
Bókmenntir

„Fundum fyrir miklum skorti á efni sem endurspeglaði okkar fjölskylduform“
„Kveikjan að bókinni Vertu þú er einfaldlega sú að börnin okkar og öll börn í mismunandi fjölskylduformum, með mismunandi bakgrunn, áhugamál, kyntjáningu, kynvitund og drauma geti speglað sinn veruleika í bókinni.“

Merkilegt hvernig talan 64 markar örlög Fischers
Skákmeistarinn Bobby Fischer var rangfeðraður og talan 64 reyndist undarleg örlagatala í öllu lífi hans. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri bók um skákeinvígið 1972, sem kom Reykjavík á spjöld sögunnar.

Glæpasagan jafn merkilegt bókmenntaform og hvað annað
Ragnar Jónasson glæpasagnahöfundur heldur því fram að góð glæpasaga snúist ekki síður um persónusköpun en sjálft plottið.

Át sveppi með Bubba og ritaði um hann bók hálfri öld síðar
Árni Matthíasson segir að aldrei sé hægt að fá nóg af Bubba Morthens.

Rithöfundurinn Jan Myrdal er látinn
Sænski rithöfundurinn og samfélagsrýnirinn Jan Myrdal er látinn, 93 ára að aldri.

Sagnfræðingar biðla til bóksala vegna nasistabókar
Hópur sagnfræðinga og sagnfræðinema hefur skrifað undir áskorun til bóksala þar sem skorað er á þá að taka bókina Tröllasaga tuttugustu aldarinnar ekki í sölu.

Eliza Reid skrifar bók um íslensku kvenskörungana
Eliza Reid, forsetafrú Íslands, hefur undanfarið unnið að bók sem fjallar um jafnréttisbaráttuna hér á landi og afrek íslenskra kvenna á því sviði.

Þetta eru verðlaunahafar Norðurlandaráðs í ár
Monika Fagerholm, Jens Mattsson, Jenny Lucander, Dag Johan Haugerud, Yngve Sæther, Sampo Haapamäki og Jens-Kjeld Jensen tóku við verðlaunum Norðurlandaráðs 2020 á stafrænni verðlaunaafhendingu í kvöld.

Bein útsending: Stafrænt útgáfuhóf í Hafnarfirði
Hjónin Gunnar Helgason og Björk Jakobsdóttir bjóða í Gaflaraleikhúsið í Hafnarfirði þar sem þau fagna útgáfu nýrra bóka sinna.

Oft ekki sammála sjálfum sér
Halldór Armand segir nýja bók sína, sem ber titilinn Bróðir, marka kaflaskil á ferli hans.

Rut Guðnadóttir handhafi Íslensku barnabókaverðlaunanna
Rut Guðnadóttir er handhafi Íslensku barnabókaverðlaunanna í ár. Verðlaunin hlýtur hún fyrir bókina Vampírur, vesen og annað tilfallandi.

Hið litla sæta og gerspillta Ísland
Gamalgróin spilling og klíkuræði hefur lengi verið plága á Íslandi; ávísun á andverðleikasamfélag að mati Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur.

Ætla sér að leysa ráðgátuna um „ólæsilega hraðskrift“ Astridar Lindgren
Hópur bókmenntafræðinga, tölvunarfræðinga og hraðritara í Svíþjóð hefur nú verið falið að ráða í og lesa úr frumhandritum barnabókahöfundarins Astridar Lindgren. Hún notaðist við sérstaka hraðskrift sem enginn annar gat lesið. Hún kallaði táknin „krumelunser“.

Ragnheiður hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar
Ragnheiður Lárusdóttir tók í dag við Bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar 2020 fyrir handrit sitt að ljóðabókinni1900 og eitthvað.

Louise Glück hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels
Bandaríski rithöfundurinn Louise Glück hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár.

Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels?
Sænska akademían tilkynnir í dag hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels.

Katrín Júlíusdóttir verðlaunuð fyrir spennusögu
Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hlaut í dag spennusagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir bókina Sykur.

Mál og menning við Laugaveg vaknar til lífsins á ný
Garðar Kjartansson hefur skrifað undir tíu ára leigusamning.

Dan Brown naut sín á Tröllaskaga
Bandaríski metsölurithöfundurinn Dan Brown er staddur á Íslandi. Það sést glögglega á færslum sem birst hafa á Facebook-síðu hans undanfarna daga.

Sam McBratney látinn
Sam McBratney, höfundur barnabókarinnar Veistu hvað ég elska þig mikið? er látinn.

Afkastamiklir bókaþjófar stálu bókum að andvirði hálfs milljarðs króna
Lögreglan í Lundúnum greindi frá því í yfirlýsingu í dag að um tvö hundruð afar verðmætar bækur, sem hafði verið stolið í Bretlandi árið 2017, hefðu fundist í verksmiðju í Rúmeníu á miðvikudag við húsleit lögreglu. Þjófarnir höfðu komið þeim fyrir undir gólffjölum verksmiðjunnar.

Höfundur Forrest Gump fallinn frá
Bandaríski rithöfundurinn Winston Groom er látinn, 77 ára að aldri.

CBS framleiðir sjónvarpsþætti eftir Dimmu Ragnars
Sjónvarpsþáttaröð byggð á Dimmu eftir Ragnar Jónasson verður eitt fyrsta verkefnið sem framleiðslufyrirtækið Stampede og bandaríski sjónvarpsrisinn CBS Studios taka saman höndum um, samkvæmt nýundirrituðum samningi fyrirtækjanna.

Bryndís fagnar útkomu uppgjörsbókar sinnar
Líf og fjör að heimili þeirra Bryndísar og Jóns Baldvins um helgina.

Ólafur E. Friðriksson látinn
Einn af brautryðjendum fréttastofu Stöðvar 2, Ólafur E. Friðriksson, er látinn, 66 ára að aldri, eftir langvinn veikindi. Hann þótti einn öflugasti stjórnmálafréttamaður landsins.

Námsmenn nýta netið til að versla en velja prentað form
Rafrænar bækur er aðeins lítill hluti seldra bóka í Bóksölu stúdenta og segir Óttarr Proppé verslunarstjóri að enn sem komið er sé engin bylting í eftirspurn eftir rafbókum.

„Hólmavík á Vestfjörðum“
Breski rithöfundurinn J.K. Rowling lagði leið sína til Íslands og heimsótti meðal annars Galdrasafnið á Hólmavík.

Sólrún Diego gefur út skipulagsbækur
Sólrún Diego ætlar að skella sér aftur í jólabókaflóðið og sendir frá sér tvær bækur fyrir jólin í ár. Hún segir að verkefnið hafi orðið til í kórónuveirufaraldrinum. Markmiðið er að auðvelda öðrum að skipuleggja sig betur.

Óska eftir sjónarmiðum vegna kaupa Storytel á Forlaginu
Samkeppniseftirlitið óskar eftir sjónarmiðum vegna kaupa Storytel á 70 prósent eignarhlut í Forlaginu.

Íslendingar bregðist almennt illa við „fantaskap stórs aðila“
Útgefandi Uglu fagnar skjótum viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins því hann hafi óttast á tímabili að útgáfan myndi ekki lifa höggið af.