Orkumál

Íranir færa út kvíarnar í úranauðgun
Íranir hyggjast hefja framleiðslu á 20 prósenta auðguðu úrani sem brýtur í bága við alþjóðlegan kjarnorkusamning sem undirritaður var af ríkinu árið 2015.

Grjóthörð loftslagslausn
Carbfix tæknin, sem fangar og fargar koldíoxíði (CO2) m.a. úr útblæstri orku- og iðnvera, byggir á íslensku hugviti sem þróað var í samvinnu Orkuveitu Reykjavíkur (OR), Háskóla Íslands og alþjóðlegs teymi vísindafólks.

Skriðuföll og smávirkjanir
Á aðventunni varð skelfileg eyðilegging á Seyðisfirði, aurskriður í kjölfar mikilla rigninga hafa valdið stórkostlegu eignatjóni og má það kallast mildi að ekki varð manntjón.

Víglínan á hálendinu og í innflutningi landbúnaðarvara
Ekki er eining innan stjórnarflokkanna um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra sem enn er í nefnd eftir fyrstu umræðu í lok desember. Þá má finna andstöðu við frumvarpið víða utan þings eins og innan sveitarstjórna, þótt almennt sé mikill stuðningur við það í samfélaginu að stofnaður verði hálendinsþjóðgarður.

Framhald á samstarfi við orkusjóð Alþjóðabankans
Ísland fjármagnar stöðu jarðhitasérfræðings hjá orkusjóði Alþjóðabankans. Framhald verður á samstarfinu til fjögurra ára.

Þurfum við að óttast kuldabola?
Sumum brá í brún þegar Veitur virkjuðu viðbragðsáætlun hitaveitunnar nú á dögunum þegar útlit var fyrir mesta kuldakast í tæpan áratug. Sum höfðu áhyggjur af því að við hefðum ekki aðgang að nægilegum jarðhita og önnur óttuðust að við hjá Veitum stæðum okkur ekki í að byggja upp dreifikerfið.

Stendur ekki til að „teppaleggja landið með vindmyllugörðum“
Katrín Jakokbsdóttir forsætisráðherra segir tækifæri liggja í vindorku og að mikilvægt sé að setja skýran ramma um þar um. Ekki standi þó til að „teppaleggja láglendi Íslands með vindmyllugörðum.“

Ætlar ekki að efna til óeirða í síðasta jólaerindi sínu
Staða orkumálastjóra hefur verið auglýst laus til umsóknar en doktor Guðni A. Jóhannesson, núverandi orkumálastjóri, mun ekki sækja um.

Ljósaflökt í Vesturbænum: „Draugagangur, er einhver góður særingarmaður í Vesturbænum?“
Vesturbæingar urðu varir við undarlegt ljósaflökt fyrr í kvöld. Flest ljós í ljósastaurum Gamla Vesturbæjar flöktu í gríð og erg og furðuðu sig margir á þessu atviki á Facebook-síðunni Vesturbærinn.

Færeyingar gefa ekki frá sér olíudrauminn
Mikill áhugi fyrir olíuleit í Færeyjum, segir í fyrirsögn Kringvarpsins, þar sem umhverfis- og atvinnumálaráðherra Færeyja, Helgi Abrahamsen, segir engin áform þar um að hætta olíuleit.

Opna sögu- og tæknisýningar vegna aldarafmælis rafstöðvarinnar
Orkuveita Reykjavíkur ætlar að opna sögu- og tæknisýningar undir merkjum Elliðaárstöðvar. Það verður gert í tilefni þess að á næsta ári verða liðin hundrað ár frá rafstöðin í Elliðaárdal var opnuð.

Veita engin ný leyfi til olíuleitar
Danska þingið samþykkti í gær að veita engin ný leyfi til olíuleitar í Norðursjó. Loftslagsmálaráðherra landsins sagði ákvörðunina sögulega.

Íran hafnar skilyrðum Bidens fyrir kjarnorkusamningi
Íran hefur hafnað skilyrðum sem ný stjórn Joe Bidens, verðandi Bandaríkjaforseta, hefur sett vegna endurupptöku kjarnorkusamnings milli ríkjanna.

Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala
Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala.

Fólk hvatt til að fara sparlega með vatn vegna kuldakastsins
Veitur hafa virkjað viðbragðsáætlun í rekstri hitaveitunnar og hvatt fólk til að fara sparlega með heita vatnið til að allir hafi nægt vatn til húshitunar. Þetta er gert í ljósi þess að eitt mesta kuldakast frá árinu 2003 virðist ætla að skella á íbúa suðvesturhornsins á næstu dögum.

Kostnaður við innanlandsflug geti lækkað um allt að 80%
Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára.

Gangur sagður í viðræðum Rio Tinto og Landsvirkjunar
Nokkur gangur mun hafa verið í viðræðum milli Landsvirkjunar og Rio Tinto varðandi endurskoðun raforkuverðs.

Hafnarfjörður selur orkuinnviði sína
Nú hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fórnað á altari skammtímagróða, almannahagsmunum íbúa Hafnarfjarðar með sölunni á hlut bæjarins í HS-veitum.

Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa
Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við.

Norðurál óskar eftir því að trúnaði verði aflétt af samningum
Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum.

Vill þjóðin gefa auðlindina?
Landsvirkjun hefur verið falið að nýta orkuauðlindirnar og tryggja að sú nýting skili arði. Þann arð er hægt að nota í þágu eigenda Landsvirkjunar, íslensku þjóðarinnar, til að standa straum af heilbrigðiskerfinu, skólunum okkar eða félagslega kerfinu, svo dæmi séu nefnd.

Stjórnarandstaðan segir nýtt kjarnorkuver Lúkasjenkó vopn gegn Evrópusambandinu
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, opnaði í dag kjarnorkuver við mikla viðhöfn. Nágrannalöndin hafa lýst yfir áhyggjum yfir öryggismálum í verinu.

Sameinast um þróun fjölnota 2ja-hreyfla rafmagnsflugvélar
Ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam og breski hreyflaframleiðandinn Rolls Royce hafa tekið höndum saman um að þróa tveggja hreyfla rafmagnsflugvél. Þau stefna að því að verða fyrst til að koma rafmagnsflugvél af þessari stærð á markað.

Kringlumýrarbraut áfram lokuð vegna vinnu
Kringlumýrarbraut verður lokuð á milli tíu í dag og sjö í kvöld vegna vinnu við lóð Veitna við Bolholt 5.

Boða byltingu í loftslagsmálum
Íslenska fyrirtækið Carbon Iceland áformar að reisa lofthreinsiver á Húsavík sem gerir kleift að hreinsa og og binda milljón tonn af koltvísýringi úr andrúmslofti. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir um að ræða byltingu í loftslagsmálum.

Ætla að byrja að rukka fyrir rafhleðsluna í miðbænum
Innan tíðar hefst gjaldtaka á rafhleðslustöðvum sem reknar eru af Reykjavíkurborg.

Samþykkja sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum fyrir 3,5 milljarða
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að selja 15,42% hlut í HS Veitum hf. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag.

Nýta hátækni úr Svartsengi í norskri metanólverksmiðju
Norðmenn hyggjast nýta sér hátækni Carbon Recycling í Svartsengi til að reisa 28 milljarða króna verksmiðju í Norður-Noregi sem fangar útblástur frá kísilmálmvinnslu og breytir honum í umhverfisvænt eldsneyti.

Hafna því að arðsemi sé yfir löglegum mörkum
Landsnet hafnar því að arðsemi fyrirtækisins sé yfir löglegum mörkum, eins og haldið var fram í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðs um viðskipta- og efnahagsmál í vikunni.

Kanna möguleikann á að flytja út vetni
Svo gæti farið að vetni framleitt hér á landi verði að útflutningsvöru en Landsvirkjun og hafnaryfirvöld í Rotterdam í Hollandi hafa undirritað viljayfirlýsingu um að farið skuli í forskoðun á fýsileika þess að flytja út grænt vetni.