Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Siggi stormur spáir rauðum jólum

Einn umdeildasti veðurfræðingur landsins spáir rauðum jólum á flestum landshlutum í ár. Spádóminn setti hann fram í Reykjavík síðdegis í dag en tók fram að spáin gæti breyst og því væru hvít jól ekki útilokuð þó þau þyki ólíkleg.

Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Passaðu púlsinn í desem­ber

Nú þegar jólaösin er komin á fullt skrið er margt í gangi hjá fólki. Á þessum tíma árs er oft meira um að vera í vinnunni, ýmis verkefni sem þarf að klára fyrir jólafríið. Þar að auki bætast við væntingar og hlutir eins og kaup á jólagjöfum, jólaboð, bakstur, skreytingar og margt fleira.

Skoðun
Fréttamynd

Epli með nýja stórglæsi­lega verslun

Epli opnaði nýlega aftur verslun sína við Laugaveg eftir miklar breytingar. Nýja verslunin er glæsileg, björt og rúmgóð þar sem mikið er lagt upp úr stílhreinu og björtu útliti sem er einkennandi fyrir verslanir Apple erlendis.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Konfekt­leikur í til­efni 90 ára af­mælis Nóa Síríus

Í tilefni þess að 90 ár eru liðin frá því að Nói Síríus hóf konfektgerð hér á landi býður fyrirtækið upp á sannkallaða afmælisveislu fyrir viðskiptavini sína. Í 90 kössum af 1 kg og 1,2 kg Nóa Síríus konfekti má finna glæsilega vinninga dreifða í verslanir um allt land.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Kanónur í jólakósí

Einhverjir ástsælustu rithöfundar landsins buðu desember velkominn með huggulegu jólakvöldi í Ásmundarsal. Margt var um manninn og jólastemningin tók yfir. 

Menning
Fréttamynd

Bjóða upp á jóla­kaffi allar helgar fram að jólum

Lavazza sérverslunin í Hagkaup í Smáralind er sannkölluð gullkista kaffisælkerans. Þar fæst úrval af kaffi, kaffifylgihlutum, gjafavörum og handgerðu súkkulaði. Kaffibarþjónar munu standa vaktina og bjóða uppá upp á ilmandi jólakaffi allar helgar fram að jólum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Bein út­sending: Litlu jól Blökastsins

Litlu jól Blökastsins fara fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpi Vísis klukkan 19:30 í dag. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinþór Hróar Steinþórsson munu þar opna yfir fimmtíu jólagjafir og draga út áskrifanda fyrir hverja gjöf.

Jól
Fréttamynd

Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus

Bækur sem seldar eru í Bónus eru ódýrastar í 95 prósent tilfella samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ 3. desember síðastliðinn. Í tilkynningu kemur fram að litlu muni á verði Bónus og Nettó, en Bónus hafi verið ódýrara í 117 af 120 samanburðum milli þeirra tveggja.

Neytendur
Fréttamynd

Jólabingó Blökastsins á sunnu­dag

Litlu jól Blökastsins fara fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpi Vísis klukkan 19:30 sunnudaginn 7. desember næstkomandi. Auddi, Steindi og Egill ætla að hafa það huggulegt á náttfötunum með heitt kakó og hvetja áhorfendur til þess að gera slíkt hið sama.

Jól
Fréttamynd

Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark

Að velja jólagjöf er skemmtilegt verkefni en getur verið áskorun. Í desember lengist listinn yfir þau sem okkur langar að gleðja með hverjum deginum og ekki alltaf ljóst hvað hentar hverjum og einum. Hér eru nokkrar hugmyndir sem hitta í mark.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Að fá ó­væntan skatt í jóla­gjöf

Nú þegar flest fyrirtæki eru farin að huga að jólagjöfum og hátíðlegum viðburðum fyrir starfsfólk í desember langar mig að deila með ykkur stuttum leiðbeiningum um þær skattareglur sem gilda á árinu 2025.

Skoðun