Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 10. desember 2024 07:31 Jólamánuðurinn desember er annasamur tími og undirbúningur hefst snemma með ýmsum skemmtunum, tilboðum og jólaboðum. Umferð er erilsöm á þessum árstíma og oft örtröð á bílastæðum borgar og bæja. Um 20% allra umferðaróhappa verða á bílastæðum og er hlutfallið hér á landi svipað og annars staðar. Þessir árekstrar með tilheyrandi tjónum færast í aukana yfir hátíðarnar. Því er full ástæða til að hafa varann á og huga auk þess að góðum dekkjabúnaði en því miður er allt of mikið um að bílar séu vanbúnir fyrir aðstæður á þessum árstíma. Förum varlega Árlega á sér stað fjöldi árekstra á bílastæðum landsins þar sem ýmist er ekið á kyrrstæða bíla í bílastæði, bakkað á kyrrstæðar bifreiðar í bílastæði eða sem verra er, ekið á gangandi vegfarendur. Sem betur fer verða sjaldan slys á fólki í þessum tilfellum en það kemur þó fyrir og hvert slíkt líkamstjón er einu of mikið. Tjón án meiðsla hafa líka í för með sér leiðindi sem flest myndu eflaust vilja vera laus við. Ökumenn og gangandi vegfarendur finna oft fyrir fölsku öryggi á bílastæðum og eru mögulega ekki eins varkár og úti í umferðinni. Til dæmis eru ökumenn stundum að hringja eða fikta í símanum þegar ekið er um bílastæði en það er ekki síður ólöglegt og hættulegt en úti í umferðinni. Hugurinn þarf að vera við aksturinn alla leið. Bökkum í stæði Bakktjón eru ein algengustu ökutækjatjónin hjá Sjóvá og án efa er sömu sögu að segja hjá öðrum tryggingafélögum. Algengt er að bakktjón verði á fjölförnum bílastæðum. Með því að bakka í stæði má minnka líkur á því að lenda í slíku tjóni til muna. Ökumaður hefur þá mun betri yfirsýn þegar ekið er úr stæðinu og er síður líklegur til að lenda í óhappi. Að bakka í stæði er einfalt en áhrifaríkt forvarnaráð og því gott að venja sig á það. Höfum dekkin í lagi Til að gæta fyllsta öryggis er nauðsynlegt að hafa bíldekkin í lagi og í takt við árstíðirnar. Á Íslandi getur verið allra veðra von, ekki hvað síst í desembermánuði, líkt og við höfum upplifað undanfarna daga. Því miður hafa allt of mörg umferðarslys átt sér stað á þessu ári og nauðsynlegt er að hafa varann á sér í umferðinni og gera allt sem hægt er til að tryggja öryggi sitt og annarra. Nýlega var fjallað um að mikið hafi mætt á starfsfólki árekstur.is en margir harðir árekstrar urðu í hálkunni innanbæjar sem utan síðastliðna viku. Bílastæðin hafa upp á síðkastið verið einn klaki og þegar rignir ofan í hann verður flughált þannig að fólk og ökutæki skauta oft stjórnlaust um svellið. Því miður hefur borið á því að margir bílar séu vanbúnir og allt of margir aka enn um á sumardekkjum sem er stórhættulegt í færð sem þessari. Einnig þarf að huga að lofti í dekkjum og sjá til þess að þau séu í góðu standi. Að lokum er vert að brýna fyrir fólki að taka mið af aðstæðum og halda hraðanum í skefjum. Hálkan er lúmsk og oft áttar fólk sig ekki á aðstæðum fyrr en um seinan. Í viðjum vanans Fyrir flest okkar er umferðin hversdagslegt atferli. Öll þurfum við að komast ferða okkar á degi hverjum og akstur og annar ferðamáti kemst upp í vana. Við megum þó ekki gleyma því að umferðin er oft og tíðum flókið samstarfsverkefni þar sem nauðsynlegt er að halda vakandi athygli, ekki hvað síst undir stýri. Mikilvægt er að vera í jafnvægi og halda ró sinni og einn góður meðvitaður andardráttur getur gert mikið jafnt á vegum landsins sem og annars staðar á lífsleiðinni. Einnig þarf að gera viðeigandi ráðstafanir til að stuðla að öryggi sínu og annarra. Verum því skynsöm, sinnum okkar ábyrgðarhluta og sýnum tillitssemi í umferðinni. Þá eru allar líkur á að allt gangi vel. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Bílastæði Jól Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Jólamánuðurinn desember er annasamur tími og undirbúningur hefst snemma með ýmsum skemmtunum, tilboðum og jólaboðum. Umferð er erilsöm á þessum árstíma og oft örtröð á bílastæðum borgar og bæja. Um 20% allra umferðaróhappa verða á bílastæðum og er hlutfallið hér á landi svipað og annars staðar. Þessir árekstrar með tilheyrandi tjónum færast í aukana yfir hátíðarnar. Því er full ástæða til að hafa varann á og huga auk þess að góðum dekkjabúnaði en því miður er allt of mikið um að bílar séu vanbúnir fyrir aðstæður á þessum árstíma. Förum varlega Árlega á sér stað fjöldi árekstra á bílastæðum landsins þar sem ýmist er ekið á kyrrstæða bíla í bílastæði, bakkað á kyrrstæðar bifreiðar í bílastæði eða sem verra er, ekið á gangandi vegfarendur. Sem betur fer verða sjaldan slys á fólki í þessum tilfellum en það kemur þó fyrir og hvert slíkt líkamstjón er einu of mikið. Tjón án meiðsla hafa líka í för með sér leiðindi sem flest myndu eflaust vilja vera laus við. Ökumenn og gangandi vegfarendur finna oft fyrir fölsku öryggi á bílastæðum og eru mögulega ekki eins varkár og úti í umferðinni. Til dæmis eru ökumenn stundum að hringja eða fikta í símanum þegar ekið er um bílastæði en það er ekki síður ólöglegt og hættulegt en úti í umferðinni. Hugurinn þarf að vera við aksturinn alla leið. Bökkum í stæði Bakktjón eru ein algengustu ökutækjatjónin hjá Sjóvá og án efa er sömu sögu að segja hjá öðrum tryggingafélögum. Algengt er að bakktjón verði á fjölförnum bílastæðum. Með því að bakka í stæði má minnka líkur á því að lenda í slíku tjóni til muna. Ökumaður hefur þá mun betri yfirsýn þegar ekið er úr stæðinu og er síður líklegur til að lenda í óhappi. Að bakka í stæði er einfalt en áhrifaríkt forvarnaráð og því gott að venja sig á það. Höfum dekkin í lagi Til að gæta fyllsta öryggis er nauðsynlegt að hafa bíldekkin í lagi og í takt við árstíðirnar. Á Íslandi getur verið allra veðra von, ekki hvað síst í desembermánuði, líkt og við höfum upplifað undanfarna daga. Því miður hafa allt of mörg umferðarslys átt sér stað á þessu ári og nauðsynlegt er að hafa varann á sér í umferðinni og gera allt sem hægt er til að tryggja öryggi sitt og annarra. Nýlega var fjallað um að mikið hafi mætt á starfsfólki árekstur.is en margir harðir árekstrar urðu í hálkunni innanbæjar sem utan síðastliðna viku. Bílastæðin hafa upp á síðkastið verið einn klaki og þegar rignir ofan í hann verður flughált þannig að fólk og ökutæki skauta oft stjórnlaust um svellið. Því miður hefur borið á því að margir bílar séu vanbúnir og allt of margir aka enn um á sumardekkjum sem er stórhættulegt í færð sem þessari. Einnig þarf að huga að lofti í dekkjum og sjá til þess að þau séu í góðu standi. Að lokum er vert að brýna fyrir fólki að taka mið af aðstæðum og halda hraðanum í skefjum. Hálkan er lúmsk og oft áttar fólk sig ekki á aðstæðum fyrr en um seinan. Í viðjum vanans Fyrir flest okkar er umferðin hversdagslegt atferli. Öll þurfum við að komast ferða okkar á degi hverjum og akstur og annar ferðamáti kemst upp í vana. Við megum þó ekki gleyma því að umferðin er oft og tíðum flókið samstarfsverkefni þar sem nauðsynlegt er að halda vakandi athygli, ekki hvað síst undir stýri. Mikilvægt er að vera í jafnvægi og halda ró sinni og einn góður meðvitaður andardráttur getur gert mikið jafnt á vegum landsins sem og annars staðar á lífsleiðinni. Einnig þarf að gera viðeigandi ráðstafanir til að stuðla að öryggi sínu og annarra. Verum því skynsöm, sinnum okkar ábyrgðarhluta og sýnum tillitssemi í umferðinni. Þá eru allar líkur á að allt gangi vel. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar