Bílastæði

Fréttamynd

Endurheimti ekki bílinn fyrr en hann hringdi í lögregluna

Ferðalangur sem geymdi jeppa sinn hjá Lagningu á meðan á utanlandsferð stóð segist hafa neyðst til að hringja á lögreglu til að endurheimta bílinn sinn frá fyrirtækinu. Fleiri viðskiptavinir hafa fengið þau svör að bíll þeirra finnist ekki.

Neytendur
Fréttamynd

Brugðist við halla­rekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum

Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur.

Innlent
Fréttamynd

Gjaldskyld svæði bílastæða í miðborginni víkkuð út

Gjaldsvæði fyrir bílastæði í nokkrum götum Vesturbæjar og Þingholta verða stækkuð á næstunni. Íbúar í Vesturbæ og miðborg eiga margir hverjir erfitt með að finna bílastæði meðal annars vegna fjölgunar íbúa og ferðmanna með aukinni starfsemi hótela, veitingahúsa og verslana.

Innlent
Fréttamynd

Hyggjast rukka í stæði í fyrsta sinn í Reykja­nes­bæ

Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar hefur lagt fram drög að stofnun bílastæðasjóðs í Reykjanesbæ. Með stofnun sjóðsins verður því rukkað í bílastæði í fyrsta sinn í sveitarfélaginu. Formaður umhverfis- og skipulagsráðs telur að samstaða sé um málið.

Innlent
Fréttamynd

Þyngri dómar í mútu­máli vegna bíla­stæða­miða

Hæstiréttur hefur sakfellt fyrrverandi þjónustustjóra hjá Isavia og framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis fyrir hlutdeild í umboðssvikum og mútubrot í tengslum við bílastæðamiðakaup til notkunar á bílastæðum Isavia. Þjónustustjórinn var einnig sakfelldur fyrir peningaþvætti. Dómar yfir mönnunum tveimur voru þyngdir um þrjá mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Inn­limaði“ bíla­stæði rúss­neska ræðis­mannsins

Finnskur karlmaður tók sig til og „innlimaði“ bílastæði rússneska ræðismannsins í Turku fyrir hönd Úkraínu í gær. Hann segir innlimunina í samræmi við úrslit eins manns þjóðaratkvæðagreiðslu sem hann hélt sjálfur í anda þeirra sem fóru fram á vegum leppstjórna Rússa í Úkraínu nýlega.

Erlent
Fréttamynd

Ódýrara að leggja einkaþotu en bíl

Það er ódýrara að leggja einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli en bíl í bílakjallara í miðbæ Reykjavíkur. Fimm daga stæði á Reykjavíkurflugvelli kostar 35.485 fyrir einkaþotu.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa ekki að greiða fyrir þá sem borguðu ekki fyrir bílastæðin

Brimborg ehf. þarf ekki að greiða Rekstrarfélagi Hafnartorgs rúmar fimmtíu þúsund krónur í deilu félaganna um hvort að Brimborg bæri ábyrgð á því að greiða fyrir þá viðskiptavini bílaleigu félagsins sem nýttu sér bílastæði við Hafnartorg án þess að greiða fyrir það.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta skóflu­stunga að nýju bíla­stæða- og tækni­húsi nýs Land­spítala

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tók í dag fyrstu skóflustungu að nýju bílastæða– og tæknihúsi nýs Landspítala, ásamt Pétri Guðmundssyni stjórnarformanni Eyktar og Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítala. Þá tóku fulltrúar starfsmanna, þær Rannveig Rúnarsdóttir frá Landspítala og Þórana Elín Dietz frá HÍ einnig skóflustungu að húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Hittumst á Skóla­vörðu­túni

Á dögum sem þessum iðar Klambratúnið af lífi. Fólk leggst á grasið með drykki og mat. Börn príla í leiktækjum. Hundar mætast og þefa hvor af öðrum og frisbídiskar lenda í körfum með tilheyrandi hljóðum. Þetta virkar.

Skoðun
Fréttamynd

Raf­bíla­hleðsla í fjöl­býlis­húsum – hvar erum við stödd?

Ákvörðun stjórnvalda um að rafbílavæða Ísland og banna innflutning fólksbifreiða sem ekki nýta rafmagn eftir árið 2030 var metnaðarfull og nauðsynleg. Lög um fjöleignarhús voru í framhaldinu uppfærð þannig að húsfélög þurfa að bregðast við óskum einstakra íbúðareigenda sem vilja hlaða rafbíl við heimili sitt í fjölbýlishúsi.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er skelfilegt að sjá þetta“

Útivistarunnanda blöskraði aðkoman á bílastæði í Leirdal sunnan við Fagradalsfjall þegar hann hugðist ganga Langahrygg ásamt eiginkonu sinni. Erlendum ferðamönnum á svæðinu var ekki skemmt enda áttu þeir ekki von á slíku ástandi í landi með náttúruna sem flaggskip.

Innlent
Fréttamynd

Réðst á konu sem hafði lagt bíl sínum fyrir aftan hans

Karlmaður á höfuðborgarsvæðinu hefur hlotið dóm fyrir að ráðast á konu sem hafði lagt bíl sínum fyrir aftan bíl mannsins, sem fyrir vikið komst ekki leiðar sinnar. Karlinn hafði lagt í stæði konunnar en merkingar sáust ekki því snjór var yfir öllu.

Innlent
Fréttamynd

Von­svikin með að ríkið vilji ekki byggja bíla­kjallara

Skipulagsráð Akureyrar hafnaði ósk Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna (FSRE) um að breyting yrði gerð á deiliskipulagi svæðis þar sem fyrirhugað er að reisa nýja heilsugæslu. Samkvæmt gildandi skipulagi er gert ráð fyrir bílakjallara undir nýbyggingunni en FSRE segir ekki gert ráð fyrir slíku í fjárframlögum til framkvæmdarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Rukka inn á bíla­­­stæði í ó­­­þökk sveitar­­fé­lags

Bæjar­stjóri Reykja­nes­bæjar for­dæmir ferða­þjónustu­fyrir­tæki fyrir að rukka gjald inn á bíla­stæði við Reykja­nes­vita. Hann segir fyrir­tækið hafa svikið lof­orð um að koma fyrst upp þjónustu­mið­stöð á svæðinu áður en rukkað yrði inn á það.

Innlent
Fréttamynd

Skilur ekki að borgin ætli að gera veður út af sak­lausum skiltum

Borgin ætlar að fara fram á það við verslunar­eig­endur við Ár­múla að þeir fjar­lægi skilti sem banna öðrum en við­skipta­vinum að leggja fyrir utan verslanir þeirra. Sjálfir eru þeir stein­hissa á málinu, töldu sig eiga stæðin og segja borgina vera að gera veður út af engu.

Innlent
Fréttamynd

Ný bílastæði stytta göngu á útsýnisstaði á eldgosið

Þeir sem vilja ganga að eldstöðinni í Fagradalsfjalli hafa núna möguleika á að stytta gönguna með því að nýta sér ný bílastæði sem tekin hafa verið í notkun. Þá er í bígerð að lagfæra vinsælustu gönguleiðina upp á Langahrygg til að draga úr slysahættu.

Innlent
Fréttamynd

Slökkva á 156 götu­hleðslum í borginni og kenna Ísorku um

Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní.

Neytendur