Jól

Fréttamynd

Afþakka jólatré númer 50 frá Noregi

Samþykkt var í bæjarráði Garðabæjar í gær að afþakka jólatré frá vinabænum Asker í Noregi. Hefð var fyrir því síðastliðin 49 ár að Asker gæfi vinabæ sínum stórt og íburðarmikið jólatré sem staðið hefur á Garðatorgi.

Innlent
Fréttamynd

Krossfesting á öllum betri jólasýningum

Emmsjé Gauti heldur jólatónleika sína, Jülevenner, þriðja árið í röð. Í ár kemur fram einvala lið tónlistarfólks ásamt rapparanum sí­vinsæla, en hann lofar leynigesti og heimsókn frá heilögum anda.

Lífið
Fréttamynd

Borgin bauð 18 þúsund manns á leiksýningar

Reykjavíkurborg gaf starfsfólki gjafakort í Borgarleikhúsið fyrir 43,5 milljónir í jólagjöf. Jafngildir ríflega 18 þúsund miðum. Myndi fylla stóra sal leikhússins 32 sinnum. Sjálfstæðismenn vildu leita tilboða.

Innlent
Fréttamynd

Haldið upp á þrettándann í dag

Þrettándagleði verður haldin víða á höfuðborgarsvæðinu í dag með tilheyrandi brennum og flugeldum. Dagurinn á sér langa og merkilega sögu að sögn Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þjóðfræðings.

Innlent
Fréttamynd

Um 40 manns á bráðamóttöku á jólanótt

Yfirmaður á bráðamóttöku Landspítalans segir að jólanóttin hafi verið með rólegra móti, þó hafi um 40 manns leitað þangað í gær. Búist er við auknu álagi í kvöld og næstu daga.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.