Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2025 09:31 Guðni Eiríksson vill sjá FH keppa af fullum krafti um Íslandsmeistaratitilinn á næstu leiktíð. Sýn Sport Bræðurnir Guðni og Hlynur Svan Eiríkssynir hafa gert magnaða hluti með kvennalið FH sem lauk keppni í Bestu deildinni í 2. sæti nú um helgina og leikur því í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Guðni segir stjórn FH nú verða að sýna sama metnað og þjálfararnir sem annars gætu hugsað sér til hreyfings. Guðni mætti í beina útsendingu í uppgjörsþætti Bestu markanna á laugardaginn og var þá spurður út í framhaldið hjá FH-ingum. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Guðni setur kröfur á stjórn FH „Í þessum tröppugangi okkar, á þeim stað sem við erum akkúrat í dag, þá er bara ein trappa eftir. Til þess að stíga þá tröppu þá þarf að spýta í lófana. Við þjálfarar getum bara gert svo og svo mikið. Stjórn knattspyrnudeildar FH þarf að stíga þetta skref með okkur,“ sagði Guðni. „Endurskoða hlutina“ ef stjórnin stefnir ekki eins hátt „Ég held að við höfum maxað það sem við erum með í höndunum,“ sagði Guðni sem vonast eftir því að stjórn FH styrki núna leikmannahópinn þannig að hægt verði að keppa af fullum þunga um Íslandsmeistaratitilinn á næstu leiktíð. „Það verður að koma í ljós núna hvort að þeir séu með okkur eða ekki. Við bræður erum algjörlega þar að ef að stjórn er ekki tilbúin í að bakka okkur upp til að fara upp þessa tröppu þá förum við bara að endurskoða hlutina,“ sagði Guðni og hljómaði eins og þeir bræður myndu hreinlega hætta ef ekki yrði nóg lagt í að gera FH samkeppnishæft í titilbaráttu á næstu leiktíð. Myndi hann segja já við Breiðablik? Helena Ólafsdóttir, sem var einnig með Nik Chamberlain fráfarandi þjálfara Breiðabliks í heimsókn, spurði Guðna hreinlega hvað hann myndi gera ef að Blikar hefðu samband, í leit sinni að arftaka Niks: „Góð spurning. Ég er rosalegur FH-ingur. Það er bara svarthvítt blóð í mér. Ég er ekki bara þjálfari hjá FH heldur líka stuðningsmaður. Þetta eru flóknar tilfinningar. En fórnarkostnaðurinn er mikill í því að vera þjálfari,“ sagði Guðni og svaraði spurningunni svo sem ekki afdráttarlaust en bætti við: „Ég verð að sjá eitthvað drive í því sem maður er að gera. Ég fer ekki inn í neitt verkefni með hálfum hug. Þetta hefur allt saman gengið upp, við höfum breytt FH sem knattspyrnuliði kvennamegin og gert þetta að mjög spennandi klúbbi að koma til, en þessi eina trappa er eftir,“ sagði Guðni og bætti við að FH væri núna á fjórða ári í fimm ára plani bræðranna. FH Bestu mörkin Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Guðni mætti í beina útsendingu í uppgjörsþætti Bestu markanna á laugardaginn og var þá spurður út í framhaldið hjá FH-ingum. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Guðni setur kröfur á stjórn FH „Í þessum tröppugangi okkar, á þeim stað sem við erum akkúrat í dag, þá er bara ein trappa eftir. Til þess að stíga þá tröppu þá þarf að spýta í lófana. Við þjálfarar getum bara gert svo og svo mikið. Stjórn knattspyrnudeildar FH þarf að stíga þetta skref með okkur,“ sagði Guðni. „Endurskoða hlutina“ ef stjórnin stefnir ekki eins hátt „Ég held að við höfum maxað það sem við erum með í höndunum,“ sagði Guðni sem vonast eftir því að stjórn FH styrki núna leikmannahópinn þannig að hægt verði að keppa af fullum þunga um Íslandsmeistaratitilinn á næstu leiktíð. „Það verður að koma í ljós núna hvort að þeir séu með okkur eða ekki. Við bræður erum algjörlega þar að ef að stjórn er ekki tilbúin í að bakka okkur upp til að fara upp þessa tröppu þá förum við bara að endurskoða hlutina,“ sagði Guðni og hljómaði eins og þeir bræður myndu hreinlega hætta ef ekki yrði nóg lagt í að gera FH samkeppnishæft í titilbaráttu á næstu leiktíð. Myndi hann segja já við Breiðablik? Helena Ólafsdóttir, sem var einnig með Nik Chamberlain fráfarandi þjálfara Breiðabliks í heimsókn, spurði Guðna hreinlega hvað hann myndi gera ef að Blikar hefðu samband, í leit sinni að arftaka Niks: „Góð spurning. Ég er rosalegur FH-ingur. Það er bara svarthvítt blóð í mér. Ég er ekki bara þjálfari hjá FH heldur líka stuðningsmaður. Þetta eru flóknar tilfinningar. En fórnarkostnaðurinn er mikill í því að vera þjálfari,“ sagði Guðni og svaraði spurningunni svo sem ekki afdráttarlaust en bætti við: „Ég verð að sjá eitthvað drive í því sem maður er að gera. Ég fer ekki inn í neitt verkefni með hálfum hug. Þetta hefur allt saman gengið upp, við höfum breytt FH sem knattspyrnuliði kvennamegin og gert þetta að mjög spennandi klúbbi að koma til, en þessi eina trappa er eftir,“ sagði Guðni og bætti við að FH væri núna á fjórða ári í fimm ára plani bræðranna.
FH Bestu mörkin Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira