Viðskipti innlent

Ekki verður af uppboði á sumarbústað Gylfa Þórs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gylfi Þór í íslenska landsliðsbúningnum á Laugardalsvelli.
Gylfi Þór í íslenska landsliðsbúningnum á Laugardalsvelli. Vísir/Vilhelm

Sumarbústaður í Grímsnes- og Grafningshreppi í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar verður ekki boðinn upp á nauðungarsölu Sýslumannsins á Suðurlandi á fimmtudaginn. Telja má líklegt að knattspyrnukappinn hafi náð sáttum við Skattinn sem hafði farið fram á söluna.

Fasteignina er ekki lengur að finna á lista yfir eignir sem bjóða á upp. Viðskiptablaðið greinir frá þessu en þar kemur fram að farði hefði verið fram á nauðungarsöluna vegna skattaskuldar upp á 7,8 milljónir króna.

Starfsmaður sýslumanns tjáir Viðskiptablaðinu að þegar eignir séu fjarlægðar hafi uppboði ýmist verið frestað eða fellt niður. Hann vildi ekki tjá sig um einstök mál en sagði að almennt séð sé ekki fallið frá uppboði nema sátt hafi náðst.

Gylfi Þór hefur verið í farbanni frá Bretlandi frá 16. júlí síðastliðnum þegar hann var handtekinn á heimili sínu í Manchester grunaður um að hafa brotið kynferðislega á ungmenni. Eftir handtökuna var honum sleppt lausum gegn tryggingu en settur í farbann sem rennur út 17. apríl næstkomandi.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.