Óvissa með húsnæði áfangaheimilis Magnús Már Guðmundsson skrifar 7. júlí 2008 12:16 Jórunn Frímannsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er formaður velferðarráðs Reykjavíkur. Eigandi húsnæðis sem Heilsuverndarstöðin ætlar að nýta sem áfangaheimili í raðhúsalengju í Norðlingaholti var tekinn til gjaldþrotaskipta í apríl. Því er enn óvissa um hvort starfsemin hefjist á réttum tíma. Velferðarráð Reykjavíkur ákvað 9. apríl að ganga til samninga við Heilsuverndarstöðina um rekstur áfangaheimilis. Fjórir aðilar buðu í reksturinn og var tilboð SÁÁ fjórðungi lægra en tilboð Heilsuverndarstöðvarinnar. SÁÁ og Vinstri-grænir hafa gagnrýnt ákvörðun velferðarráðs. Stella Víðisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, og Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs, hafa rökstutt ákvörðunina og meðal annars sagt skipta máli að Heilsuverndarstöðin hafði til taks ,,afar hentugt húsnæði fyrir umrædda starfsemi." Raðhúsin Hólavað 1 til 11 í Norðlingaholti eru eigu félagsins Í skilum sem tekið var til gjaldþrotaskipta 8. apríl. Sigtryggur A. Magnússon, eigandi Í skilum, keypti í kjölfarið fyrirtækið Hagur. ,,Þetta voru bara mannleg mistök sem varð til þess að þetta fór á þessa leið," segir Sigtryggur og bætir við að gjaldþrotið hafi komið flatt upp á sig. í yfirlýsingu dagsettri 25. júní og skrifuð er af Sigtryggi vegna húsanna í Hólavaði og lögð var fyrir borgarráð 26. júní segir að samkomulag Hags og Heilsuverndarstöðvarinnar sé ,,óbreytt og fyrirséð að það samkomulag muni standa." Meirihlutinn lagði í kjölfarið fram bókun þar sem segir að húsnæðið standi ,,til boða eins og áður og verður afhent á réttum tíma." Sigtryggur segist hafa gert munnlegan samning við kröfuhafa í þrotabú Í skilum um að eignirnar verði framseldar til Hags á allra næstu dögum. ,,Ég er á fullu með menn í húsunum og ég væri ekki af því nema ég væri með allt mitt á hreinu," segir Sigtryggur. Jórunn segir að staðan sé óþægileg en bendir á að Reykjavíkurborg sé ekki búin að skrifa undir endanlegt samkomulag við Heilsuverndarstöðina um reksturinn og það verði ekki gert fyrir en að húsnæðismálin verði komin á hreint. ,,Það er ekki búið að loka þessu máli." ,,Ég veit ekki hvað gerist ef þetta gengur ekki eftir," segir Jórunn og bætir við að þörfin fyrir áfangaheimilið sé mikil. ,,Við höfum ekki neitt annað í hendi." Ekki náðist í Guðmund Kristjánsson, skiptastjóra þrotabús Í skilum, við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Segir sviðsstjóra pólitíska aðstoðarkona Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, segir Jórunni Frímannsdóttir hafa fengið sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkur með sér í ,,pólitískan slag" en saman hafa þær skrifað greinar um búsetuúrræði með félagslegum stuðningi. 3. júlí 2008 10:35 Eðlilega staðið að samningi um áfangaheimili Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar telur málefnalegar forsendur liggja að baki ákvörðun velferðarráðs að semja við Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun um áfangaheimili fyrir einstaklinga eftir meðferð. 12. júní 2008 11:26 Málaferli erfið leið fyrir SÁÁ Ari Matthíasson framkvæmdastjóri SÁÁ segir að samtökin eigi mikið undir samstarfi við Reykjavíkurborg og ríkið sem kaupi ákveðna þjónustu af samtökunum. Af þeim sökum sé ,,erfitt að standa í stjórnsýslukærum gagnvart þessum aðilum." 18. júní 2008 14:53 Undirskriftasöfnun hafin gegn áfangaheimili Hafin er undirskriftasöfnun í Norðlingaholti gegn fyrirhuguðu áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í haust. ,,Ég er skelfingu lostin yfir þessari ákvörðun," segir Díana Fjölnisdóttir. 4. júlí 2008 16:53 ,,Hún er ekki aðstoðarkona mín" Jórunn Frímannsdóttir segir skrif Þorleifs Gunnlaugssonar um samvinnu hennar og sviðsstjóra velferðarsviðs vera sérstök. ,,Ég þekkti Stellu ekki persónulega áður en hún var ráðin. Hún er ekki aðstoðarkona mín," segir Jórunn. 3. júlí 2008 13:00 Borgarráð staðfestir samkomulag við Heilsuvernarstöðina Meirihluti borgarráðs segir ákvörðun velferðarráðs um að ganga til samninga við Heilsuverndarstöðina um rekstur heimilis með félagslegum stuðningi byggja á faglegum rökum. 26. júní 2008 15:20 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Eigandi húsnæðis sem Heilsuverndarstöðin ætlar að nýta sem áfangaheimili í raðhúsalengju í Norðlingaholti var tekinn til gjaldþrotaskipta í apríl. Því er enn óvissa um hvort starfsemin hefjist á réttum tíma. Velferðarráð Reykjavíkur ákvað 9. apríl að ganga til samninga við Heilsuverndarstöðina um rekstur áfangaheimilis. Fjórir aðilar buðu í reksturinn og var tilboð SÁÁ fjórðungi lægra en tilboð Heilsuverndarstöðvarinnar. SÁÁ og Vinstri-grænir hafa gagnrýnt ákvörðun velferðarráðs. Stella Víðisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, og Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs, hafa rökstutt ákvörðunina og meðal annars sagt skipta máli að Heilsuverndarstöðin hafði til taks ,,afar hentugt húsnæði fyrir umrædda starfsemi." Raðhúsin Hólavað 1 til 11 í Norðlingaholti eru eigu félagsins Í skilum sem tekið var til gjaldþrotaskipta 8. apríl. Sigtryggur A. Magnússon, eigandi Í skilum, keypti í kjölfarið fyrirtækið Hagur. ,,Þetta voru bara mannleg mistök sem varð til þess að þetta fór á þessa leið," segir Sigtryggur og bætir við að gjaldþrotið hafi komið flatt upp á sig. í yfirlýsingu dagsettri 25. júní og skrifuð er af Sigtryggi vegna húsanna í Hólavaði og lögð var fyrir borgarráð 26. júní segir að samkomulag Hags og Heilsuverndarstöðvarinnar sé ,,óbreytt og fyrirséð að það samkomulag muni standa." Meirihlutinn lagði í kjölfarið fram bókun þar sem segir að húsnæðið standi ,,til boða eins og áður og verður afhent á réttum tíma." Sigtryggur segist hafa gert munnlegan samning við kröfuhafa í þrotabú Í skilum um að eignirnar verði framseldar til Hags á allra næstu dögum. ,,Ég er á fullu með menn í húsunum og ég væri ekki af því nema ég væri með allt mitt á hreinu," segir Sigtryggur. Jórunn segir að staðan sé óþægileg en bendir á að Reykjavíkurborg sé ekki búin að skrifa undir endanlegt samkomulag við Heilsuverndarstöðina um reksturinn og það verði ekki gert fyrir en að húsnæðismálin verði komin á hreint. ,,Það er ekki búið að loka þessu máli." ,,Ég veit ekki hvað gerist ef þetta gengur ekki eftir," segir Jórunn og bætir við að þörfin fyrir áfangaheimilið sé mikil. ,,Við höfum ekki neitt annað í hendi." Ekki náðist í Guðmund Kristjánsson, skiptastjóra þrotabús Í skilum, við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Segir sviðsstjóra pólitíska aðstoðarkona Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, segir Jórunni Frímannsdóttir hafa fengið sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkur með sér í ,,pólitískan slag" en saman hafa þær skrifað greinar um búsetuúrræði með félagslegum stuðningi. 3. júlí 2008 10:35 Eðlilega staðið að samningi um áfangaheimili Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar telur málefnalegar forsendur liggja að baki ákvörðun velferðarráðs að semja við Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun um áfangaheimili fyrir einstaklinga eftir meðferð. 12. júní 2008 11:26 Málaferli erfið leið fyrir SÁÁ Ari Matthíasson framkvæmdastjóri SÁÁ segir að samtökin eigi mikið undir samstarfi við Reykjavíkurborg og ríkið sem kaupi ákveðna þjónustu af samtökunum. Af þeim sökum sé ,,erfitt að standa í stjórnsýslukærum gagnvart þessum aðilum." 18. júní 2008 14:53 Undirskriftasöfnun hafin gegn áfangaheimili Hafin er undirskriftasöfnun í Norðlingaholti gegn fyrirhuguðu áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í haust. ,,Ég er skelfingu lostin yfir þessari ákvörðun," segir Díana Fjölnisdóttir. 4. júlí 2008 16:53 ,,Hún er ekki aðstoðarkona mín" Jórunn Frímannsdóttir segir skrif Þorleifs Gunnlaugssonar um samvinnu hennar og sviðsstjóra velferðarsviðs vera sérstök. ,,Ég þekkti Stellu ekki persónulega áður en hún var ráðin. Hún er ekki aðstoðarkona mín," segir Jórunn. 3. júlí 2008 13:00 Borgarráð staðfestir samkomulag við Heilsuvernarstöðina Meirihluti borgarráðs segir ákvörðun velferðarráðs um að ganga til samninga við Heilsuverndarstöðina um rekstur heimilis með félagslegum stuðningi byggja á faglegum rökum. 26. júní 2008 15:20 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Segir sviðsstjóra pólitíska aðstoðarkona Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, segir Jórunni Frímannsdóttir hafa fengið sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkur með sér í ,,pólitískan slag" en saman hafa þær skrifað greinar um búsetuúrræði með félagslegum stuðningi. 3. júlí 2008 10:35
Eðlilega staðið að samningi um áfangaheimili Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar telur málefnalegar forsendur liggja að baki ákvörðun velferðarráðs að semja við Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun um áfangaheimili fyrir einstaklinga eftir meðferð. 12. júní 2008 11:26
Málaferli erfið leið fyrir SÁÁ Ari Matthíasson framkvæmdastjóri SÁÁ segir að samtökin eigi mikið undir samstarfi við Reykjavíkurborg og ríkið sem kaupi ákveðna þjónustu af samtökunum. Af þeim sökum sé ,,erfitt að standa í stjórnsýslukærum gagnvart þessum aðilum." 18. júní 2008 14:53
Undirskriftasöfnun hafin gegn áfangaheimili Hafin er undirskriftasöfnun í Norðlingaholti gegn fyrirhuguðu áfangaheimili sem stefnt er að hefji starfsemi í haust. ,,Ég er skelfingu lostin yfir þessari ákvörðun," segir Díana Fjölnisdóttir. 4. júlí 2008 16:53
,,Hún er ekki aðstoðarkona mín" Jórunn Frímannsdóttir segir skrif Þorleifs Gunnlaugssonar um samvinnu hennar og sviðsstjóra velferðarsviðs vera sérstök. ,,Ég þekkti Stellu ekki persónulega áður en hún var ráðin. Hún er ekki aðstoðarkona mín," segir Jórunn. 3. júlí 2008 13:00
Borgarráð staðfestir samkomulag við Heilsuvernarstöðina Meirihluti borgarráðs segir ákvörðun velferðarráðs um að ganga til samninga við Heilsuverndarstöðina um rekstur heimilis með félagslegum stuðningi byggja á faglegum rökum. 26. júní 2008 15:20