Viðskipti erlent

Spotify kaupir hljóðbókaveitu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Spotify stækkar við sig.
Spotify stækkar við sig. Getty/Sommer

Streymisveitan Spotify hyggst kaupa hljóðbókarveituna og dreifingarfyrirtækið Findaway. Endanlegt kaupverð liggur ekki fyrir.

Findaway dreifir hljóðbókum og býður upp á streymi undir vörumerkinu Findaway Voices. Fyrirtækið hefur einnig sérhæft sig í því að tengja saman bókahöfunda og upplesara, sem gæti reynst öflug tekjulind fyrir Spotify. The Verge segir frá.

Nir Zacherman, yfirmaður hljóðbókasviðs hjá Spotify, segir að kaupin munu gera fyrirtækinu kleift að bæta inn sérstakri hljóðbókaskrá á Spotify. Neytendur geti þannig í raun fengið allt hljóðefni sem þá dreymir um á einum stað.

Innrás Spotify á hljóðbókamarkaðinn heldur því áfram en risinn gerði samkomulag við hljóðbókaveituna Storytel fyrr á þessu ári.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×