Ferðamennska á Íslandi

Fréttamynd

Leita að parísarhjólsstjóra

Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Þetta kemur fram á vef borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Bláa lónið opnað á ný

Allar starfsstöðvar Bláa lónsins hafa verið opnaðar á ný eftir lokun og rýmingu síðdegis á laugardag þegar allt benti til þess að eldgos væri yfirvofandi. 

Innlent
Fréttamynd

Ís­lensk strandmenning í brenni­depli á Akra­nesi

Íslensk strandmenning – staða hennar og framtíð er yfirskrift málþings sem Vitafélagið – íslensk strandmenning stendur fyrir á Akranesi eftir hádegi í dag, mánudag 4. mars. Þar verða fyrirlestrar, tónlist og umræður um stöðu og fjölbreytileika íslenskrar strandmenningar og því meðal annars velt upp hvort þessi menningararfur Íslendinga sé í hættu.

Menning
Fréttamynd

Ís­lendingar sleppa við greiðslu með vildarkorti

Allir gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa aðgangsmiða að byggingunni og á það líka við þá sem ætla sér bara á kaffihúsið, veitingastaðinn eða útsýnispallinn á efstu hæðunum. Íslendingar geti sótt um vildarvinakort og þannig sleppt við að borga sig inn.

Innlent
Fréttamynd

Fimm til átta hundruð manns í Bláa lóninu

Unnið er að því að rýma Grindavík, Bláa lónið og svæðið í kringum Svartsengi vegna þeirrar skjálftavirkni sem tók sig upp á Sundhnúkagígsröðinni um klukkan 16 í dag. Mörg hundruð manns voru í Bláa lóninu þegar viðvörunarlúðrarnir fóru í gang. 

Innlent
Fréttamynd

Hafa tryggt sér fjóra milljarða

Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hag­vöxtur 4,1 prósent í fyrra

Niðurstöður þjóðhagsreikninga fyrir síðasta ár benda til þess að hagvöxtur, það er breyting á landsframleiðslu á föstu verðlagi, hafi numið 4,1 prósent. Áætlað nafnvirði vergrar landsframleiðslu var 4.279 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjár­festar virðast enn hafa „litla trú“ á við­snúningi í rekstri Kviku

Á síðustu fjórðungum hefur „fátt ef eitthvað“ fallið með rekstrinum hjá Kviku og miðað við markaðsvirði bankans, sem er með TM í söluferli, eru væntingar fjárfesta til framhaldsins „mjög hófstilltar,“ að sögn forstjóra Stoða sem telur að undirliggjandi hagnaður eigi að geta tvöfaldast. Fjárfestingafélagið, sem er ráðandi hluthafi í First Water, segir eldið hafa gengið „vonum framar“ í fyrsta fasa og útlit sé fyrir að heildarframleiðsla landeldisfyrirtækisins verði töluvert meiri en áður var talið.

Innherji
Fréttamynd

Ferða­þjónusta, inn­flytj­endur og ís­lenskt sam­fé­lag

Undanfarið hafa ferðaþjónusta og innflytjendur átt það sameiginlegt að vera áberandi í fjölmiðlaumræðu og í spjalli á kaffistofum landsmanna með einum eða öðrum hætti. Heyrst hefur að ferðaþjónusta standi á bak við meginþorra þess vaxtar sem orðið hefur í fjölda starfandi innflytjenda hér á landi frá árinu 2017. 

Skoðun
Fréttamynd

Ferða­manni bjargað af flæði­skeri

Björgunarsveitarmenn frá Lífsbjörg í Snæfellsbæ björguðu undir kvöld ferðamanni af flæðiskeri á sunnaverðu Snæfellsnesi. Maðurinn var fastur á skeri undan ströndum Ytri Tungu og var honum bjargað á síðustu stundu.

Innlent
Fréttamynd

Verð­met­ur Play svip­að og í yfir­standandi út­boð­i

Jakobsson Capital metur virði hlutafjár Play svipað og gert er í yfirstandandi hlutafjárútboði flugfélagsins. „Helsti munur á Play og Icelandair liggur í rekstrarstöðugleika og fjármögnunaráhættu,“ segir í nýju verðmati, en greinandi telur áætlanir félaganna um að vera með samanlagt yfir 60 flugvélar í rekstri innan fimm ára vera óraunhæfar.

Innherji
Fréttamynd

Eldur kviknaði í rútu í Hafnar­firði

Eldur kom upp í rútu við bensínstöð N1 við Lækjargötu í Hafnarfirði í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu komu allir farþegar auk bílstjóra sér út í tæka tíð.

Innlent
Fréttamynd

„Fólk situr uppi með bankalánin þótt það missi húsin sín“

„Ég er fædd og uppalin í þessari borg og áður en Rússarnir komu, hafði ég ekki í eitt augnablik velt því fyrir mér að flytja þaðan. Enda var ég gift, hamingjusöm, átti fjögurra ára strák, er vel menntuð og var í mjög góðu starfi hjá stóru fyrirtæki,“ segir Yulia Zhatkina flóttakona frá Úkraínu.

Áskorun
Fréttamynd

Hlut­hafar vilja drífa hluta­fjár­aukningu Play af

Stór hluthafi í Play segir æskilegt í ljósi þess að tilkynnt hafi verið um að til standi að auka hlutafé flugfélagsins að það verði gert á næstu dögum og helst ekki síðar en í þessum mánuði. Til skamms tíma ætti fyrirhugað hlutafjárútboð að leiða til þess að gengi bréfa félagsins haldist niðri en forstjóri Play hefur sagt að hlutafjáraukninguna þurfi ekki á næstu mánuðum til að fjármagna reksturinn.

Innherji