Erlent

Gæludýrin að kafna úr spiki

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Það eru ekki bara menn sem eiga erfitt með þyngdina.
Það eru ekki bara menn sem eiga erfitt með þyngdina. MYND/ThisisLondon
Meira en helmingur hunda og katta í Bretlandi eru of feit, að sögn bresku dýraverndunarsamtakanna RSPCA. Vefsíða hefur verið sett á laggirnar til að hjálpa eigendum að kljást við stækkandi mittismál kisu og voffa.

Síðunni, ,,Pets Get Slim" er ætlað að hjálpa eigendunum að standast biðjandi brún augu besta vinarins, og halda dýrunum á megrunarfæði. Dýralæknirinn Joe Inglis, segir þetta ekki einungis vera útlitsspursmál. Spikið geti valdið gigt, sykursýki, lifrar- og hjartasjúkdómum.

Í rannsókn sem Edinborgarháskóli birti fyrr í mánuðinum kemur fram að feitir kettir séu þrisvar sinnum líklegri til að vera sykursjúkir en þeir sem eru í eðlilegum holdum. Einn af hverjum 230 köttum í Bretlandi eru sykursjúkir.

Samkvæmt RSPCA er einföld aðferð til að meta hvort gæludýrið sé of feitt sú að þreifa á skrokki þess. Sé erfitt að finna fyrir rifjum dýrsins, er það líklega of feitt.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.