Lögfræðikostnaður Hannesar um 30 milljónir 3. apríl 2008 19:55 Hannes Hólmsteinn Gissurarason rauf í kvöld þagnarbindindi sem hann hefur verið í síðan Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxness í fyrsta bindi ævisögu sem Hannes skrifaði um nóbelskáldið. Hannes ræddi dóminn og viðbrögð rektors Háskóla Íslands við honum við Sigmar Guðmundsson í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. Þar kom fram að Hannes hyggist gefa út hið umdeilda fyrsta bindi aftur. Það sé gallað og að hann hafi farið of nálægt texta Laxness. "Ég vill vera löghlýðinn borgari og vandaður akdemískur fræðimaður," sagði Hannes fullur iðrunar. Hannes segist taka mark á þeirri gagnrýni sem hann hefur fengið á sig í málinu. "Ég mun gera mitt besta til þess að læra af þessu," bætti hann við. Hannes greindi frá því kvöld að lögfræðikostnaður vegna málaferla sem hann hefur staðið í undanfarin ár, annars vegar vegna ævisögunnar um Laxness og hins vegar vegna ummæla hans um Jón Ólafsson, sé um 30 milljónir. "Ég hef þegar greitt 23 milljónir og skulda sjö til viðbótar...Yfirdráttarheimildin mín er í botni," sagði Hannes en hann hefur selt hús sitt við Hringbraut til félags í eigu Kjartans Gunnarssonar félaga síns til þess að fjármagna þennan kostnað. Hannes tók það hins vegar fram að hann væri afar þakklátur þeim sem skipulagt hafa söfnun honum til handa. Það fór þó ekki á milli mála að Hannesi sárnar að hafa verið dreginn í svona langdreginn málaferli líkt og þau sem sem hann stendur í með Jóni Ólafsson í Englandi. Hann viðurkenndi að hafa tekið fast til orða um Jón en sagði að bæði hann og Jón væru opinberar persónur sem yrðu að þola gagnrýni. Að lokum spurði Hannes: "Hvernig er það, eigum við ekki að leyfa smá málfrelsi að blakta eins og kerti?" Tengdar fréttir Dómur fyrir ritstuld grafalvarlegt mál Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst segir að skólinn myndi taka mjög afdráttarlaust á málum ef prófessor við skólann yrði dæmdur fyrir ritstuld. 3. apríl 2008 14:02 Opinberun Hannesar fyrir helgi Þær upplýsingar fengust hjá rektorsskrifstofu Háskóla Íslands í dag að ákvörðunar væri að vænta í máli prófessors Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar fyrir helgi en yfirstjórn skólans fundar nú um málið. 3. apríl 2008 13:23 HÍ áminnir Hannes ekki fyrir ritstuld Brot Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxnes er áfall fyrir Háskóla Íslands að mati Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Hún telur sig hins vegar ekki geta áminnt Hannes vegna þess. 3. apríl 2008 18:59 Segir Hannes hafa logið að þjóðinni „Ef nemendur eru reknir fyrir að stela úr verkum annarra og gera þau að sínum þá hlýtur það sama að ganga yfir kennara. Er það ekki svoleiðis ef menn brjóta af sér í starfi sínu að þá missa þeir starfið?“ spyr Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri og dóttir Halldórs Kiljan Laxness, innt álits á væntanlegum viðbrögðum Háskóla Íslands við dómi Hæstaréttar. 3. apríl 2008 14:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarason rauf í kvöld þagnarbindindi sem hann hefur verið í síðan Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxness í fyrsta bindi ævisögu sem Hannes skrifaði um nóbelskáldið. Hannes ræddi dóminn og viðbrögð rektors Háskóla Íslands við honum við Sigmar Guðmundsson í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. Þar kom fram að Hannes hyggist gefa út hið umdeilda fyrsta bindi aftur. Það sé gallað og að hann hafi farið of nálægt texta Laxness. "Ég vill vera löghlýðinn borgari og vandaður akdemískur fræðimaður," sagði Hannes fullur iðrunar. Hannes segist taka mark á þeirri gagnrýni sem hann hefur fengið á sig í málinu. "Ég mun gera mitt besta til þess að læra af þessu," bætti hann við. Hannes greindi frá því kvöld að lögfræðikostnaður vegna málaferla sem hann hefur staðið í undanfarin ár, annars vegar vegna ævisögunnar um Laxness og hins vegar vegna ummæla hans um Jón Ólafsson, sé um 30 milljónir. "Ég hef þegar greitt 23 milljónir og skulda sjö til viðbótar...Yfirdráttarheimildin mín er í botni," sagði Hannes en hann hefur selt hús sitt við Hringbraut til félags í eigu Kjartans Gunnarssonar félaga síns til þess að fjármagna þennan kostnað. Hannes tók það hins vegar fram að hann væri afar þakklátur þeim sem skipulagt hafa söfnun honum til handa. Það fór þó ekki á milli mála að Hannesi sárnar að hafa verið dreginn í svona langdreginn málaferli líkt og þau sem sem hann stendur í með Jóni Ólafsson í Englandi. Hann viðurkenndi að hafa tekið fast til orða um Jón en sagði að bæði hann og Jón væru opinberar persónur sem yrðu að þola gagnrýni. Að lokum spurði Hannes: "Hvernig er það, eigum við ekki að leyfa smá málfrelsi að blakta eins og kerti?"
Tengdar fréttir Dómur fyrir ritstuld grafalvarlegt mál Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst segir að skólinn myndi taka mjög afdráttarlaust á málum ef prófessor við skólann yrði dæmdur fyrir ritstuld. 3. apríl 2008 14:02 Opinberun Hannesar fyrir helgi Þær upplýsingar fengust hjá rektorsskrifstofu Háskóla Íslands í dag að ákvörðunar væri að vænta í máli prófessors Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar fyrir helgi en yfirstjórn skólans fundar nú um málið. 3. apríl 2008 13:23 HÍ áminnir Hannes ekki fyrir ritstuld Brot Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxnes er áfall fyrir Háskóla Íslands að mati Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Hún telur sig hins vegar ekki geta áminnt Hannes vegna þess. 3. apríl 2008 18:59 Segir Hannes hafa logið að þjóðinni „Ef nemendur eru reknir fyrir að stela úr verkum annarra og gera þau að sínum þá hlýtur það sama að ganga yfir kennara. Er það ekki svoleiðis ef menn brjóta af sér í starfi sínu að þá missa þeir starfið?“ spyr Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri og dóttir Halldórs Kiljan Laxness, innt álits á væntanlegum viðbrögðum Háskóla Íslands við dómi Hæstaréttar. 3. apríl 2008 14:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Dómur fyrir ritstuld grafalvarlegt mál Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst segir að skólinn myndi taka mjög afdráttarlaust á málum ef prófessor við skólann yrði dæmdur fyrir ritstuld. 3. apríl 2008 14:02
Opinberun Hannesar fyrir helgi Þær upplýsingar fengust hjá rektorsskrifstofu Háskóla Íslands í dag að ákvörðunar væri að vænta í máli prófessors Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar fyrir helgi en yfirstjórn skólans fundar nú um málið. 3. apríl 2008 13:23
HÍ áminnir Hannes ekki fyrir ritstuld Brot Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxnes er áfall fyrir Háskóla Íslands að mati Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Hún telur sig hins vegar ekki geta áminnt Hannes vegna þess. 3. apríl 2008 18:59
Segir Hannes hafa logið að þjóðinni „Ef nemendur eru reknir fyrir að stela úr verkum annarra og gera þau að sínum þá hlýtur það sama að ganga yfir kennara. Er það ekki svoleiðis ef menn brjóta af sér í starfi sínu að þá missa þeir starfið?“ spyr Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri og dóttir Halldórs Kiljan Laxness, innt álits á væntanlegum viðbrögðum Háskóla Íslands við dómi Hæstaréttar. 3. apríl 2008 14:30