Vilja taka réttindi af íslendingum í ESB og EES Jón Frímann Jónsson skrifar 15. október 2024 10:31 Þegar Bretland gekk úr Evrópusambandinu þann 30. janúar 2020 þá töpuðu ríkisborgarar Bretland öllum réttindum sínum innan Evrópusambandsins. Þetta þýðir meðal annars að Bretar sem vilja flytja til Evrópusambandsins og Íslands þurfa núna að sækja um heimild til þess að búa á Íslandi, sækja um leyfi til þess að vinna á Íslandi eins og allir aðrir þriðja ríkis borgarar sem flytja til Íslands. Þegar Bretland var í Evrópusambandinu, þá þurft Bretar bara að flytja til Íslands, fá kennitölu og finna sér vinnu. Núna er Bretum einnig óheimilt að vera lengur innan Evrópusambandsins en sem nemur 90 dögum á hverjum 180 dögum. Auk allra annara áhrifa sem Breskir ríkisborgarar urðu fyrir sem ég nefni ekki hérna. Listinn er mjög langur. Með skipulögðum lygum, þá voru öll réttindi Breta tekin af þeim. Réttindi sem þeir höfðu fengið síðan árið 1973 og síðan 1993 þegar stofnað var til Evrópusambandsins. Allt saman á grundvelli lyga, rasisma, fasisma og öfga-hægri mennsku sem er mjög skaðleg þjóðfélögum. Núna vilja andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi gera þetta við Íslendinga. Þar er talað núna um að fríverslunarsamningar séu betri en aðild Íslands að EES í gegnum EFTA. Þetta er ekkert nema kjaftæði og ef af þessu yrði. Þá yrðu íslendingar réttinda lausir eins og Bretar í Evrópusambandinu. Það mundi einnig stöðva útflutning á fiski og landbúnaðarvörum frá Íslandi til Evrópusambandsins í einhverja mánuði, þar sem þá væri Ísland ekki land sem er hluti af innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES, heldur yrði Ísland þriðja ríki gagnvart Evrópusambandinu og þá koma aðrar reglur og kröfur til. Þar sem þessar kröfur eru settar núna í lögum með EES samningum. Fríverslunarsamningur mundi ekki ná yfir þessi atriði, vegna þess að fríverslunarsamningur snýr eingöngu að viðskiptum fyrirtækja í Evrópusambandinu. Almenningur mundi ekki græða neitt á þessu, almenningur mundi tapa öllu á svona breytingu. Íslendingar mundu sem dæmi, tapa réttinum til þess að kaupa húsnæði á Spáni og yrði takmarkaðir við viðveru á Spáni í 90 daga á hverjum 180 dögum. Einnig sem að þá getur spænska ríkið gert þá kröfu um að þeir íslendingar sem færu til Spánar sanni að þeir geti séð um sig og hafi fjárráð til að vera á Spáni. Þetta er reglulega gert við ríkisborgara frá ríkjum utan Evrópusambandsins, EES og Sviss. Það er alveg ljóst að Evrópu andstæðingar á Íslandi hata almenning og vilja og stefna að því að gera líf almennings á Íslandi mun erfiðara en hefur verið hingað til. Íslendingar mundu fara aftur til ársins 1992 varðandi réttindi í Evrópu við útgöngu úr EES samningum. Það á að berjast gegn öllum þeim málflutningi og þeim sem vilja skerða réttindi Íslendinga, skerða fullveldi íslendinga niður í ekki neitt og stórskaða efnahag Íslands með því að minnka hann niður í ekki neitt og koma Íslandi þangað sem það var í kringum árið 1990. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu var byggð á lygum og nýjustu kannanir sýna að meira en 60% Breta sjá eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þó er ekki víst hvenær Bretland sækir aftur um aðild að Evrópusambandinu og verður aftur aðili. Það ferli gæti tekið marga áratugi að eiga sér stað og ljóst að núverandi ríkisstjórn Bretlands mun ekki gera það. Efnahagur Bretlands er núna um 2,5% til 3% minni en ef Bretlandi hefði verið áfram í Evrópusambandinu og þetta gat mun eingöngu aukast með tímanum. Evrópu andstæðingar á Íslandi vilja gera þetta sama við íslensku þjóðina og sjá ekkert að því. Vegna þess að þeir hugsa ekki um íslensku þjóðina, þeir eru að hugsa um einhverja allt aðra hagsmuni sem ég veit ekki hverjir eru. Höfundur er búsettur í Evrópusambandinu og er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Brexit Jón Frímann Jónsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Sjá meira
Þegar Bretland gekk úr Evrópusambandinu þann 30. janúar 2020 þá töpuðu ríkisborgarar Bretland öllum réttindum sínum innan Evrópusambandsins. Þetta þýðir meðal annars að Bretar sem vilja flytja til Evrópusambandsins og Íslands þurfa núna að sækja um heimild til þess að búa á Íslandi, sækja um leyfi til þess að vinna á Íslandi eins og allir aðrir þriðja ríkis borgarar sem flytja til Íslands. Þegar Bretland var í Evrópusambandinu, þá þurft Bretar bara að flytja til Íslands, fá kennitölu og finna sér vinnu. Núna er Bretum einnig óheimilt að vera lengur innan Evrópusambandsins en sem nemur 90 dögum á hverjum 180 dögum. Auk allra annara áhrifa sem Breskir ríkisborgarar urðu fyrir sem ég nefni ekki hérna. Listinn er mjög langur. Með skipulögðum lygum, þá voru öll réttindi Breta tekin af þeim. Réttindi sem þeir höfðu fengið síðan árið 1973 og síðan 1993 þegar stofnað var til Evrópusambandsins. Allt saman á grundvelli lyga, rasisma, fasisma og öfga-hægri mennsku sem er mjög skaðleg þjóðfélögum. Núna vilja andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi gera þetta við Íslendinga. Þar er talað núna um að fríverslunarsamningar séu betri en aðild Íslands að EES í gegnum EFTA. Þetta er ekkert nema kjaftæði og ef af þessu yrði. Þá yrðu íslendingar réttinda lausir eins og Bretar í Evrópusambandinu. Það mundi einnig stöðva útflutning á fiski og landbúnaðarvörum frá Íslandi til Evrópusambandsins í einhverja mánuði, þar sem þá væri Ísland ekki land sem er hluti af innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES, heldur yrði Ísland þriðja ríki gagnvart Evrópusambandinu og þá koma aðrar reglur og kröfur til. Þar sem þessar kröfur eru settar núna í lögum með EES samningum. Fríverslunarsamningur mundi ekki ná yfir þessi atriði, vegna þess að fríverslunarsamningur snýr eingöngu að viðskiptum fyrirtækja í Evrópusambandinu. Almenningur mundi ekki græða neitt á þessu, almenningur mundi tapa öllu á svona breytingu. Íslendingar mundu sem dæmi, tapa réttinum til þess að kaupa húsnæði á Spáni og yrði takmarkaðir við viðveru á Spáni í 90 daga á hverjum 180 dögum. Einnig sem að þá getur spænska ríkið gert þá kröfu um að þeir íslendingar sem færu til Spánar sanni að þeir geti séð um sig og hafi fjárráð til að vera á Spáni. Þetta er reglulega gert við ríkisborgara frá ríkjum utan Evrópusambandsins, EES og Sviss. Það er alveg ljóst að Evrópu andstæðingar á Íslandi hata almenning og vilja og stefna að því að gera líf almennings á Íslandi mun erfiðara en hefur verið hingað til. Íslendingar mundu fara aftur til ársins 1992 varðandi réttindi í Evrópu við útgöngu úr EES samningum. Það á að berjast gegn öllum þeim málflutningi og þeim sem vilja skerða réttindi Íslendinga, skerða fullveldi íslendinga niður í ekki neitt og stórskaða efnahag Íslands með því að minnka hann niður í ekki neitt og koma Íslandi þangað sem það var í kringum árið 1990. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu var byggð á lygum og nýjustu kannanir sýna að meira en 60% Breta sjá eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þó er ekki víst hvenær Bretland sækir aftur um aðild að Evrópusambandinu og verður aftur aðili. Það ferli gæti tekið marga áratugi að eiga sér stað og ljóst að núverandi ríkisstjórn Bretlands mun ekki gera það. Efnahagur Bretlands er núna um 2,5% til 3% minni en ef Bretlandi hefði verið áfram í Evrópusambandinu og þetta gat mun eingöngu aukast með tímanum. Evrópu andstæðingar á Íslandi vilja gera þetta sama við íslensku þjóðina og sjá ekkert að því. Vegna þess að þeir hugsa ekki um íslensku þjóðina, þeir eru að hugsa um einhverja allt aðra hagsmuni sem ég veit ekki hverjir eru. Höfundur er búsettur í Evrópusambandinu og er rithöfundur.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar