Skoðun

Það hefði mátt hlusta á FÍB

Runólfur Ólafsson skrifar

FÍB hefur frá upphafi lagt til að kílómetragjald taki mið af þyngd viðkomandi bíls ásamt losun koltvísýrings. Þá væri sú staða ekki uppi núna að kílómetragjald er óhagstætt fyrir litla og eyðslugranna bíla, en hagstætt fyrir eyðslufreka og þunga bíla.

Vorið 2023 kynnti FÍB tillögu að formúlu til að reikna út kílómetragjald sem myndi endurspegla áhrif hvers einasta bíls á umhverfið ásamt álagi hans á vegakerfið. Umhverfisáhrifin koma fram í útblæstri koltvísýrings við eldsneytisbruna. Álag á vegakerfið endurspeglast í þyngd bílsins. Auðvelt er fyrir ríkið að nota þessa formúlu við útreikning kílómetragjaldsins – upplýsingar um útblástur og þyngd eru skráðar hjá Samgöngustofu.

FÍB hvatti stjórnvöld til að miða kílómetragjaldið við hvern og einn bíl. Ekki var farið eftir þeim ábendingum heldur ákveðið að eitt og sama gjaldið skyldi vera fyrir bíla undir 3,5 tonnum. Það er í fullkominni andstöðu við sjónarmið í loftslagsmálum.

FÍB hefur stutt kílómetragjald á þeim forsendum að það endurspegli afnot af vegakerfinu og styðji við orkuskipti. Flatt kílómetragjald á 90% af bílaflota landsmanna gerir það ekki nema að takmörkuðu leyti.

Ekki er þó öll von úti. Í samtölum FÍB við stjórnvöld hefur komið fram að innheimtuaðferðin verði tekin til endurskoðunar með meiri sanngirni að leiðarljósi.

Höfundur er framkvæmdastjóri FÍB. 




Skoðun

Skoðun

Utan­ríkis­málaárið 2025

Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar

Sjá meira


×