Dauðarefsingar

Fréttamynd

Neitaði að stöðva aftöku manns með miklar heilaskemmdir

Mike Parson, ríkisstjóri Missouri í Bandaríkjunum, neitaði í gær að fella niður dauðadóm fangans Ernest Johnson. Þúsundir höfðu skrifað undir áskorun um að dauðadómurinn yrði felldur niður, auk þess sem tveir þingmenn hefðu kallað eftir því og einnig páfinn.

Erlent
Fréttamynd

Aftökur og aflimanir hefjast á ný

Fangelsismálaráðherra Afganistan, Nooruddin Turabi, segir að aftökur og aflimanir verði teknar upp á nýtt, nú þegar talíbanar eru aftur við stjórn í landinu. Þær verði þó mögulega ekki framkvæmdar fyrir opnum tjöldum.

Erlent
Fréttamynd

Föngum gert að velja á milli af­töku­sveitar eða raf­magns­stóls

Ríkisstjóri Suður-Karólínu í Bandaríkjunum staðfesti lög sem gera föngum á dauðadeild að velja á milli þess að vera teknir af lífi fyrir aftökusveit eða í rafmagnsstól. Lögunum er ætlað að koma aftökum fanga aftur af stað en þær hafa stöðvast vegna skorts á lyfjum sem eru notaðar í banvænar sprautur.

Erlent
Fréttamynd

Aftaka Lisu Montgomery sett aftur á dagskrá

Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur ákveðið að aflétta tímabundinni frestun réttaráhrifa dauðadóms yfir hinni 52 ára Lisu Montgomery, einu konunni sem situr á dauðadeild í bandarísku alríkisangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Íranskur blaða­maður tekinn af lífi

Blaðamaður sem sakaður var um að hafa ýtt undir borgaralega óhlýðni var tekinn af lífi í Íran í dag. Amnesty International segir að hann hafi verið fórnarlamb ósanngjarnra réttarhalda sem hafi stólað á játningu sem þvinguð var upp úr honum.

Erlent
Fréttamynd

Trump brýtur aldargamla hefð og fyrirskipar fimm aftökur

Nú þegar styttist í að Donald Trump forseti Bandaríkjanna yfirgefi Hvíta húsið hefur stjórn hans fyrirskipað aftökur á fimm mönnum sem á að taka af lífi áður en Joe Biden tekur við stjórnartaumunum þann 20. janúar á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Trump kallar eftir dauða­refsingu

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir því að Dzokhar Tsarnaev, annar tveggja bræðra sem stóðu að baki sprengjutilræðisins á Boston-maraþonið árið 2013, verði aftur dæmdur til dauða.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.