Sjálfbær orkuframtíð Tinna Traustadóttir og Pétur Blöndal skrifa 22. september 2021 12:31 „Sjálfbær orkuframtíð“ er yfirskrift orkustefnu Íslands sem kynnt var í vetur að frumkvæði iðnaðarráðherra, en að henni stóð starfshópur með aðkomu allra þingflokka. Uppleggið var að skapa sátt um framtíðarsýn Íslands í orkumálum. Niðurstaðan var sú að verðmætasköpun af endurnýjanlegum orkuauðlindum væri ein af undirstöðum lífskjara á Íslandi. Til marks um það má nefna að samkvæmt úttekt Samtaka iðnaðarins hefur landsframleiðsla á mann vaxið 50% meira hér á landi en í öðrum ríkjum OECD frá því uppbygging orkusækins iðnaðar hófst fyrir rúmri hálfri öld. Dregið úr efnahagssveiflum Ekki aðeins hafa stoðir efnahagslífsins styrkst, heldur hefur þeim fjölgað með öflugum orkugeira og þannig dregið úr sveiflum sem áður fyrr réðust af aflabrögðum. Þetta kemur vel fram nú þegar harðnað hefur á dalnum vegna heimsfaraldurs. Hækkandi álverð skilar tugum milljarða í auknum útflutningstekjum og verulega bættri afkomu orkufyrirtækja, þar sem orkusamningar eru álverðstengdir að hluta. Horfur góðar í áliðnaði Eftir þungan róður undanfarin ár í rekstri álfyrirtækja, sem meðal annars mátti rekja til offramleiðslu áls í Kína, þá eru horfur góðar í áliðnaði. Ástæðan er heilbrigður vöxtur í eftirspurn áls, sem markast af því að ál er hluti af lausninni í loftslagsmálum. Þannig hefur hlutfall áls í bílaframleiðslu aukist, þar sem ál er léttur en sterkur málmur. Bílarnir verða því sparneytnari og komast lengra á hleðslunni. Ál einangrar byggingar og dregur þannig úr orkuþörf um allt að 50%, auk þess sem það er notað til að lengja endingu lyfja og matar. Þá leiðir ál vel rafmagn og er notað við uppbyggingu raforkumannvirkja, þar með talið hér á landi. Lykilefniviður í hringrásarhagkerfinu Stundum er þeirri spurningu velt upp hvort ekki sé nóg að endurvinna það ál sem til er í heiminum til að fullnægja eftirspurn. Það byggist á því að það má endurvinna ál aftur og aftur án þess það tapi upprunalegum eiginleikum. Ál er því lykilefniviður í hringrásarhagkerfinu. En þá er því til að svara, að eftirspurnin eykst ár frá ári, auk þess sem ál er endingargóður málmur og gjarnan notað í mannvirki sem ætlað er að standa í langan tíma. Um 75% af öllu áli sem framleitt hefur verið í heiminum er enn í notkun. Unnið gegn loftslagsvánni Í þeirri orkustefnu sem mótuð hefur verið er lögð áhersla á orkuskipti, þar sem jarðefnaeldsneyti víkur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum, enda séu þau nauðsynleg til að vinna gegn loftslagsvánni sem er ein af stærstu áskorunum sem mannkynið stendur frammi fyrir. Mikilvægt er að þjóðir heims axli sameiginlega ábyrgð á þessum hnattræna vanda og þar hafa Íslendingar mikið fram að færa með orkusæknum iðnaði sem sækir afl í sjálfbæra og endurnýjanlega orku. Tífalt minni losun Nægir að nefna að losun vegna áls sem framleitt er hér á landi með endurnýjanlegri orku losar tífalt minna en ál sem framleitt er með kolaorku í Kína. Þá hefur losun frá íslenskum álverum á hvert framleitt tonn dregist saman um 75% frá árinu 1990 og er svo komið að hvergi er losun vegna álframleiðslu minni í heiminum en hér á landi. Þess vegna skiptir máli að eftirspurn áls á heimsvísu sé mætt að hluta með loftslagsvænu áli frá Íslandi. Forðuð losun vegna orkuvinnslu Landsvirkjunar einnar árið 2020 var metin 2,7 milljón tonn CO₂ ígilda út frá varfærnu mati KPMG, sem er á við þrefalda losun frá öllum vegasamgöngum landsins árlega. Sé orkuvinnslan borin saman við kolaknúna orkuvinnslu, sem er raunin fyrir álframleiðslu í Kína, er sparnaðurinn nær 12 milljónum tonna á hverju ári. Auðvitað leysir álframleiðsla á Íslandi ekki loftslagsvandann á heimsvísu, en með henni leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar. Staðan sterk í áliðnaði Staðan er sterk í áliðnaði hér á landi og það skapar svigrúm til frekari fjárfestinga og viðhalds og sér þess þegar merki í 15 milljarða fjárfestingu Norðuráls í nýjum steypuskála. Er það liður í frekari áframvinnslu áls hér á landi. Nú þegar hafa Ísal og Fjarðaál stigið stór skref í áframvinnslu áls og komist þannig lengra í virðiskeðjunni. Það mun styrkja þann gróskumikla klasa fyrirtækja sem myndast hefur í orkuiðnaði hér á landi, en álverin kaupa að jafnaði vörur og þjónustu fyrir 25 til 40 milljarða kr. af hundruðum innlendra fyrirtækja og er þá orkan undanskilin, en alls nam innlendur kostnaður álvera tæpum 100 milljörðum í fyrra og er fyrirséð að þær gjaldeyristekjur aukast verulega á þessu ári vegna hækkandi álverðs. Öflug raforkufyrirtæki Það hefur reynst Íslendingum farsælt að eiga öflug raforkufyrirtæki með sterka alþjóðlega viðskiptavini, sem hafa staðið fyrir sínu í rúma hálfa öld. Þannig hefur byggst upp öflugt raforkukerfi í okkar afskekkta, fámenna og strjálbýla landi. Það er góður grunnur fyrir framtíðina, hvort sem horft er til grænna starfa eða orkuskipta. Ísland er í þeirri öfundsverðu stöðu að geta mótað sér raunhæfa framtíðarsýn um að verða „land hreinnar orku þar sem öll orkuframleiðsla er af endurnýjanlegum uppruna“, líkt og lagt er fram í Orkustefnunni. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Pétur er framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Áliðnaður Orkumál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
„Sjálfbær orkuframtíð“ er yfirskrift orkustefnu Íslands sem kynnt var í vetur að frumkvæði iðnaðarráðherra, en að henni stóð starfshópur með aðkomu allra þingflokka. Uppleggið var að skapa sátt um framtíðarsýn Íslands í orkumálum. Niðurstaðan var sú að verðmætasköpun af endurnýjanlegum orkuauðlindum væri ein af undirstöðum lífskjara á Íslandi. Til marks um það má nefna að samkvæmt úttekt Samtaka iðnaðarins hefur landsframleiðsla á mann vaxið 50% meira hér á landi en í öðrum ríkjum OECD frá því uppbygging orkusækins iðnaðar hófst fyrir rúmri hálfri öld. Dregið úr efnahagssveiflum Ekki aðeins hafa stoðir efnahagslífsins styrkst, heldur hefur þeim fjölgað með öflugum orkugeira og þannig dregið úr sveiflum sem áður fyrr réðust af aflabrögðum. Þetta kemur vel fram nú þegar harðnað hefur á dalnum vegna heimsfaraldurs. Hækkandi álverð skilar tugum milljarða í auknum útflutningstekjum og verulega bættri afkomu orkufyrirtækja, þar sem orkusamningar eru álverðstengdir að hluta. Horfur góðar í áliðnaði Eftir þungan róður undanfarin ár í rekstri álfyrirtækja, sem meðal annars mátti rekja til offramleiðslu áls í Kína, þá eru horfur góðar í áliðnaði. Ástæðan er heilbrigður vöxtur í eftirspurn áls, sem markast af því að ál er hluti af lausninni í loftslagsmálum. Þannig hefur hlutfall áls í bílaframleiðslu aukist, þar sem ál er léttur en sterkur málmur. Bílarnir verða því sparneytnari og komast lengra á hleðslunni. Ál einangrar byggingar og dregur þannig úr orkuþörf um allt að 50%, auk þess sem það er notað til að lengja endingu lyfja og matar. Þá leiðir ál vel rafmagn og er notað við uppbyggingu raforkumannvirkja, þar með talið hér á landi. Lykilefniviður í hringrásarhagkerfinu Stundum er þeirri spurningu velt upp hvort ekki sé nóg að endurvinna það ál sem til er í heiminum til að fullnægja eftirspurn. Það byggist á því að það má endurvinna ál aftur og aftur án þess það tapi upprunalegum eiginleikum. Ál er því lykilefniviður í hringrásarhagkerfinu. En þá er því til að svara, að eftirspurnin eykst ár frá ári, auk þess sem ál er endingargóður málmur og gjarnan notað í mannvirki sem ætlað er að standa í langan tíma. Um 75% af öllu áli sem framleitt hefur verið í heiminum er enn í notkun. Unnið gegn loftslagsvánni Í þeirri orkustefnu sem mótuð hefur verið er lögð áhersla á orkuskipti, þar sem jarðefnaeldsneyti víkur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum, enda séu þau nauðsynleg til að vinna gegn loftslagsvánni sem er ein af stærstu áskorunum sem mannkynið stendur frammi fyrir. Mikilvægt er að þjóðir heims axli sameiginlega ábyrgð á þessum hnattræna vanda og þar hafa Íslendingar mikið fram að færa með orkusæknum iðnaði sem sækir afl í sjálfbæra og endurnýjanlega orku. Tífalt minni losun Nægir að nefna að losun vegna áls sem framleitt er hér á landi með endurnýjanlegri orku losar tífalt minna en ál sem framleitt er með kolaorku í Kína. Þá hefur losun frá íslenskum álverum á hvert framleitt tonn dregist saman um 75% frá árinu 1990 og er svo komið að hvergi er losun vegna álframleiðslu minni í heiminum en hér á landi. Þess vegna skiptir máli að eftirspurn áls á heimsvísu sé mætt að hluta með loftslagsvænu áli frá Íslandi. Forðuð losun vegna orkuvinnslu Landsvirkjunar einnar árið 2020 var metin 2,7 milljón tonn CO₂ ígilda út frá varfærnu mati KPMG, sem er á við þrefalda losun frá öllum vegasamgöngum landsins árlega. Sé orkuvinnslan borin saman við kolaknúna orkuvinnslu, sem er raunin fyrir álframleiðslu í Kína, er sparnaðurinn nær 12 milljónum tonna á hverju ári. Auðvitað leysir álframleiðsla á Íslandi ekki loftslagsvandann á heimsvísu, en með henni leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar. Staðan sterk í áliðnaði Staðan er sterk í áliðnaði hér á landi og það skapar svigrúm til frekari fjárfestinga og viðhalds og sér þess þegar merki í 15 milljarða fjárfestingu Norðuráls í nýjum steypuskála. Er það liður í frekari áframvinnslu áls hér á landi. Nú þegar hafa Ísal og Fjarðaál stigið stór skref í áframvinnslu áls og komist þannig lengra í virðiskeðjunni. Það mun styrkja þann gróskumikla klasa fyrirtækja sem myndast hefur í orkuiðnaði hér á landi, en álverin kaupa að jafnaði vörur og þjónustu fyrir 25 til 40 milljarða kr. af hundruðum innlendra fyrirtækja og er þá orkan undanskilin, en alls nam innlendur kostnaður álvera tæpum 100 milljörðum í fyrra og er fyrirséð að þær gjaldeyristekjur aukast verulega á þessu ári vegna hækkandi álverðs. Öflug raforkufyrirtæki Það hefur reynst Íslendingum farsælt að eiga öflug raforkufyrirtæki með sterka alþjóðlega viðskiptavini, sem hafa staðið fyrir sínu í rúma hálfa öld. Þannig hefur byggst upp öflugt raforkukerfi í okkar afskekkta, fámenna og strjálbýla landi. Það er góður grunnur fyrir framtíðina, hvort sem horft er til grænna starfa eða orkuskipta. Ísland er í þeirri öfundsverðu stöðu að geta mótað sér raunhæfa framtíðarsýn um að verða „land hreinnar orku þar sem öll orkuframleiðsla er af endurnýjanlegum uppruna“, líkt og lagt er fram í Orkustefnunni. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Pétur er framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun