Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar

Fréttamynd

„Hann fær þessi ár ekki aftur“

„Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi.

Fótbolti
Fréttamynd

KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax

KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi laus allra mála

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála.

Fótbolti
Fréttamynd

Utan­ríkis­mála­nefnd ekki rætt mál Gylfa sér­stak­lega

Utanríkismálanefnd hefur ekki rætt mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, knattspyrnumanns, sem hefur verið í farbanni á Bretlandi í á annað ár. Fyrsti varaformaður nefndarinnar segir það ráðuneytis að svara hver aðkoma þess er að málinu og hvort aðhafst verði í því.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið

Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. 

Sport
Fréttamynd

Kalla eftir hjálp við að flytja lögheimili Gylfa frá Bretlandi til Íslands

Sótt hefur verið um flutning á lögheimili knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðsson frá Bretlandi til Íslands. Umsókn þess efnis liggur á borði Þjóðskrár. Faðir hans segist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins en Gylfi sætir enn farbanni í Bretlandi. Þá hafi ekkert heyrst frá KSÍ vegna máls Gylfa. Sigurður faðir Gylfa segir brotið á mannréttindum sonar hans.

Innlent
Fréttamynd

Gylfi Þór ekki lengur leik­maður E­ver­ton

Samningur Gylfa Þórs Sigurðssonar við enska knattspyrnufélagið Everton er runninn út. Hann hefur ekki spilað fyrir liðið síðan á þar síðustu leiktíð en leikmaðurinn var handtekinn síðasta sumar vegna meints brots gegn ólögráða stúlku.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ekki verður af uppboði á sumarbústað Gylfa Þórs

Sumarbústaður í Grímsnes- og Grafningshreppi í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar verður ekki boðinn upp á nauðungarsölu Sýslumannsins á Suðurlandi á fimmtudaginn. Telja má líklegt að knattspyrnukappinn hafi náð sáttum við Skattinn sem hafði farið fram á söluna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Farbannið yfir Gylfa Þór fram­lengt til 17. apríl

Farbann yfir Gylfa Þór Sigurðssyni knattspyrnumanni hefur verið framlengt til 17. apríl næstkomandi. Gylfi Þór er til rannsóknar hjá lögreglu í Manchester vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega á ungmenni. Þetta staðfestir lögreglan í Manchester í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Einskis að vænta í máli Gylfa í dag

Líklegt er að engar nýjar upplýsingar muni berast í máli Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns, sem er til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester grunaður um kynferðisbrot gegn ungmenni, í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Rannsókn á máli Gylfa loks að ljúka

Gylfi Þór Sigurðs­son, leik­maður E­ver­ton og ís­lenska lands­liðsins í knatt­spyrnu, verður á­fram laus gegn tryggingu fram í miðja næstu viku. Þá ætti að skýrast hvort lög­regla ætli að leggja fram kæru á hendur Gylfa en hann grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku.

Fótbolti
Fréttamynd

Á­fram laus gegn tryggingu

Gylfi Þór Sigurðs­son, leik­maður enska knatt­spyrnu­liðsins E­ver­ton, verður á­fram laus gegn tryggingu fram til mið­viku­dagsins í næstu viku, 19. janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn ekkert nýtt í máli Gylfa

Talskona lögreglunnar í Manchester á Bretlandi segir enn engar fregnir hafa borist um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, knattspyrnumanns. Gylfi er laus gegn tryggingu en það fyrirkomulag rann út á laugardag og taka átti ákvörðun í máli hans sama dag. 

Fótbolti