Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023

Fréttamynd

Vaktin: Rishi Sunak farinn af landi brott

Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu í dag. Víðtækar lokanir tóku gildi í gærkvöldi og er stór hluti miðbæjarins lokaður umferð og svæðið umhverfis Hörpu alfarið lokað almenningi.

Innlent
Fréttamynd

Ekki láta plata þig

Ertu viss að tölvupósturinn sem þú fékkst sé frá þeim sem virðist hafa sent hann? Þriðjungur af öllum gagnalekum byrja sem venjulegur tölvupóstur til starfsmanna þar sem þeir eru beðnir um að opna skjal, ýta á hlekk eða skrá sig inn upp á nýtt í sín eigin kerfi. Um er að ræða mjög hnitmiðaðar veiðar, árás, oft á góðri íslensku sem er líklega eina neikvæða hliðin á miklum fjárfestingum okkar Íslendinga í máltækni.

Skoðun
Fréttamynd

Harpa komin í búning al­þjóða­stofnunar

Framkvæmdastjóri Leiðtogafundar Evrópuráðsins segir landsmenn geta verið stolta af fundinum sem hefst á morgun. Víðtækar lokanir hafa áhrif á veitingahúsaeigendur sem hafa undanfarna daga þurft að birgja sig upp.

Innlent
Fréttamynd

Banda­ríkin vilja koma að tjóna­skrá Evrópu­ráðsins

Banda­ríkin hafa lýst því yfir að þau séu reiðu­búin til þess að taka þátt í því að koma á sér­stakri tjóna­skrá sem kynnt verður á leið­toga­fundi Evrópu­ráðsins í Reykja­vík í vikunni. Þetta kemur fram í til­kynningu frá banda­rískum yfir­völdum.

Innlent
Fréttamynd

Leita að vopnum og biðja far­þega að mæta tíman­lega

Isavia biðlar til far­þega í innan­lands­flugi að mæta tíman­lega næstu tvo daga þar sem vopna­leit mun fara fram í fyrsta sinn hér á landi, tíma­bundið á meðan leið­toga­fundi Evrópu­ráðsins stendur. Icelandair biðlar til fólks að mæta níu­tíu mínútum fyrir brott­för.

Innlent
Fréttamynd

„Afskaplega glæsilegur viðburður og Íslandi til sóma“

Hundruð manna vinna nú hörðum höndum í Hörpu við að gera allt klárt fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins sem hefst á morgun. Framkvæmdastjóri fundarins segir undirbúningsvinnuna ganga vel og að mikill metnaður sé settur í vinnuna. Viðburðurinn verði afar glæsilegur og Íslandi til sóma.

Innlent
Fréttamynd

Katrín og von der Leyen funda á morgun

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Úrsúla von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu eiga tvíhliða fund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Þessi hafa boðað komu sína á leiðtogafundinn

Mikill fjöldi fólks hefur boðað komu sína á leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í Hörpu í vikunni. Forsetar, forsætisráðherrar, aðrir ráðherrar og kardínáli eru á meðal þeirra sem eru á gestalistanum. Ekki hefur verið gefið upp hvort einhver frá Úkraínu komi á fundinn.

Innlent
Fréttamynd

Konur berjast við Rússa á öllum vígstöðvum í Úkraínu

Þingkona frá Úkraínu segir konur ekki vera fórnarlömb innrásar Rússa í Úkraínu fremur en karla og börn því þær taki þátt í að verja landið á öllum vígstöðvum. Mikilvægast af öllu væri að frelsa fólk á herteknum svæðum og draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Sýndarveruleiki útilokar íslensk fyrirtæki

Nú stendur undirbúningur vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík sem hæst. Fréttir berast af því að víðtækar lokanir muni eiga sér stað í miðborg Reykjavíkur og að um 50 einkaflugvélar muni flytja erlend fyrirmenni og fylgdarlið þeirra til landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Örfáir þjóð­ar­leið­tog­ar ekki boð­að komu sína

Leiðtogar rúmlega fjörutíu af 46 aðildarríkjum Evrópuráðsins hafa boðað komu sína hingað til lands í næstu viku. Þeirra á meðal eru Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Komist leiðtogar ekki á fundinn mæta í flestum tilfellum utanríkisráðherrar í þeirra stað.

Innlent
Fréttamynd

Kaupa skot­vopn fyrir lög­regluna fyrir leið­toga­fundinn

Skotvopn eru á meðal búnaðar sem keyptur hefur verið inn fyrir íslenska lögreglumenn í tengslum við öryggisgæslu á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Erlendir lögreglumenn sem aðstoða við öryggisgæsluna og erlendir öryggisverðir verða einnig vopnaðir.

Innlent
Fréttamynd

Reikna með netá­rásum ógna­hópa og mót­mælenda

Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki.

Innlent
Fréttamynd

Stærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi framundan

Stór hluti miðborgarinnar verður lokaður allri bílaumferð í tæpa tvo sólarhringa á meðan rúmlega fjörutíu þjóðarleiðtogar funda í Hörpu um miðjan næsta mánuð og mesta öryggisgæsla sem sést hefur hér á landi. Forsætisráðherra segir fundinn sögulegan enda eru þjóðarleiðtogar Evrópuráðsins að koma saman í aðeins fjórða skipti frá stofnun þess.

Innlent
Fréttamynd

Telja Pírata svíkja stefnu sína um eftir­lits­sam­fé­lag

Fyrirkomulag öryggismyndavéla í Reykjavík verður endurskoðað árlega en ekki á fimm ára fresti eins og nú er, samkvæmt breytingartillögu sem er til afgreiðslu í borgarstjórn í dag. Sósíalistar í borgarstjórn segja Pírata svíkja stefnu sína um eftirlitssamfélagið. 

Innlent
Fréttamynd

Aukið eftir­lit í kjöl­far morð­máls árið 2017 loks á teikni­borðinu

Í kjölfar morðsins á Birnu Brjánsdóttur árið 2017 var sett af stað vinna við að teikna upp öflugra öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Að sögn aðstoðarlögreglustjóra lognaðist verkefnið út af þegar heimsfaraldur skall á. Nú hefur verkefnið verið sett af stað á ný í kjölfar leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer hér á landi í maí. 

Innlent