Samgöngur

Fréttamynd

Telur að afsláttur til Eyjamanna feli ekki í sér mismunun

Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf segir að ekki sé verið að mismuna fólki eftir búsetu með því að bjóða Vestmannaeyingum helmingsafslátt í Herjólf. Hann segir að verið sé að færa kerfið úr fyrirframgreiddum afsláttarkortum yfir í stakar ferðir.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að völlurinn á Höfn verði millilandaflugvöllur

Birta ætti upplýsingar um flugveðurskilyrði á ensku sem og notkunarleiðbeiningar fyrir flugmenn á vefsíðu Veðurstofunnar. Einnig ætti að gera flugvöllinn á Höfn að millilandaflugvelli. Þessar tillögur birti Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) í skýrslu um atvik sem átti sér stað þann 4. júlí 2014 á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Vill ramma inn samgöngumál á næstu tveimur mánuðum

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að á næstu tveimur mánuðum muni samtalið um uppbyggingu á stofnbrautum og almenningssamgöngum á Höfuðborgarsvæðinu verði endanlega rammað inn. Það muni skýra stefnu í þessum málum umtalsvert en hart hefur verið tekist á um þessi mál á sviði stjórnmálanna. Einnig segist Sigurður Ingi vongóður um að geta bundið enda á samtalið um úrbætur við Sundabraut.

Innlent
Fréttamynd

Fólk fær einn séns með nýju stöðumælana

Dæmi eru um að ný tegund stöðumæla hafi valdið ruglingi hjá ökumönnum. Mælarnir voru teknir í notkun fyrir mánuði og uppsetning síðustu mælanna klárast brátt. Ökumenn fá nokkurra mánaða svigrúm til að aðlagast græjunum.

Innlent