Kosningarnar snúast um þessi þrjú mál Bjarni Benediktsson skrifar 17. september 2021 08:00 Það skiptir öllu hvort eftir kosningar taki við sundurlaus samtíningur margra flokka eða öflug ríkisstjórn sem getur tekist á við stór verkefni og hefur burði til að leysa áskoranir til framtíðar. Hér eru þrjú mikilvægustu málin sem ný ríkisstjórn þarf að leysa. Kosningarnar snúast um þessi mál og hverjum er hægt að treysta fyrir þeim. 1. Lágir skattar, betri lífskjör. Skattar halda áfram að lækka. Við sýnum ábyrgð, varðveitum stöðugleika og lága vexti. Þannig verður atvinnulífið sterkt, nýsköpun heldur áfram að blómstraog atvinnuleysi heldur áfram að minnka. Ekkert af þessu gerist ef hér verður sundurlaus fjölflokka ríkisstjórn sem hækkar skatta og safnar skuldum til að borga fyrir óábyrgan loforðalista. 2. Nýtum innlenda orku í stað olíu Ótrúlegur árangur hefur náðst í rafvæðingu bílaflotans og Ísland er nú númer tvö í heiminum. Við ætlum að verða fyrst þjóða til að verða alveg óháð olíu með því að nota græna orku á skipum og í flugi. En orkuskiptin þurfa meiri innlenda hreina orku. Fjölflokka ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks ræður ekki við það verkefni. 3. Burt með biðlistana Fólk á að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, þegar hennar er þörf. Við viljum taka upp nýja þjónustutryggingu - loforð um þjónustu innan 90 daga. Þjónustutrygging styrkir heilbrigðiskerfið og byggir á samvinnu hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisfólks. Það mun ekki gerast ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn. Land tækifæranna Við höfum fulla ástæðu til bjartsýni. Ísland hefur farið betur í gegnum erfiða tíma en löndin í kringum okkur. Atvinnuleysi fer lækkandi. Atvinnulífið styrkist á ný. Lífskjör okkar eru betri þrátt fyrir Covid. Skattar hafa lækkað. Útflutningur á hugviti hefur margfaldast. Við erum á réttri leið og á næstum fjórum árum getum við vaxið, tekið risastór skref í loftslagsmálum með orkuskiptum, byggt upp okkar dýrmæta velferðarkerfi og fjárfest í fólki og hugmyndum. Þetta mun gerast ef Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Heilbrigðismál Orkumál Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það skiptir öllu hvort eftir kosningar taki við sundurlaus samtíningur margra flokka eða öflug ríkisstjórn sem getur tekist á við stór verkefni og hefur burði til að leysa áskoranir til framtíðar. Hér eru þrjú mikilvægustu málin sem ný ríkisstjórn þarf að leysa. Kosningarnar snúast um þessi mál og hverjum er hægt að treysta fyrir þeim. 1. Lágir skattar, betri lífskjör. Skattar halda áfram að lækka. Við sýnum ábyrgð, varðveitum stöðugleika og lága vexti. Þannig verður atvinnulífið sterkt, nýsköpun heldur áfram að blómstraog atvinnuleysi heldur áfram að minnka. Ekkert af þessu gerist ef hér verður sundurlaus fjölflokka ríkisstjórn sem hækkar skatta og safnar skuldum til að borga fyrir óábyrgan loforðalista. 2. Nýtum innlenda orku í stað olíu Ótrúlegur árangur hefur náðst í rafvæðingu bílaflotans og Ísland er nú númer tvö í heiminum. Við ætlum að verða fyrst þjóða til að verða alveg óháð olíu með því að nota græna orku á skipum og í flugi. En orkuskiptin þurfa meiri innlenda hreina orku. Fjölflokka ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks ræður ekki við það verkefni. 3. Burt með biðlistana Fólk á að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, þegar hennar er þörf. Við viljum taka upp nýja þjónustutryggingu - loforð um þjónustu innan 90 daga. Þjónustutrygging styrkir heilbrigðiskerfið og byggir á samvinnu hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisfólks. Það mun ekki gerast ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn. Land tækifæranna Við höfum fulla ástæðu til bjartsýni. Ísland hefur farið betur í gegnum erfiða tíma en löndin í kringum okkur. Atvinnuleysi fer lækkandi. Atvinnulífið styrkist á ný. Lífskjör okkar eru betri þrátt fyrir Covid. Skattar hafa lækkað. Útflutningur á hugviti hefur margfaldast. Við erum á réttri leið og á næstum fjórum árum getum við vaxið, tekið risastór skref í loftslagsmálum með orkuskiptum, byggt upp okkar dýrmæta velferðarkerfi og fjárfest í fólki og hugmyndum. Þetta mun gerast ef Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar