Viðskipti innlent

Hefja samstarf um nýja leið til að fanga koldíoxíð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar.
Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar. Stjórnarráðið

Þrír ráðherrar undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf ráðuneyta og fyrirtækjanna Ocean Geoloop AS og North Tech Energy ehf. Fyrirtækin hafa kynnt stjórnvöldum hugmyndir að nýjum leiðum við að fanga koldíoxíð (CO2) úr andrúmsloftinu.

Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins þar sem segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafi undirritað viljayfirlýsinguna á milli viðkomandi ráðuneyta og fyrirtækjanna tveggja.

Sem fyrr segir hafa fyrirtækin kynnt nýjar leiðir við að fanga koldíoxíð úr andrúmsloftinu. Aðferðin felur í sér að færa kolefnismettaðan sjó niður á dýpi með tilheyrandi uppstreymi kolefnisrýrs sjávar sem dregur í sig Co2 úr andrúmsloftinu. Á síðari stigum verði þannig framleiddur lífmassi á umhverfisvænan hátt.

Ýmsum spurningum er enn ósvarað varðandi þessa nýju tækni og er markmið samstarfsins m.a. söfnun upplýsinga, svo unnt sé að leggja mat á möguleg áhrif aðferðarinnar á vistkerfi sjávar, umhverfi, efnahag og samfélag, ekki síður en möguleika hennar til þess að draga úr koltvísýringi í andrúmslofti, segir á vef stjórnarráðsins.


Tengdar fréttir

Koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu á Hellisheiði

Í dag hófst starfsemi í fyrstu og stærstu heildstæðu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Stöðin getur fangað allt að fjögur þúsund tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á ári og auðvelt er að auka afköstin.

Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði

Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.