Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 19. nóvember 2025 14:01 Frumvarp um kílómetragjald sem nú liggur fyrir Alþingi er bylting í fjármögnun samgöngukerfisins. Með því að taka upp gjald á hvern ekinn kílómetra og um leið leggja niður olíu- og bensíngjöld á að tryggja áframhaldandi uppbyggingu og viðhald vega landsins. Markmiðið með kílómetragjaldinu er skýrt: Að bregðast við lækkandi tekjum vegan orkuskipta og minnkandi eldsneytisnotkun með kerfi sem endurspeglar raunverulega notkun ökutækja til að bæta og viðhalda vegakerfinu. Þó að breytingin sé í fljótu bragði rökrétt í ljósi ofangreindra breytinga, tækniframfara og umhverfissjónarmiða, verður að gæta þess að hún verði sanngjörn og komi til jafns við alla. Það er viss óréttlæti fólgið í því að kílómetragjald á ódýran smábíl (t.d. Toyota Aygo sem vegur um eitt tonn) verður það sama og á dýrum stórum og breyttum jeppa (t.d. Landrover Defender sem vegur 2.5 tonn). Það er undarleg ákvörðun að hafa sama kílómetragjald fyrir smábíl og fyrir stóran breyttan jeppa í ljósi þess að jeppinn spænir upp slitlag á vegum í miklu meira mæli en smábíllinn. Til viðbótar þessu er ójafnt aðgengi að umhverfisvænum bílum (t.d. rafmagnsbílum) því þeir eru enn of dýrir í innkaupum og í mörgum tilvikum langt fyrir utan fjárhagslega getu fólks með lágar eða meðaltekjur að kaupa. Af þeim sökum neyðist margt fólk með lágar- og meðaltekjur til þess að kaupa eldri, ódýrari og óumhverfisvænni bíla sem ganga fyrir bensíni eða dísil. Af þeirri ástæðu er það lykilatriði að sú lækkun á dæluverði sem lofað er í frumvarpinu gangi eftir og skili sér til neytenda. Í frumvarpinu er boðað að lækkun á lítra verði allt að 105 krónur af bensínlítra og 88 krónur af dísillítra. Verðbreytingar á bensíni og dísel hafa áhrif á vísitölu neysluverðs og þ.a.l. áhrif á lán. Það er einmitt hér sem áhyggjur minar vakna hvort þessar fyrirhuguðu lækkanir skili sér til neytenda. Frumvarpið getur skapað svigrúm fyrir olíufélög til ”að nota ferðina” til að hækka álagningu sína. Olíufélögin hafa engan trúverðuleika meðal neytenda í ljósi hegðunar sinnar við að hækka verð á dælu um leið og heimsmarkaðsverð á bensíni hækkar en hafa á móti sýnt ótrúlega tregðu til að lækka verð á bensíni þegar heimsmarkaðsverð þess lækkar. Ef verðvitund neytenda ruglast og eftirlit er ekki til staðar, getur ávinningurinn af breytingunni horfið – og bitnað mest á þeim sem minnst mega sín. Það er ekki síður mikilvægt að þessi lækkun skili sér í ljósi þess hve mikil áhrif bensín- og díselverð vegur í vísitölu neysluverðs. Gangi ekki lækkunin að fullu til baka hefur það áhrif á vísitölu neysluverðs og gerir öll lán landsmanna dýrari en ella. Til að tryggja að neytendur fái raunverulega lækkun á eldsneytisverði hvet ég stjórnvöld til að setja á laggirnar virkt og gagnsætt eftirlit sem gæti verið samstarf Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, FÍB og Verðlagseftirlits ASÍ. Aðhald með olíufélögunum er nauðsynlegt til að tryggja að markmið frumvarpsins nái fram að ganga – ekki aðeins í bókhaldi ríkisins, heldur í veski almennings. Við má bæta að þegar frumvarpið er skoðað og þau gjöld sem þungaflutningsökutæki koma til með að greiða er það of lágt til að skapa skattalegan hvata til að færa þungaflutninga af vegum landsins yfir í sjóflutninga. Það er staðreynd að þungaflutningar á vegum landsins fara illa með vegina. Kílómetragjald getur verið réttlát og skilvirk leið til að fjármagna vegakerfið. En réttlæti í framkvæmd krefst þess að við hugum að öllum hópum samfélagsins – ekki síst þeim sem ekki hafa efni á að taka þátt í orkuskiptunum strax. Sanngirni, aðgengi og aðhald verða að vera leiðarljós í þessari breytingu. Höfundur er heilsuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kílómetragjald Skattar, tollar og gjöld Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson Skoðun Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Óbótamenn að verki Fastir pennar Skoðun Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Sjá meira
Frumvarp um kílómetragjald sem nú liggur fyrir Alþingi er bylting í fjármögnun samgöngukerfisins. Með því að taka upp gjald á hvern ekinn kílómetra og um leið leggja niður olíu- og bensíngjöld á að tryggja áframhaldandi uppbyggingu og viðhald vega landsins. Markmiðið með kílómetragjaldinu er skýrt: Að bregðast við lækkandi tekjum vegan orkuskipta og minnkandi eldsneytisnotkun með kerfi sem endurspeglar raunverulega notkun ökutækja til að bæta og viðhalda vegakerfinu. Þó að breytingin sé í fljótu bragði rökrétt í ljósi ofangreindra breytinga, tækniframfara og umhverfissjónarmiða, verður að gæta þess að hún verði sanngjörn og komi til jafns við alla. Það er viss óréttlæti fólgið í því að kílómetragjald á ódýran smábíl (t.d. Toyota Aygo sem vegur um eitt tonn) verður það sama og á dýrum stórum og breyttum jeppa (t.d. Landrover Defender sem vegur 2.5 tonn). Það er undarleg ákvörðun að hafa sama kílómetragjald fyrir smábíl og fyrir stóran breyttan jeppa í ljósi þess að jeppinn spænir upp slitlag á vegum í miklu meira mæli en smábíllinn. Til viðbótar þessu er ójafnt aðgengi að umhverfisvænum bílum (t.d. rafmagnsbílum) því þeir eru enn of dýrir í innkaupum og í mörgum tilvikum langt fyrir utan fjárhagslega getu fólks með lágar eða meðaltekjur að kaupa. Af þeim sökum neyðist margt fólk með lágar- og meðaltekjur til þess að kaupa eldri, ódýrari og óumhverfisvænni bíla sem ganga fyrir bensíni eða dísil. Af þeirri ástæðu er það lykilatriði að sú lækkun á dæluverði sem lofað er í frumvarpinu gangi eftir og skili sér til neytenda. Í frumvarpinu er boðað að lækkun á lítra verði allt að 105 krónur af bensínlítra og 88 krónur af dísillítra. Verðbreytingar á bensíni og dísel hafa áhrif á vísitölu neysluverðs og þ.a.l. áhrif á lán. Það er einmitt hér sem áhyggjur minar vakna hvort þessar fyrirhuguðu lækkanir skili sér til neytenda. Frumvarpið getur skapað svigrúm fyrir olíufélög til ”að nota ferðina” til að hækka álagningu sína. Olíufélögin hafa engan trúverðuleika meðal neytenda í ljósi hegðunar sinnar við að hækka verð á dælu um leið og heimsmarkaðsverð á bensíni hækkar en hafa á móti sýnt ótrúlega tregðu til að lækka verð á bensíni þegar heimsmarkaðsverð þess lækkar. Ef verðvitund neytenda ruglast og eftirlit er ekki til staðar, getur ávinningurinn af breytingunni horfið – og bitnað mest á þeim sem minnst mega sín. Það er ekki síður mikilvægt að þessi lækkun skili sér í ljósi þess hve mikil áhrif bensín- og díselverð vegur í vísitölu neysluverðs. Gangi ekki lækkunin að fullu til baka hefur það áhrif á vísitölu neysluverðs og gerir öll lán landsmanna dýrari en ella. Til að tryggja að neytendur fái raunverulega lækkun á eldsneytisverði hvet ég stjórnvöld til að setja á laggirnar virkt og gagnsætt eftirlit sem gæti verið samstarf Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, FÍB og Verðlagseftirlits ASÍ. Aðhald með olíufélögunum er nauðsynlegt til að tryggja að markmið frumvarpsins nái fram að ganga – ekki aðeins í bókhaldi ríkisins, heldur í veski almennings. Við má bæta að þegar frumvarpið er skoðað og þau gjöld sem þungaflutningsökutæki koma til með að greiða er það of lágt til að skapa skattalegan hvata til að færa þungaflutninga af vegum landsins yfir í sjóflutninga. Það er staðreynd að þungaflutningar á vegum landsins fara illa með vegina. Kílómetragjald getur verið réttlát og skilvirk leið til að fjármagna vegakerfið. En réttlæti í framkvæmd krefst þess að við hugum að öllum hópum samfélagsins – ekki síst þeim sem ekki hafa efni á að taka þátt í orkuskiptunum strax. Sanngirni, aðgengi og aðhald verða að vera leiðarljós í þessari breytingu. Höfundur er heilsuhagfræðingur.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun