Lögfræðikostnaður Hannesar um 30 milljónir 3. apríl 2008 19:55 Hannes Hólmsteinn Gissurarason rauf í kvöld þagnarbindindi sem hann hefur verið í síðan Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxness í fyrsta bindi ævisögu sem Hannes skrifaði um nóbelskáldið. Hannes ræddi dóminn og viðbrögð rektors Háskóla Íslands við honum við Sigmar Guðmundsson í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. Þar kom fram að Hannes hyggist gefa út hið umdeilda fyrsta bindi aftur. Það sé gallað og að hann hafi farið of nálægt texta Laxness. "Ég vill vera löghlýðinn borgari og vandaður akdemískur fræðimaður," sagði Hannes fullur iðrunar. Hannes segist taka mark á þeirri gagnrýni sem hann hefur fengið á sig í málinu. "Ég mun gera mitt besta til þess að læra af þessu," bætti hann við. Hannes greindi frá því kvöld að lögfræðikostnaður vegna málaferla sem hann hefur staðið í undanfarin ár, annars vegar vegna ævisögunnar um Laxness og hins vegar vegna ummæla hans um Jón Ólafsson, sé um 30 milljónir. "Ég hef þegar greitt 23 milljónir og skulda sjö til viðbótar...Yfirdráttarheimildin mín er í botni," sagði Hannes en hann hefur selt hús sitt við Hringbraut til félags í eigu Kjartans Gunnarssonar félaga síns til þess að fjármagna þennan kostnað. Hannes tók það hins vegar fram að hann væri afar þakklátur þeim sem skipulagt hafa söfnun honum til handa. Það fór þó ekki á milli mála að Hannesi sárnar að hafa verið dreginn í svona langdreginn málaferli líkt og þau sem sem hann stendur í með Jóni Ólafsson í Englandi. Hann viðurkenndi að hafa tekið fast til orða um Jón en sagði að bæði hann og Jón væru opinberar persónur sem yrðu að þola gagnrýni. Að lokum spurði Hannes: "Hvernig er það, eigum við ekki að leyfa smá málfrelsi að blakta eins og kerti?" Tengdar fréttir Dómur fyrir ritstuld grafalvarlegt mál Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst segir að skólinn myndi taka mjög afdráttarlaust á málum ef prófessor við skólann yrði dæmdur fyrir ritstuld. 3. apríl 2008 14:02 Opinberun Hannesar fyrir helgi Þær upplýsingar fengust hjá rektorsskrifstofu Háskóla Íslands í dag að ákvörðunar væri að vænta í máli prófessors Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar fyrir helgi en yfirstjórn skólans fundar nú um málið. 3. apríl 2008 13:23 HÍ áminnir Hannes ekki fyrir ritstuld Brot Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxnes er áfall fyrir Háskóla Íslands að mati Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Hún telur sig hins vegar ekki geta áminnt Hannes vegna þess. 3. apríl 2008 18:59 Segir Hannes hafa logið að þjóðinni „Ef nemendur eru reknir fyrir að stela úr verkum annarra og gera þau að sínum þá hlýtur það sama að ganga yfir kennara. Er það ekki svoleiðis ef menn brjóta af sér í starfi sínu að þá missa þeir starfið?“ spyr Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri og dóttir Halldórs Kiljan Laxness, innt álits á væntanlegum viðbrögðum Háskóla Íslands við dómi Hæstaréttar. 3. apríl 2008 14:30 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarason rauf í kvöld þagnarbindindi sem hann hefur verið í síðan Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxness í fyrsta bindi ævisögu sem Hannes skrifaði um nóbelskáldið. Hannes ræddi dóminn og viðbrögð rektors Háskóla Íslands við honum við Sigmar Guðmundsson í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. Þar kom fram að Hannes hyggist gefa út hið umdeilda fyrsta bindi aftur. Það sé gallað og að hann hafi farið of nálægt texta Laxness. "Ég vill vera löghlýðinn borgari og vandaður akdemískur fræðimaður," sagði Hannes fullur iðrunar. Hannes segist taka mark á þeirri gagnrýni sem hann hefur fengið á sig í málinu. "Ég mun gera mitt besta til þess að læra af þessu," bætti hann við. Hannes greindi frá því kvöld að lögfræðikostnaður vegna málaferla sem hann hefur staðið í undanfarin ár, annars vegar vegna ævisögunnar um Laxness og hins vegar vegna ummæla hans um Jón Ólafsson, sé um 30 milljónir. "Ég hef þegar greitt 23 milljónir og skulda sjö til viðbótar...Yfirdráttarheimildin mín er í botni," sagði Hannes en hann hefur selt hús sitt við Hringbraut til félags í eigu Kjartans Gunnarssonar félaga síns til þess að fjármagna þennan kostnað. Hannes tók það hins vegar fram að hann væri afar þakklátur þeim sem skipulagt hafa söfnun honum til handa. Það fór þó ekki á milli mála að Hannesi sárnar að hafa verið dreginn í svona langdreginn málaferli líkt og þau sem sem hann stendur í með Jóni Ólafsson í Englandi. Hann viðurkenndi að hafa tekið fast til orða um Jón en sagði að bæði hann og Jón væru opinberar persónur sem yrðu að þola gagnrýni. Að lokum spurði Hannes: "Hvernig er það, eigum við ekki að leyfa smá málfrelsi að blakta eins og kerti?"
Tengdar fréttir Dómur fyrir ritstuld grafalvarlegt mál Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst segir að skólinn myndi taka mjög afdráttarlaust á málum ef prófessor við skólann yrði dæmdur fyrir ritstuld. 3. apríl 2008 14:02 Opinberun Hannesar fyrir helgi Þær upplýsingar fengust hjá rektorsskrifstofu Háskóla Íslands í dag að ákvörðunar væri að vænta í máli prófessors Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar fyrir helgi en yfirstjórn skólans fundar nú um málið. 3. apríl 2008 13:23 HÍ áminnir Hannes ekki fyrir ritstuld Brot Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxnes er áfall fyrir Háskóla Íslands að mati Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Hún telur sig hins vegar ekki geta áminnt Hannes vegna þess. 3. apríl 2008 18:59 Segir Hannes hafa logið að þjóðinni „Ef nemendur eru reknir fyrir að stela úr verkum annarra og gera þau að sínum þá hlýtur það sama að ganga yfir kennara. Er það ekki svoleiðis ef menn brjóta af sér í starfi sínu að þá missa þeir starfið?“ spyr Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri og dóttir Halldórs Kiljan Laxness, innt álits á væntanlegum viðbrögðum Háskóla Íslands við dómi Hæstaréttar. 3. apríl 2008 14:30 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Dómur fyrir ritstuld grafalvarlegt mál Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst segir að skólinn myndi taka mjög afdráttarlaust á málum ef prófessor við skólann yrði dæmdur fyrir ritstuld. 3. apríl 2008 14:02
Opinberun Hannesar fyrir helgi Þær upplýsingar fengust hjá rektorsskrifstofu Háskóla Íslands í dag að ákvörðunar væri að vænta í máli prófessors Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar fyrir helgi en yfirstjórn skólans fundar nú um málið. 3. apríl 2008 13:23
HÍ áminnir Hannes ekki fyrir ritstuld Brot Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxnes er áfall fyrir Háskóla Íslands að mati Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Hún telur sig hins vegar ekki geta áminnt Hannes vegna þess. 3. apríl 2008 18:59
Segir Hannes hafa logið að þjóðinni „Ef nemendur eru reknir fyrir að stela úr verkum annarra og gera þau að sínum þá hlýtur það sama að ganga yfir kennara. Er það ekki svoleiðis ef menn brjóta af sér í starfi sínu að þá missa þeir starfið?“ spyr Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri og dóttir Halldórs Kiljan Laxness, innt álits á væntanlegum viðbrögðum Háskóla Íslands við dómi Hæstaréttar. 3. apríl 2008 14:30