Innlent

„Þetta er gamalt fangelsi, núna er þetta mitt fangelsi“

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Katrín og Nauséda göntuðust með fyrra hlutverk Stjórnarráðsins.
Katrín og Nauséda göntuðust með fyrra hlutverk Stjórnarráðsins. Vísir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra grínaðist með það þegar hún tók á móti forseta Litháen í Stjórnarráðinu í morgun að það væri hennar fangelsi. Húsið var frá byggingu til ársins 1813 tugthúsið í Reykjavík.

„This is an old jail, now it's my jail,“ sagði Katrín þegar hún tók á móti Gitanas Nauséda, forseta Litháens, rétt fyrir klukkan ellefu í morgun í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu. 

„Og þú ert fangi hér, allavega þar til kjörtímabilinu lýkur,“ svaraði Nauséda.

Heyra má orðaskiptin í klippunni hér að neðan.


Tengdar fréttir

Verið að fremja á­rásir á ís­lenska vefi

Verið er að fremja árásir á íslenska vefi að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Embættið telur sig hafa hugmynd um hvaðan árásirnar koma en ekkert hefur fengist staðfest. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×