Viðskipti innlent

Sex flugvélar frá WOW Air flugu heim í nótt

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Sex flugvélar WOW Air á heimleið í nótt
Sex flugvélar WOW Air á heimleið í nótt Skjáskot/FlightAware
Uppfært klukkan 06:50.

Morgunflug WOW Air virðist allt á áætlun og fóru sjö vélar til ýmissa áfangastaða í morgun, þrátt fyrir hremmingarnar sem félagið er í nú um stundir. Aðrar ferðir félagsins í dag virðast einnig á áætlun ef undan er skilin seinkun á flugi til Las Palmas, en sú seinkun lá fyrir í gær.

Upprunalegu fréttina má sjá hér að neðan.

Sex vélar frá WOW Air eru nú lagðar af stað heim frá Ameríku til Íslands og munu lenda Í Keflavík á næstu fjórum klukkustundum. Um er að ræða vélar frá Montreal og Toronto í Kanada, New York, Baltimore, Boston og Detroit.

Í samtali við Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW Air undir miðnætti sagði hún að flestar vélarnar væru á undan áætlun á leiðinni heim.

Aðspurð hvort eiga mætti von á breytingum að flugum í fyrramálið segir hún að seinkun sé á brottför frá Keflavík til Las Palmas á morgun og að farþegar hafi verið upplýstir um það.

Aðspurð segist hún ekki getað tjáði sig um framvindu mála hjá félaginu en segir að forsvarsmenn WOW Air hafi unnið náið með skuldabréfaeigendum, helstu kröfuhöfum og leigusölum að endurskipulagningu félagins.


Tengdar fréttir

Síminn ekki stoppað vegna WOW

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að félagsmennirnir velti stöðu sinni fyrir sér ef allt fer á versta veg með WOW air og hvað gerist fyrir bókanir sem þeir hafa greitt fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×