Sjálfbær orkuframtíð Tinna Traustadóttir og Pétur Blöndal skrifa 22. september 2021 12:31 „Sjálfbær orkuframtíð“ er yfirskrift orkustefnu Íslands sem kynnt var í vetur að frumkvæði iðnaðarráðherra, en að henni stóð starfshópur með aðkomu allra þingflokka. Uppleggið var að skapa sátt um framtíðarsýn Íslands í orkumálum. Niðurstaðan var sú að verðmætasköpun af endurnýjanlegum orkuauðlindum væri ein af undirstöðum lífskjara á Íslandi. Til marks um það má nefna að samkvæmt úttekt Samtaka iðnaðarins hefur landsframleiðsla á mann vaxið 50% meira hér á landi en í öðrum ríkjum OECD frá því uppbygging orkusækins iðnaðar hófst fyrir rúmri hálfri öld. Dregið úr efnahagssveiflum Ekki aðeins hafa stoðir efnahagslífsins styrkst, heldur hefur þeim fjölgað með öflugum orkugeira og þannig dregið úr sveiflum sem áður fyrr réðust af aflabrögðum. Þetta kemur vel fram nú þegar harðnað hefur á dalnum vegna heimsfaraldurs. Hækkandi álverð skilar tugum milljarða í auknum útflutningstekjum og verulega bættri afkomu orkufyrirtækja, þar sem orkusamningar eru álverðstengdir að hluta. Horfur góðar í áliðnaði Eftir þungan róður undanfarin ár í rekstri álfyrirtækja, sem meðal annars mátti rekja til offramleiðslu áls í Kína, þá eru horfur góðar í áliðnaði. Ástæðan er heilbrigður vöxtur í eftirspurn áls, sem markast af því að ál er hluti af lausninni í loftslagsmálum. Þannig hefur hlutfall áls í bílaframleiðslu aukist, þar sem ál er léttur en sterkur málmur. Bílarnir verða því sparneytnari og komast lengra á hleðslunni. Ál einangrar byggingar og dregur þannig úr orkuþörf um allt að 50%, auk þess sem það er notað til að lengja endingu lyfja og matar. Þá leiðir ál vel rafmagn og er notað við uppbyggingu raforkumannvirkja, þar með talið hér á landi. Lykilefniviður í hringrásarhagkerfinu Stundum er þeirri spurningu velt upp hvort ekki sé nóg að endurvinna það ál sem til er í heiminum til að fullnægja eftirspurn. Það byggist á því að það má endurvinna ál aftur og aftur án þess það tapi upprunalegum eiginleikum. Ál er því lykilefniviður í hringrásarhagkerfinu. En þá er því til að svara, að eftirspurnin eykst ár frá ári, auk þess sem ál er endingargóður málmur og gjarnan notað í mannvirki sem ætlað er að standa í langan tíma. Um 75% af öllu áli sem framleitt hefur verið í heiminum er enn í notkun. Unnið gegn loftslagsvánni Í þeirri orkustefnu sem mótuð hefur verið er lögð áhersla á orkuskipti, þar sem jarðefnaeldsneyti víkur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum, enda séu þau nauðsynleg til að vinna gegn loftslagsvánni sem er ein af stærstu áskorunum sem mannkynið stendur frammi fyrir. Mikilvægt er að þjóðir heims axli sameiginlega ábyrgð á þessum hnattræna vanda og þar hafa Íslendingar mikið fram að færa með orkusæknum iðnaði sem sækir afl í sjálfbæra og endurnýjanlega orku. Tífalt minni losun Nægir að nefna að losun vegna áls sem framleitt er hér á landi með endurnýjanlegri orku losar tífalt minna en ál sem framleitt er með kolaorku í Kína. Þá hefur losun frá íslenskum álverum á hvert framleitt tonn dregist saman um 75% frá árinu 1990 og er svo komið að hvergi er losun vegna álframleiðslu minni í heiminum en hér á landi. Þess vegna skiptir máli að eftirspurn áls á heimsvísu sé mætt að hluta með loftslagsvænu áli frá Íslandi. Forðuð losun vegna orkuvinnslu Landsvirkjunar einnar árið 2020 var metin 2,7 milljón tonn CO₂ ígilda út frá varfærnu mati KPMG, sem er á við þrefalda losun frá öllum vegasamgöngum landsins árlega. Sé orkuvinnslan borin saman við kolaknúna orkuvinnslu, sem er raunin fyrir álframleiðslu í Kína, er sparnaðurinn nær 12 milljónum tonna á hverju ári. Auðvitað leysir álframleiðsla á Íslandi ekki loftslagsvandann á heimsvísu, en með henni leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar. Staðan sterk í áliðnaði Staðan er sterk í áliðnaði hér á landi og það skapar svigrúm til frekari fjárfestinga og viðhalds og sér þess þegar merki í 15 milljarða fjárfestingu Norðuráls í nýjum steypuskála. Er það liður í frekari áframvinnslu áls hér á landi. Nú þegar hafa Ísal og Fjarðaál stigið stór skref í áframvinnslu áls og komist þannig lengra í virðiskeðjunni. Það mun styrkja þann gróskumikla klasa fyrirtækja sem myndast hefur í orkuiðnaði hér á landi, en álverin kaupa að jafnaði vörur og þjónustu fyrir 25 til 40 milljarða kr. af hundruðum innlendra fyrirtækja og er þá orkan undanskilin, en alls nam innlendur kostnaður álvera tæpum 100 milljörðum í fyrra og er fyrirséð að þær gjaldeyristekjur aukast verulega á þessu ári vegna hækkandi álverðs. Öflug raforkufyrirtæki Það hefur reynst Íslendingum farsælt að eiga öflug raforkufyrirtæki með sterka alþjóðlega viðskiptavini, sem hafa staðið fyrir sínu í rúma hálfa öld. Þannig hefur byggst upp öflugt raforkukerfi í okkar afskekkta, fámenna og strjálbýla landi. Það er góður grunnur fyrir framtíðina, hvort sem horft er til grænna starfa eða orkuskipta. Ísland er í þeirri öfundsverðu stöðu að geta mótað sér raunhæfa framtíðarsýn um að verða „land hreinnar orku þar sem öll orkuframleiðsla er af endurnýjanlegum uppruna“, líkt og lagt er fram í Orkustefnunni. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Pétur er framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Áliðnaður Orkumál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Sjá meira
„Sjálfbær orkuframtíð“ er yfirskrift orkustefnu Íslands sem kynnt var í vetur að frumkvæði iðnaðarráðherra, en að henni stóð starfshópur með aðkomu allra þingflokka. Uppleggið var að skapa sátt um framtíðarsýn Íslands í orkumálum. Niðurstaðan var sú að verðmætasköpun af endurnýjanlegum orkuauðlindum væri ein af undirstöðum lífskjara á Íslandi. Til marks um það má nefna að samkvæmt úttekt Samtaka iðnaðarins hefur landsframleiðsla á mann vaxið 50% meira hér á landi en í öðrum ríkjum OECD frá því uppbygging orkusækins iðnaðar hófst fyrir rúmri hálfri öld. Dregið úr efnahagssveiflum Ekki aðeins hafa stoðir efnahagslífsins styrkst, heldur hefur þeim fjölgað með öflugum orkugeira og þannig dregið úr sveiflum sem áður fyrr réðust af aflabrögðum. Þetta kemur vel fram nú þegar harðnað hefur á dalnum vegna heimsfaraldurs. Hækkandi álverð skilar tugum milljarða í auknum útflutningstekjum og verulega bættri afkomu orkufyrirtækja, þar sem orkusamningar eru álverðstengdir að hluta. Horfur góðar í áliðnaði Eftir þungan róður undanfarin ár í rekstri álfyrirtækja, sem meðal annars mátti rekja til offramleiðslu áls í Kína, þá eru horfur góðar í áliðnaði. Ástæðan er heilbrigður vöxtur í eftirspurn áls, sem markast af því að ál er hluti af lausninni í loftslagsmálum. Þannig hefur hlutfall áls í bílaframleiðslu aukist, þar sem ál er léttur en sterkur málmur. Bílarnir verða því sparneytnari og komast lengra á hleðslunni. Ál einangrar byggingar og dregur þannig úr orkuþörf um allt að 50%, auk þess sem það er notað til að lengja endingu lyfja og matar. Þá leiðir ál vel rafmagn og er notað við uppbyggingu raforkumannvirkja, þar með talið hér á landi. Lykilefniviður í hringrásarhagkerfinu Stundum er þeirri spurningu velt upp hvort ekki sé nóg að endurvinna það ál sem til er í heiminum til að fullnægja eftirspurn. Það byggist á því að það má endurvinna ál aftur og aftur án þess það tapi upprunalegum eiginleikum. Ál er því lykilefniviður í hringrásarhagkerfinu. En þá er því til að svara, að eftirspurnin eykst ár frá ári, auk þess sem ál er endingargóður málmur og gjarnan notað í mannvirki sem ætlað er að standa í langan tíma. Um 75% af öllu áli sem framleitt hefur verið í heiminum er enn í notkun. Unnið gegn loftslagsvánni Í þeirri orkustefnu sem mótuð hefur verið er lögð áhersla á orkuskipti, þar sem jarðefnaeldsneyti víkur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum, enda séu þau nauðsynleg til að vinna gegn loftslagsvánni sem er ein af stærstu áskorunum sem mannkynið stendur frammi fyrir. Mikilvægt er að þjóðir heims axli sameiginlega ábyrgð á þessum hnattræna vanda og þar hafa Íslendingar mikið fram að færa með orkusæknum iðnaði sem sækir afl í sjálfbæra og endurnýjanlega orku. Tífalt minni losun Nægir að nefna að losun vegna áls sem framleitt er hér á landi með endurnýjanlegri orku losar tífalt minna en ál sem framleitt er með kolaorku í Kína. Þá hefur losun frá íslenskum álverum á hvert framleitt tonn dregist saman um 75% frá árinu 1990 og er svo komið að hvergi er losun vegna álframleiðslu minni í heiminum en hér á landi. Þess vegna skiptir máli að eftirspurn áls á heimsvísu sé mætt að hluta með loftslagsvænu áli frá Íslandi. Forðuð losun vegna orkuvinnslu Landsvirkjunar einnar árið 2020 var metin 2,7 milljón tonn CO₂ ígilda út frá varfærnu mati KPMG, sem er á við þrefalda losun frá öllum vegasamgöngum landsins árlega. Sé orkuvinnslan borin saman við kolaknúna orkuvinnslu, sem er raunin fyrir álframleiðslu í Kína, er sparnaðurinn nær 12 milljónum tonna á hverju ári. Auðvitað leysir álframleiðsla á Íslandi ekki loftslagsvandann á heimsvísu, en með henni leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar. Staðan sterk í áliðnaði Staðan er sterk í áliðnaði hér á landi og það skapar svigrúm til frekari fjárfestinga og viðhalds og sér þess þegar merki í 15 milljarða fjárfestingu Norðuráls í nýjum steypuskála. Er það liður í frekari áframvinnslu áls hér á landi. Nú þegar hafa Ísal og Fjarðaál stigið stór skref í áframvinnslu áls og komist þannig lengra í virðiskeðjunni. Það mun styrkja þann gróskumikla klasa fyrirtækja sem myndast hefur í orkuiðnaði hér á landi, en álverin kaupa að jafnaði vörur og þjónustu fyrir 25 til 40 milljarða kr. af hundruðum innlendra fyrirtækja og er þá orkan undanskilin, en alls nam innlendur kostnaður álvera tæpum 100 milljörðum í fyrra og er fyrirséð að þær gjaldeyristekjur aukast verulega á þessu ári vegna hækkandi álverðs. Öflug raforkufyrirtæki Það hefur reynst Íslendingum farsælt að eiga öflug raforkufyrirtæki með sterka alþjóðlega viðskiptavini, sem hafa staðið fyrir sínu í rúma hálfa öld. Þannig hefur byggst upp öflugt raforkukerfi í okkar afskekkta, fámenna og strjálbýla landi. Það er góður grunnur fyrir framtíðina, hvort sem horft er til grænna starfa eða orkuskipta. Ísland er í þeirri öfundsverðu stöðu að geta mótað sér raunhæfa framtíðarsýn um að verða „land hreinnar orku þar sem öll orkuframleiðsla er af endurnýjanlegum uppruna“, líkt og lagt er fram í Orkustefnunni. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Pétur er framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun