Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 10. desember 2024 07:31 Jólamánuðurinn desember er annasamur tími og undirbúningur hefst snemma með ýmsum skemmtunum, tilboðum og jólaboðum. Umferð er erilsöm á þessum árstíma og oft örtröð á bílastæðum borgar og bæja. Um 20% allra umferðaróhappa verða á bílastæðum og er hlutfallið hér á landi svipað og annars staðar. Þessir árekstrar með tilheyrandi tjónum færast í aukana yfir hátíðarnar. Því er full ástæða til að hafa varann á og huga auk þess að góðum dekkjabúnaði en því miður er allt of mikið um að bílar séu vanbúnir fyrir aðstæður á þessum árstíma. Förum varlega Árlega á sér stað fjöldi árekstra á bílastæðum landsins þar sem ýmist er ekið á kyrrstæða bíla í bílastæði, bakkað á kyrrstæðar bifreiðar í bílastæði eða sem verra er, ekið á gangandi vegfarendur. Sem betur fer verða sjaldan slys á fólki í þessum tilfellum en það kemur þó fyrir og hvert slíkt líkamstjón er einu of mikið. Tjón án meiðsla hafa líka í för með sér leiðindi sem flest myndu eflaust vilja vera laus við. Ökumenn og gangandi vegfarendur finna oft fyrir fölsku öryggi á bílastæðum og eru mögulega ekki eins varkár og úti í umferðinni. Til dæmis eru ökumenn stundum að hringja eða fikta í símanum þegar ekið er um bílastæði en það er ekki síður ólöglegt og hættulegt en úti í umferðinni. Hugurinn þarf að vera við aksturinn alla leið. Bökkum í stæði Bakktjón eru ein algengustu ökutækjatjónin hjá Sjóvá og án efa er sömu sögu að segja hjá öðrum tryggingafélögum. Algengt er að bakktjón verði á fjölförnum bílastæðum. Með því að bakka í stæði má minnka líkur á því að lenda í slíku tjóni til muna. Ökumaður hefur þá mun betri yfirsýn þegar ekið er úr stæðinu og er síður líklegur til að lenda í óhappi. Að bakka í stæði er einfalt en áhrifaríkt forvarnaráð og því gott að venja sig á það. Höfum dekkin í lagi Til að gæta fyllsta öryggis er nauðsynlegt að hafa bíldekkin í lagi og í takt við árstíðirnar. Á Íslandi getur verið allra veðra von, ekki hvað síst í desembermánuði, líkt og við höfum upplifað undanfarna daga. Því miður hafa allt of mörg umferðarslys átt sér stað á þessu ári og nauðsynlegt er að hafa varann á sér í umferðinni og gera allt sem hægt er til að tryggja öryggi sitt og annarra. Nýlega var fjallað um að mikið hafi mætt á starfsfólki árekstur.is en margir harðir árekstrar urðu í hálkunni innanbæjar sem utan síðastliðna viku. Bílastæðin hafa upp á síðkastið verið einn klaki og þegar rignir ofan í hann verður flughált þannig að fólk og ökutæki skauta oft stjórnlaust um svellið. Því miður hefur borið á því að margir bílar séu vanbúnir og allt of margir aka enn um á sumardekkjum sem er stórhættulegt í færð sem þessari. Einnig þarf að huga að lofti í dekkjum og sjá til þess að þau séu í góðu standi. Að lokum er vert að brýna fyrir fólki að taka mið af aðstæðum og halda hraðanum í skefjum. Hálkan er lúmsk og oft áttar fólk sig ekki á aðstæðum fyrr en um seinan. Í viðjum vanans Fyrir flest okkar er umferðin hversdagslegt atferli. Öll þurfum við að komast ferða okkar á degi hverjum og akstur og annar ferðamáti kemst upp í vana. Við megum þó ekki gleyma því að umferðin er oft og tíðum flókið samstarfsverkefni þar sem nauðsynlegt er að halda vakandi athygli, ekki hvað síst undir stýri. Mikilvægt er að vera í jafnvægi og halda ró sinni og einn góður meðvitaður andardráttur getur gert mikið jafnt á vegum landsins sem og annars staðar á lífsleiðinni. Einnig þarf að gera viðeigandi ráðstafanir til að stuðla að öryggi sínu og annarra. Verum því skynsöm, sinnum okkar ábyrgðarhluta og sýnum tillitssemi í umferðinni. Þá eru allar líkur á að allt gangi vel. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Bílastæði Jól Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Jólamánuðurinn desember er annasamur tími og undirbúningur hefst snemma með ýmsum skemmtunum, tilboðum og jólaboðum. Umferð er erilsöm á þessum árstíma og oft örtröð á bílastæðum borgar og bæja. Um 20% allra umferðaróhappa verða á bílastæðum og er hlutfallið hér á landi svipað og annars staðar. Þessir árekstrar með tilheyrandi tjónum færast í aukana yfir hátíðarnar. Því er full ástæða til að hafa varann á og huga auk þess að góðum dekkjabúnaði en því miður er allt of mikið um að bílar séu vanbúnir fyrir aðstæður á þessum árstíma. Förum varlega Árlega á sér stað fjöldi árekstra á bílastæðum landsins þar sem ýmist er ekið á kyrrstæða bíla í bílastæði, bakkað á kyrrstæðar bifreiðar í bílastæði eða sem verra er, ekið á gangandi vegfarendur. Sem betur fer verða sjaldan slys á fólki í þessum tilfellum en það kemur þó fyrir og hvert slíkt líkamstjón er einu of mikið. Tjón án meiðsla hafa líka í för með sér leiðindi sem flest myndu eflaust vilja vera laus við. Ökumenn og gangandi vegfarendur finna oft fyrir fölsku öryggi á bílastæðum og eru mögulega ekki eins varkár og úti í umferðinni. Til dæmis eru ökumenn stundum að hringja eða fikta í símanum þegar ekið er um bílastæði en það er ekki síður ólöglegt og hættulegt en úti í umferðinni. Hugurinn þarf að vera við aksturinn alla leið. Bökkum í stæði Bakktjón eru ein algengustu ökutækjatjónin hjá Sjóvá og án efa er sömu sögu að segja hjá öðrum tryggingafélögum. Algengt er að bakktjón verði á fjölförnum bílastæðum. Með því að bakka í stæði má minnka líkur á því að lenda í slíku tjóni til muna. Ökumaður hefur þá mun betri yfirsýn þegar ekið er úr stæðinu og er síður líklegur til að lenda í óhappi. Að bakka í stæði er einfalt en áhrifaríkt forvarnaráð og því gott að venja sig á það. Höfum dekkin í lagi Til að gæta fyllsta öryggis er nauðsynlegt að hafa bíldekkin í lagi og í takt við árstíðirnar. Á Íslandi getur verið allra veðra von, ekki hvað síst í desembermánuði, líkt og við höfum upplifað undanfarna daga. Því miður hafa allt of mörg umferðarslys átt sér stað á þessu ári og nauðsynlegt er að hafa varann á sér í umferðinni og gera allt sem hægt er til að tryggja öryggi sitt og annarra. Nýlega var fjallað um að mikið hafi mætt á starfsfólki árekstur.is en margir harðir árekstrar urðu í hálkunni innanbæjar sem utan síðastliðna viku. Bílastæðin hafa upp á síðkastið verið einn klaki og þegar rignir ofan í hann verður flughált þannig að fólk og ökutæki skauta oft stjórnlaust um svellið. Því miður hefur borið á því að margir bílar séu vanbúnir og allt of margir aka enn um á sumardekkjum sem er stórhættulegt í færð sem þessari. Einnig þarf að huga að lofti í dekkjum og sjá til þess að þau séu í góðu standi. Að lokum er vert að brýna fyrir fólki að taka mið af aðstæðum og halda hraðanum í skefjum. Hálkan er lúmsk og oft áttar fólk sig ekki á aðstæðum fyrr en um seinan. Í viðjum vanans Fyrir flest okkar er umferðin hversdagslegt atferli. Öll þurfum við að komast ferða okkar á degi hverjum og akstur og annar ferðamáti kemst upp í vana. Við megum þó ekki gleyma því að umferðin er oft og tíðum flókið samstarfsverkefni þar sem nauðsynlegt er að halda vakandi athygli, ekki hvað síst undir stýri. Mikilvægt er að vera í jafnvægi og halda ró sinni og einn góður meðvitaður andardráttur getur gert mikið jafnt á vegum landsins sem og annars staðar á lífsleiðinni. Einnig þarf að gera viðeigandi ráðstafanir til að stuðla að öryggi sínu og annarra. Verum því skynsöm, sinnum okkar ábyrgðarhluta og sýnum tillitssemi í umferðinni. Þá eru allar líkur á að allt gangi vel. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun