Hringrásarhagkerfið og grænir iðngarðar Kristín Linda Árnadóttir og Ríkarður Ríkarðsson skrifa 15. september 2021 13:16 Áskoranir gagnvart þeirri ógn sem stafar af ósjálfbærum lifnaðarháttum mannkyns eru bæði stórar og viðamiklar. Lausnirnar eru hvorki einfaldar né ódýrar, en nauðsynlegar. Hagnýting orkuauðlinda er grunnurinn að lífsgæðum nútímans. Nauðsynlegar breytingar á komandi árum felast í því að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir endurnýjanlega orkugjafa og aðlaga öll kerfi að nýjum viðmiðum. Þar verða engar greinar undanskildar. Flest fyrirtæki leita nú nýrra leiða til að aðlaga sig að breyttri heimsmynd með því að þróa nýjar og umhverfisvænar lausnir til framleiðslu á vörum eða til veita þjónustu. Iðngreinar heims munu endurskoða framleiðsluhætti sína á næstu árum og áratugum. Í því felast bæði áskoranir en ekki síður tækifæri, enda snýst vegferð okkar að aukinni sjálfbærni ekki bara um boð og bönn heldur einnig um tækifæri til að bæta lífsgæði okkar. Tækifæri til að byggja upp öflug og heilnæm samfélög með gróskumiklu atvinnulífi, góðum störfum og öflugri grænni nýsköpun. Hvernig þjóðir heimsins takast á við þessa áskorun um orkuskipti og aðlögun að sjálfbærni ræður miklu um hvernig samkeppnishæfni þeirra þróast. Erum við tilbúin fyrir græna framleiðslu? Landsvirkjun var stofnuð fyrir 56 árum til að stuðla að hagnýtingu orkuauðlinda landsins. Á þeim tíma höfum við unnið að því að stuðla að fjárfestingu í orkuháðum iðngreinum. Fyrst á sviði stóriðju á meðan innviðir byggðust upp, en á undanförnum árum hefur hópur viðskiptavina orðið fjölbreyttari. Uppbygging og framþróun orkukerfisins og annarra innviða hefur gert Íslandi kleift að hýsa nýjar og fjölbreyttari greinar, svo sem gagnaver, matvælaframleiðslu og líftæknifyrirtæki og fyrirséð er að vetnis- og rafeldsneyti fyrir orkuskipti verði unnið hér í nánustu framtíð. Til að laða hingað framsækin og eftirsóknarverð verkefni á sviði grænna lausna þá þarf að huga að stöðu okkar í alþjóðlegri samkeppni um orkuháð verkefni. Hversu vel erum við í stakk búin til að taka á móti slíkum verkefnum? Slík starfsemi verður ekki byggð upp í umhverfi þar sem skortir innviði og aðra mikilvæga þætti sem styðja við hana. Í nágrannalöndum okkar er hörð samkeppni á milli sveitarfélaga í að hýsa ýmis verkefni. Til að setja þetta í samhengi, þá er ólíklegt að alþjóðlega verslunarkeðjan H&M hefði hafið starfsemi hér á landi ef ekki væru hér innviðir í verslunarhúsnæði og þjónustu. Áratugalöng reynsla Landsvirkjunar hefur sýnt að það getur verið töluvert flóknara og tímafrekara að fá erlend fyrirtæki hingað til lands en til margra þeirra landa sem við miðum okkur við. Grænir iðngarðar Iðnaður sér fram á ýmsar áskoranir á sviði umhverfismála. Ein af þeim lausnum, sem horft er til, eru grænir iðngarðar (e. eco-industrial parks). Þeir byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins sem skapar tækifæri fyrir framleiðslufyrirtæki til að bæta nýtingu og nýta allt sem til fellur við framleiðslu. Það getur t.d. gerst með samvinnu og samtengingu ólíkra fyrirtækja, með því lágmarka sóun og draga úr óæskilegum áhrifum úrgangs og með því að nýta úrgang einnar framleiðslu sem auðlind í aðra. Forsendur fyrir uppbyggingu græns iðngarðs er skýr langtímasýn í atvinnu- og umhverfismálum, öflugt samstarf ólíkra hagaðila og að sú sýn sé í takt við hugmyndir íbúa svæðisins. Grænir iðngarðar hér á landi gætu byggt á þeim sterka grunni iðnframleiðslu sem fyrir er og verið grundvöllur mikillar verðmætasköpunar og dregið úr sóunn. Þeir gætu bætt mjög getu okkar til að nýta þá orku, innviði og hráefni sem við höfum nú þegar fjárfest í til að skapa ný tækifæri. Þar mætti sem dæmi nefna framleiðslu á innlendu eldsneyti úr útblæstri og bætta nýtingu jarðvarma til matvælaframleiðslu. Ef við stefnum á að aðlaga hagkerfi okkar að kröfum morgundagsins en samtímis skapa spennandi störf og auka lífsgæði þá eru grænir iðngarðar tækifæri sem við ættum að skoða með opnum hug. Þessa leið hafa flest samkeppnislönd okkar farið. Grænir iðngarðar á Íslandi eru ein leið til að grípa tækifærin og taka vel á móti framtíðinni. Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Ríkarður er framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og nýsköpunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Kristín Linda Árnadóttir Orkumál Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Áskoranir gagnvart þeirri ógn sem stafar af ósjálfbærum lifnaðarháttum mannkyns eru bæði stórar og viðamiklar. Lausnirnar eru hvorki einfaldar né ódýrar, en nauðsynlegar. Hagnýting orkuauðlinda er grunnurinn að lífsgæðum nútímans. Nauðsynlegar breytingar á komandi árum felast í því að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir endurnýjanlega orkugjafa og aðlaga öll kerfi að nýjum viðmiðum. Þar verða engar greinar undanskildar. Flest fyrirtæki leita nú nýrra leiða til að aðlaga sig að breyttri heimsmynd með því að þróa nýjar og umhverfisvænar lausnir til framleiðslu á vörum eða til veita þjónustu. Iðngreinar heims munu endurskoða framleiðsluhætti sína á næstu árum og áratugum. Í því felast bæði áskoranir en ekki síður tækifæri, enda snýst vegferð okkar að aukinni sjálfbærni ekki bara um boð og bönn heldur einnig um tækifæri til að bæta lífsgæði okkar. Tækifæri til að byggja upp öflug og heilnæm samfélög með gróskumiklu atvinnulífi, góðum störfum og öflugri grænni nýsköpun. Hvernig þjóðir heimsins takast á við þessa áskorun um orkuskipti og aðlögun að sjálfbærni ræður miklu um hvernig samkeppnishæfni þeirra þróast. Erum við tilbúin fyrir græna framleiðslu? Landsvirkjun var stofnuð fyrir 56 árum til að stuðla að hagnýtingu orkuauðlinda landsins. Á þeim tíma höfum við unnið að því að stuðla að fjárfestingu í orkuháðum iðngreinum. Fyrst á sviði stóriðju á meðan innviðir byggðust upp, en á undanförnum árum hefur hópur viðskiptavina orðið fjölbreyttari. Uppbygging og framþróun orkukerfisins og annarra innviða hefur gert Íslandi kleift að hýsa nýjar og fjölbreyttari greinar, svo sem gagnaver, matvælaframleiðslu og líftæknifyrirtæki og fyrirséð er að vetnis- og rafeldsneyti fyrir orkuskipti verði unnið hér í nánustu framtíð. Til að laða hingað framsækin og eftirsóknarverð verkefni á sviði grænna lausna þá þarf að huga að stöðu okkar í alþjóðlegri samkeppni um orkuháð verkefni. Hversu vel erum við í stakk búin til að taka á móti slíkum verkefnum? Slík starfsemi verður ekki byggð upp í umhverfi þar sem skortir innviði og aðra mikilvæga þætti sem styðja við hana. Í nágrannalöndum okkar er hörð samkeppni á milli sveitarfélaga í að hýsa ýmis verkefni. Til að setja þetta í samhengi, þá er ólíklegt að alþjóðlega verslunarkeðjan H&M hefði hafið starfsemi hér á landi ef ekki væru hér innviðir í verslunarhúsnæði og þjónustu. Áratugalöng reynsla Landsvirkjunar hefur sýnt að það getur verið töluvert flóknara og tímafrekara að fá erlend fyrirtæki hingað til lands en til margra þeirra landa sem við miðum okkur við. Grænir iðngarðar Iðnaður sér fram á ýmsar áskoranir á sviði umhverfismála. Ein af þeim lausnum, sem horft er til, eru grænir iðngarðar (e. eco-industrial parks). Þeir byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins sem skapar tækifæri fyrir framleiðslufyrirtæki til að bæta nýtingu og nýta allt sem til fellur við framleiðslu. Það getur t.d. gerst með samvinnu og samtengingu ólíkra fyrirtækja, með því lágmarka sóun og draga úr óæskilegum áhrifum úrgangs og með því að nýta úrgang einnar framleiðslu sem auðlind í aðra. Forsendur fyrir uppbyggingu græns iðngarðs er skýr langtímasýn í atvinnu- og umhverfismálum, öflugt samstarf ólíkra hagaðila og að sú sýn sé í takt við hugmyndir íbúa svæðisins. Grænir iðngarðar hér á landi gætu byggt á þeim sterka grunni iðnframleiðslu sem fyrir er og verið grundvöllur mikillar verðmætasköpunar og dregið úr sóunn. Þeir gætu bætt mjög getu okkar til að nýta þá orku, innviði og hráefni sem við höfum nú þegar fjárfest í til að skapa ný tækifæri. Þar mætti sem dæmi nefna framleiðslu á innlendu eldsneyti úr útblæstri og bætta nýtingu jarðvarma til matvælaframleiðslu. Ef við stefnum á að aðlaga hagkerfi okkar að kröfum morgundagsins en samtímis skapa spennandi störf og auka lífsgæði þá eru grænir iðngarðar tækifæri sem við ættum að skoða með opnum hug. Þessa leið hafa flest samkeppnislönd okkar farið. Grænir iðngarðar á Íslandi eru ein leið til að grípa tækifærin og taka vel á móti framtíðinni. Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Ríkarður er framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og nýsköpunar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar