátur þeim sem skipulagt hafa söfnun honum til handa. Það fór þó ekki á milli mála að Hannesi sárnar að hafa verið dreginn í svona langdreginn málaferli líkt og þau sem sem hann stendur í með Jóni Ólafsson í Englandi. Hann viðurkenndi að hafa tekið fast til orða um Jón en sagði að bæði hann og Jón væru opinberar persónur sem yrðu að þola gagnrýni. Að lokum spurði Hannes: "Hvernig er það, eigum við ekki að leyfa smá málfrelsi að blakta eins og kerti?" Tengdar fréttir Dómur fyrir ritstuld grafalvarlegt mál Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst segir að skólinn myndi taka mjög afdráttarlaust á málum ef prófessor við skólann yrði dæmdur fyrir ritstuld. 3. apríl 2008 14:02 Opinberun Hannesar fyrir helgi Þær upplýsingar fengust hjá rektorsskrifstofu Háskóla Íslands í dag að ákvörðunar væri að vænta í máli prófessors Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar fyrir helgi en yfirstjórn skólans fundar nú um málið. 3. apríl 2008 13:23 HÍ áminnir Hannes ekki fyrir ritstuld Brot Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxnes er áfall fyrir Háskóla Íslands að mati Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Hún telur sig hins vegar ekki geta áminnt Hannes vegna þess. 3. apríl 2008 18:59 Segir Hannes hafa logið að þjóðinni „Ef nemendur eru reknir fyrir að stela úr verkum annarra og gera þau að sínum þá hlýtur það sama að ganga yfir kennara. Er það ekki svoleiðis ef menn brjóta af sér í starfi sínu að þá missa þeir starfið?“ spyr Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri og dóttir Halldórs Kiljan Laxness, innt álits á væntanlegum viðbrögðum Háskóla Íslands við dómi Hæstaréttar. 3. apríl 2008 14:30 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarason rauf í kvöld þagnarbindindi sem hann hefur verið í síðan Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxness í fyrsta bindi ævisögu sem Hannes skrifaði um nóbelskáldið. Hannes ræddi dóminn og viðbrögð rektors Háskóla Íslands við honum við Sigmar Guðmundsson í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. Þar kom fram að Hannes hyggist gefa út hið umdeilda fyrsta bindi aftur. Það sé gallað og að hann hafi farið of nálægt texta Laxness. "Ég vill vera löghlýðinn borgari og vandaður akdemískur fræðimaður," sagði Hannes fullur iðrunar. Hannes segist taka mark á þeirri gagnrýni sem hann hefur fengið á sig í málinu. "Ég mun gera mitt besta til þess að læra af þessu," bætti hann við. Hannes greindi frá því kvöld að lögfræðikostnaður vegna málaferla sem hann hefur staðið í undanfarin ár, annars vegar vegna ævisögunnar um Laxness og hins vegar vegna ummæla hans um Jón Ólafsson, sé um 30 milljónir. "Ég hef þegar greitt 23 milljónir og skulda sjö til viðbótar...Yfirdráttarheimildin mín er í botni," sagði Hannes en hann hefur selt hús sitt við Hringbraut til félags í eigu Kjartans Gunnarssonar félaga síns til þess að fjármagna þennan kostnað. Hannes tók það hins vegar fram að hann væri afar þakklátur þeim sem skipulagt hafa söfnun honum til handa. Það fór þó ekki á milli mála að Hannesi sárnar að hafa verið dreginn í svona langdreginn málaferli líkt og þau sem sem hann stendur í með Jóni Ólafsson í Englandi. Hann viðurkenndi að hafa tekið fast til orða um Jón en sagði að bæði hann og Jón væru opinberar persónur sem yrðu að þola gagnrýni. Að lokum spurði Hannes: "Hvernig er það, eigum við ekki að leyfa smá málfrelsi að blakta eins og kerti?"
Tengdar fréttir Dómur fyrir ritstuld grafalvarlegt mál Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst segir að skólinn myndi taka mjög afdráttarlaust á málum ef prófessor við skólann yrði dæmdur fyrir ritstuld. 3. apríl 2008 14:02 Opinberun Hannesar fyrir helgi Þær upplýsingar fengust hjá rektorsskrifstofu Háskóla Íslands í dag að ákvörðunar væri að vænta í máli prófessors Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar fyrir helgi en yfirstjórn skólans fundar nú um málið. 3. apríl 2008 13:23 HÍ áminnir Hannes ekki fyrir ritstuld Brot Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxnes er áfall fyrir Háskóla Íslands að mati Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Hún telur sig hins vegar ekki geta áminnt Hannes vegna þess. 3. apríl 2008 18:59 Segir Hannes hafa logið að þjóðinni „Ef nemendur eru reknir fyrir að stela úr verkum annarra og gera þau að sínum þá hlýtur það sama að ganga yfir kennara. Er það ekki svoleiðis ef menn brjóta af sér í starfi sínu að þá missa þeir starfið?“ spyr Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri og dóttir Halldórs Kiljan Laxness, innt álits á væntanlegum viðbrögðum Háskóla Íslands við dómi Hæstaréttar. 3. apríl 2008 14:30 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Dómur fyrir ritstuld grafalvarlegt mál Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst segir að skólinn myndi taka mjög afdráttarlaust á málum ef prófessor við skólann yrði dæmdur fyrir ritstuld. 3. apríl 2008 14:02
Opinberun Hannesar fyrir helgi Þær upplýsingar fengust hjá rektorsskrifstofu Háskóla Íslands í dag að ákvörðunar væri að vænta í máli prófessors Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar fyrir helgi en yfirstjórn skólans fundar nú um málið. 3. apríl 2008 13:23
HÍ áminnir Hannes ekki fyrir ritstuld Brot Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxnes er áfall fyrir Háskóla Íslands að mati Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Hún telur sig hins vegar ekki geta áminnt Hannes vegna þess. 3. apríl 2008 18:59
Segir Hannes hafa logið að þjóðinni „Ef nemendur eru reknir fyrir að stela úr verkum annarra og gera þau að sínum þá hlýtur það sama að ganga yfir kennara. Er það ekki svoleiðis ef menn brjóta af sér í starfi sínu að þá missa þeir starfið?“ spyr Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri og dóttir Halldórs Kiljan Laxness, innt álits á væntanlegum viðbrögðum Háskóla Íslands við dómi Hæstaréttar. 3. apríl 2008 14:30