Farþegar á leið til Dublin og Gatwick illa upplýstir: „Mér fannst ég skilinn eftir einn til að þjást“ Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 25. mars 2019 19:57 Erfitt hefur reynst að ná tali af forsvarsmönnum WOW air til þess að fá nákvæmar upplýsingar um stöðu félagsins. Samkvæmt upplýsingum frá fréttastofu hefur starfsemi félagsins á Keflavíkurflugvelli verið nær eðlileg, ef frá eru taldar brottfarir til Dublin og London Gatwick. Þá ber einnig að nefna að tveimur flugferðum félagsins frá Gatwick til Keflavíkur hefur verið aflýst. Ferðamenn sem áttu bókuð flug héðan með WOW í dag segja farir sínar ekki sléttar. Samkvæmt samtölum fréttastofu við nokkra farþega hefur flugum félagsins frá Keflavík til Dublin og London Gatwick verið aflýst, eftir ítrekaðar frestanir. Fréttastofa náði tali af nokkrum svekktum farþegum í Leifsstöð þar sem þeir lýstu hrakförum sínum. Tiara Moriarty frá Írlandi átti bókað flug með WOW frá Keflavík til Dublin snemma í morgun. Við komuna á flugvöllinn var honum og ferðafélaga hennar tjáð að flugi þeirra hefði verið fresta til 20:50 um kvöldið. Þegar að innskráningu í flugið var komið var þeim þá tjáð að fluginu hefði verið aflýst. John Flannagan, einnig frá Írlandi, hafði svipaða sögu að segja en flugi hans til Írlands var ítrekað frestað og loks aflýst. Honum hafi þá verið bent á að mæta í annað flug á vellinum, en því hafi einnig verið aflýst. Azir Khan frá Kanada átti þá bókað flug frá Keflavík til London Gatwick. Hann sagði enga hjálp hafa verið að fá frá flugfélaginu „Þetta var mjög slæmt. Mér fannst ég skilinn eftir einn til að þjást. Þau [WOW] reyndu alls ekki að hjálpa mér. Þau buðu enga hóteldvöl eða neitt slíkt. Þau skildu okkur bara eftir hér [á Keflavíkurflugvelli].“ Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Öðru flugi WOW frá London aflýst Fluginu var aflýst vegna „takmarkana í rekstri.“ 25. mars 2019 18:53 Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54 Vandræði WOW air í heimspressunni Fjallað hefur verið um stöðuna hjá WOW air í erlendum fjölmiðlum í dag en Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri félagsins, reynir nú allt til þess að bjarga því frá gjaldþroti eftir að viðræðum við Icelandair um mögulega aðkomu að rekstri WOW var slitið um miðjan dag í gær. 25. mars 2019 15:51 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beiðnir um samrunaviðræður komi ekki á óvart Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Erfitt hefur reynst að ná tali af forsvarsmönnum WOW air til þess að fá nákvæmar upplýsingar um stöðu félagsins. Samkvæmt upplýsingum frá fréttastofu hefur starfsemi félagsins á Keflavíkurflugvelli verið nær eðlileg, ef frá eru taldar brottfarir til Dublin og London Gatwick. Þá ber einnig að nefna að tveimur flugferðum félagsins frá Gatwick til Keflavíkur hefur verið aflýst. Ferðamenn sem áttu bókuð flug héðan með WOW í dag segja farir sínar ekki sléttar. Samkvæmt samtölum fréttastofu við nokkra farþega hefur flugum félagsins frá Keflavík til Dublin og London Gatwick verið aflýst, eftir ítrekaðar frestanir. Fréttastofa náði tali af nokkrum svekktum farþegum í Leifsstöð þar sem þeir lýstu hrakförum sínum. Tiara Moriarty frá Írlandi átti bókað flug með WOW frá Keflavík til Dublin snemma í morgun. Við komuna á flugvöllinn var honum og ferðafélaga hennar tjáð að flugi þeirra hefði verið fresta til 20:50 um kvöldið. Þegar að innskráningu í flugið var komið var þeim þá tjáð að fluginu hefði verið aflýst. John Flannagan, einnig frá Írlandi, hafði svipaða sögu að segja en flugi hans til Írlands var ítrekað frestað og loks aflýst. Honum hafi þá verið bent á að mæta í annað flug á vellinum, en því hafi einnig verið aflýst. Azir Khan frá Kanada átti þá bókað flug frá Keflavík til London Gatwick. Hann sagði enga hjálp hafa verið að fá frá flugfélaginu „Þetta var mjög slæmt. Mér fannst ég skilinn eftir einn til að þjást. Þau [WOW] reyndu alls ekki að hjálpa mér. Þau buðu enga hóteldvöl eða neitt slíkt. Þau skildu okkur bara eftir hér [á Keflavíkurflugvelli].“
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Öðru flugi WOW frá London aflýst Fluginu var aflýst vegna „takmarkana í rekstri.“ 25. mars 2019 18:53 Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54 Vandræði WOW air í heimspressunni Fjallað hefur verið um stöðuna hjá WOW air í erlendum fjölmiðlum í dag en Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri félagsins, reynir nú allt til þess að bjarga því frá gjaldþroti eftir að viðræðum við Icelandair um mögulega aðkomu að rekstri WOW var slitið um miðjan dag í gær. 25. mars 2019 15:51 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beiðnir um samrunaviðræður komi ekki á óvart Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Öðru flugi WOW frá London aflýst Fluginu var aflýst vegna „takmarkana í rekstri.“ 25. mars 2019 18:53
Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54
Vandræði WOW air í heimspressunni Fjallað hefur verið um stöðuna hjá WOW air í erlendum fjölmiðlum í dag en Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri félagsins, reynir nú allt til þess að bjarga því frá gjaldþroti eftir að viðræðum við Icelandair um mögulega aðkomu að rekstri WOW var slitið um miðjan dag í gær. 25. mars 2019 15:51